Morgunblaðið - 22.11.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.11.2016, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ BarackObama erkominn heim úr síðustu ut- anlandsför sinni sem forseti. Evr- ópuferðin hófst í Grikklandi og endaði í Berlín. Þangað komu nokkrir helstu leiðtogar álfunnar til að kveðja. Í Grikklandi tók Tsipras for- sætisráðherra á móti. Hann er utarlega á vinstrikanti stjórn- málanna. Gestgjafinn í Berlín er hægra megin á vængnum. Obama var talinn einn vinstri- sinnaðasti þingmaður öld- ungadeildar Bandaríkjaþings á sinni skömmu tíð þar. Hefði hann verið á hægri vængnum hefði hann verið stimplaður öfgamaður. Þegar til þessa fundar var boðað var stefnt á kósíkvöld. En umræðuefni þessa fundar situr í þúsunda kílómetra fjarlægð, í Versala- turni í Nýju Jórvík og ruglar alla stemningu. Obama er vissulega róttækur vinstrimaður, á bandarískan mælikvarða, en enginn öfga- maður. Hann birtist fólki oft fremur sem fræðimaður en stjórnmálamaður og á það til að vera langorður og tala í klisj- um. Í lok næsta fundar síns, nú í Perú, hélt Obama blaðamannafund á erlendri grund. Aðeins örfáir frétta- menn komust að með spurn- ingar, því forsetinn svaraði hverjum og einum með stuttum fyrirlestri. Þótt annar háttur hefði verið fjörlegri voru svör forsetans um margt fróðleg. Hann var minntur á að hafa sagst hafa orðið þægilega undrandi yfir því hvað George W. Bush hefði í hvívetna lagt sig fram um að tryggja að aðkoma Obama í Hvíta húsið heppnaðist vel. Þá hefði hann einnig hrósað fyr- irrennara sínum fyrir það að segja varla nokkru sinni styggðarorð um eftirmann sinn öll þessi átta ár. Í svari sínu ítrekaði Obama að Bush yngri hefði komið fram sem sér- stakur heiðursmaður í báðum þessum efnum. Sjálfur hefði hann þegar heitið því að fylgja þessu góða fordæmi Bush og gera sitt til þess að valdaskiptin gengju vel fyrir sig. Varðandi síðara atriðið sagðist Obama hafa fyrirvara. Hann myndi ekki af litlu tilefni verða með athugasemdir uppi um ein- stakar gjörðir Donalds Trump sem forseta. En hann áskildi sér rétt til að tjá sig þegar um stefnumarkandi mál væri að ræða eða mál sem vörðuðu mik- ilvægar hugsjónir að sínu mati. Þessi kostur Obama er ekk- ert lakari en sá sem Bush valdi, þótt ólíkir séu. Það er sjálfsögð regla að stuðla að góðum valda- skiptum og það er ögrun við kjósendur að taka ekki úrslitum kosn- inga vel og kurt- eislega. Ákvörðun Bush yngri að halla aldrei orði á eftir- mann sinn var virð- ingarverð. En ekkert er að því að öflugur stjórnmálamaður eins og Obama taki opinbera af- stöðu í mikilvægum málum. Farið gæti vel á því að hafa hægt um sig fyrsta kastið. En það er gagnlegt fyrir um- ræðuna að færustu menn segi álit sitt. Óvæntar hugleiðingar Obama um alþjóðavæðingu við- skipta vöktu einnig athygli. Augljóst var að forsetinn telur að þau mál skýri að nokkru hrakfarir demókrata í kosn- ingum. Það er lítil sanngirni í því að repúblikanar nái að klekkja á demókrötum með al- þjóðavæðingu sem farið hafi út fyrir öll mörk. En Trump náði að gera alþjóðavæðinguna að blóraböggli og græddi flokkur- inn á því. Verjendur frjálsra viðskipta fullyrða að allur heimurinn græði á alþjóðavæðingu. Meðal- töl virðast staðfesta það en þau segja ekki allt. Um hinn vest- ræna heim hefur stórum og smáum vinnustöðum verið lok- að, því framleiðendur fundu hræódýrt vinnuafl, þar sem vinnueftirlit eru ekki til og risa- fyrirtæki lúta fáum reglum og síst frá skattinum sem hrellir aðeins heimamenn. Vel þjálf- aðir og samviskusamir starfs- menn hafa hrökklast á atvinnu- leysingjabekk þúsundum saman. Þeir kusu Donald Trump. Fólkið segir elítuna standa ofar lögum, og troðfylla vasa sína í krafti þess. Obama hugsaði upphátt í Perú. Alþjóðavæðing væri góð en þyrfti samræmdar hömlur. Auka þyrfti vinnuvernd og jafna laun á milli landa og