Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 31
Napólí Ítalska borgin er sögusvið hinna vinsællu sagna höfundarins sem kallar sig Elena Ferrante. „Rétt eins og fyrri bækurnar tvær er þessi sann- kallaður unaðslestur, í tilgerðarlausri frásögninni býr gríðarlegur kraftur.“ stétta- og mannréttindabaráttunni, hvor með sínum hætti og afleiðing- arnar verða afdrifaríkar. Þrátt fyrir að í bókinni sé sagt frá áhugaverðum viðburðum og tímabili og að ýmsar spennandi og vel skrifaðar persónur komi við sögu, þá er grunnsagan alltaf sam- skipti þeirra Lilu og Elenu. Engu máli virðist skipta hvernig þær koma fram hvor við aðra, hvað á daga þeirra drífur eða að þær til- heyri hvor sínum þjóðfélags- hópnum; vinátta þeirra stendur all- ar hremmingar af sér og alltaf dragast þær hvor að annarri eins og þær geti ekki við það ráðið. Stíll Ferrante er einfaldur og blátt áfram, hér er ekkert orð- skrúð og ekkert verið að leika sér með eitt eða neitt. Hún (eða hann, því Elena Ferrante er dulnefni sem margir hafa velt vöngum yfir) er einfaldlega að segja sögu og gerir það býsna vel. Rétt eins og fyrri bækurnar tvær er þessi sann- kallaður unaðslestur, í tilgerð- arlausri frásögninni býr gríð- arlegur kraftur sem skapar nákvæmlega réttu umgjörðina ut- an um þennan hráa veruleika úr fátækrahverfinu í Napólí sem vin- konunum ætlar seint að takast að flýja. Og nú er ekkert annað að gera en að bíða eftir fjórðu bók- inni. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Ífimmtu og nýjustu skáldsögusinni, Ör, er Auður Ava Ólafs-dóttir við sitt dásamlega hey-garðshorn þar sem hún setur venjulegt fólk í óvenjulegar aðstæður og leyfir okkur lesendum að fylgjast með framvindu mála. Og hún er eins og fyrri daginn stödd í hjarta mannsins, nándin er áþreifanleg, líkaminn og ástin. Hjá Auði er ekk- ert yfirborðshjal, allt skiptir máli og hefur merkingu, líka það einfalda og hversdagslega. Í þessari sögu segir frá hinum ofur hversdagslega Jónasi sem er tæp- lega fimmtugur, gagnkynhneigður, nýfráskilinn og valdalaus. Af ýmsum ástæðum hefur hann brostið löngun til að lifa, hann hefur týnt sér og leggur því upp í ferðalag út í heim sem hann ætlar að verði hans hinsta. Hann pakkar niður fyrir lík, eins og segir í sögunni, og tekur fyrir vikið fátt með sér, níu jarðneskar eigur, þar á meðal eina borvél, enda er mað- urinn handlaginn og hann gæti jú þurft að setja upp krók til að hengja sig. Áform hans eru þau ein að farga sér óralangt frá heimahögum til að hlífa sínum nánustu við því að finna skrokkinn lífvana. Auði er einkar lagið að gera jafnvel