hefja herferð „alþjóðasamfélagsins“ sem enginn veit hvar er til húsa, gegn mútum, peningaþvætti og öðrum hroða. Allt hljómaði þetta eins og snakk fræði- manns, fremur en valdamanns sem haft hafði átta ár til að- gerða. Sama daginn horfði May, for- sætisráðherra Bretlands, fram- an í sína viðskiptamógúla og sagði að breskur almenningur „hefði fullt leyfi til að spyrja sig og aðra að því, fyrir hverja landið þeirra væri. Það væri svo sannarlega ekkert ógeðfellt við þá spurningu“. Á Íslandi þyrfti íslenska góð- mennaelítan áfallahjálp og „RÚV“ fjóra framhaldsþætti í Kastljósi, væri einhver Íslend- ingur grunaður um að hafa muldrað í barminn, svo varla heyrðist: Með leyfi að spyrja, fyrir hverja er landið okkar? Værðarleg elítan rumskar. Henni þykir það ekki sanngjarnt} Hver ybbir sig? É g spyr sambúðarfólk sjaldnast um sambandið; hvort þetta sé ekki ægilega erfitt allt saman. Ég sé alveg fólk í kringum mig sem hangir saman af gömlum vana, en það er bara þeirra mál. Það virðist hins vegar vera alveg normalt að spyrja um sambandsleysi einhleypra. Fyndnast er hvernig sumir virðast vorkenna mér að vera einhleyp og spyrja með mæðulegum tón hvernig gangi í karlamálum. Þegar ég svara að það gangi bara ekkert en ég sé alsæl með lífið heyrist stunið, „æi, þetta kemur þegar þetta á að koma“. Já, takk fyrir vorkunnsem- ina, en ég er alveg góð! Kannski langar mig bara ekkert í samband og það get ég sagt með sanni að mig langar alls ekki í sambúð. Frjáls- ræðið sem fylgir því að búa einn (með börn- unum sínum) er yndislegt og svo fæ ég auðvitað að ráða öllu. Ég þarf aldrei að spyrja neinn um leyfi til eins eða neins. „Heyrðu, elskan, er þér sama þó að ég skreppi til Asíu að leika mér? Kostar kannski smá og þú sérð um allt á meðan, en er það ekki í lagi?“ Ég ræð öllu. Og það er yndislegt. Hvar ég set hlutina, hvort ég laga til í eldhúsinu eða ekki, hvað er í matinn, í hvað ég eyði peningum, hvað ég borða í jólamatinn. Þarf ekki að berjast um sængina eða hlusta á hrotur. Þarf ekki að útskýra af hverju ég fór í Smáralindina í gær að kaupa jólagjafir en kom bara heim með föt á sjálfa mig. Svona gæti ég haldið áfram endalaust! Hvernig er hægt að vilja eitthvað annað? Er ekki sam- búðarformið bara hreinlega orðið úrelt? Sambúð eða hjónaband er kannski fínt fyr- ir ungt fólk sem er að byrja lífið og eignast börn en fyrir fólk á miðjum aldri er það bara rugl. Allt hefur sinn tíma. Og sumt er óþarfi að endurtaka. Að fara að búa með nýjum maka, þegar maður er orðin létt miðaldra, er flókið mál. Það fylgir nefnilega öðru fólki ægilegur far- angur. Allir þurfa að hafa skoðanir og tilfinn- ingar og svo er allt þetta fólk sem fylgir með í kaupbæti. Börn og foreldrar, jafnvel barna- börn! Ég nenni alls ekki vælandi smábörnum eða elliærum tengdamömmum. Ég hef átt eina tengdamömmu og var heppin með hana. Tek ekki sénsinn á næstu. Og svo finnst mér eiginlega öll börn leiðinleg nema mín eigin. Sérstaklega börn yngri en tíu ára. Og ég þoli mjög fáa hunda og alls ekki hesta. Já, ég sagði þetta. Dílið við það! Þar sem ekki fyrirfinnst karlmaður sem ekki hefur lífsins farangur að bera ætla ég bara að hafa það gott ein. Þetta er allt of mikið vesen. Kannski ég fái mér nokkrar kisur í ellinni og verði skrítna kattakonan í hverfinu. Kannski leggst ég í heims- reisu á mótorhjóli. Kannski gerist ég heimsmeistari eldri kvenna í boxi. Kannski hleyp í New York-maraþoninu 2017. Kannski sest ég að á sveitasetri í Tuscany og fæ mér ítalskan elskhuga. Eða tvo! Eða ekki. Ég ræð því nefnilega sjálf. asdis@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir Pistill Hvernig gengur í karlamálum? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Bergþóra Jónsdóttir bj@mbli.is Rjúpnaveiðitímabili þessaárs er lokið. Vegna fjöldaútkalla björgunarsveita ogatburða sem hafa átt sér stað á tímabilinu hafa veiðimenn velt fyrir sér fyrirkomulagi á veiðunum. Dúi Landmark, formaður Skotveiði- félags Íslands, vill að dögunum verði fjölgað. Það sé aðallega tvennt sem skipti máli sem styðji þá tillögu. Í fyrsta lagi skapist mikið álag á veiði- svæðum samfara því að gæði og upp- lifun veiðimanna minnki því of margir séu á sama svæði. Í öðru lagi að menn séu að fara út í vond veður því of fáir dagar séu í boði til veiða. Þá gerist það eins og þetta ár að nánast allir veiðidagarnir séu slæmir en menn fari samt af stað og miklu meiri líkur verði því á slysum. 20% minna af rjúpum Samkvæmt upplýsingum frá um- hverfis- og auðlindaráðuneytinu er veiðitímabilið skoðað og endurmetið á hverju ári. Samkvæmt bestu fáanlegu vísindagögnum frá Náttúru- fræðistofnunar Íslands er rjúpna- stofninn um þessar mundir talinn minni en undanfarin ár. Því hafi ekki verið neinar forsendur fyrir því að auka veiðina, þar sem stofninn sé um 20% minni en í fyrra. Sjónarmið ráðu- neytisins er að tryggja það að veið- arnar séu sjálfbærar og samkvæmt þeirri verulegu minnkun sem Nátt- úrufræðistofnun hafi sýnt fram á fyrir veiðitímabilið 2016 hafi ekki verið til- efni til að samtímis yrði aukin veru- lega sókn í stofninn. Snýst um öryggismál Að sögn Dúa Landmark skilaði Umverfisstofnun í samstarfi við Skot- veiðifélag Íslands inn tillögum fyrir veiðitímabilið sem nú er að klárast, meðal annars því að fjölga dögum í 18, en umhverfisráðherra samþykkti þær breytingar ekki. Dúi segist hafa viljað hafa Náttúrufræðistofnun með í því sam- starfi en hún hafi hafnað því og skilað sértillögu til ráðherra um að tímabilið skyldi vera óbreytt frá því sem áður var, eða 12 dagar. ,,Við bentum umhverfisráðherra á að rökin með því að fjölga dögunum væru fyrst og fremst öryggismál, sem okkur hefur fundist vera alltaf meira og meira að- kallandi og reynsla þessa tímabils hefur sýnt okkur það glögglega,“ seg- ir Dúi. Einnig bendir hann á að veið- arnar séu sjálfbærar í dag og það ætti því ekki að skipta máli hversu margir dagar séu leyfðir. ,,Hvort dagarnir eru níu eða 47 skiptir ekki máli, það hefur sýnt sig að menn fara aldrei fleiri en þrjá til fjóra daga og atvinnu- veiðimennska heyrir sögunni til. Fleiri dagar þýða ekki endilega fleiri rjúpur,“ segir Dúi. Hann vonar inni- lega að næsti umhverfisráðherra hafi þessi sjónarmið að leiðarljósi. Umhverfis- og auðlindaráðherra taki ákvarðanir á fyrirliggjandi mati á stærð stofnsins. En öryggismál rjúpnaskyttna verði að skoða í öðru samhengi en í ljósi fjölda þeirra daga sem leyfðir séu til veiða. Að sjálfsögðu sé áhugavert að leita leiða til að styrkja veiðistjórnun á rjúpu, og ef mögulegt er að fjölga veiðidögum til að sem flestir veiðimenn geti not- ið þessa sports og tilheyr- andi útiveru í náttúrunni, ef hægt sé að tryggja að það leiði ekki til ósjálfbærra veiða og umfram það sem ráðlagt er. Það mun ráðuneytið skoða í samstarfi við fag- stofnanir sínar og hagsmunaðila. Misjöfn sýn á lengd rjúpnaveiðitímabils Morgunblaðið/Ingó Veiðar Rjúpnaveiðidagar eru fáir og því fara menn þótt veður sé slæmt. Rjúpnaveiðin hefur gengið ágætlega og flestir komnir með í matinn að sögn Dúa en með mikilli harðsækni. Vegna þess að dagarnir eru fáir og veðrið hefur verið slæmt þess- ar leyfilegu helgar. „Veðrið lék ekki við okkur rjúpnaveiðimenn þetta árið en í heild sást víða til rjúpunnar,“ segir Dúi. Spurður um hvar hún héldi sig mest þetta árið segir Dúi að erfitt sé að meta það, vanir rjúpnaveiðimenn sem fara á sömu svæðin ár eftir ár segjast stundum sjá minna af henni en árið áð- ur og svo eru það þeir sem aldrei hafa séð eins mikið af fugli á tilteknu svæði. ,,Það er tíðarfarið sem ræður svo miklu varðandi það hvar hún heldur sig,“ segir Dúi. Flestir fengu í matinn SLÆMT VEÐUR Í ÁR Dúi Landmark

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.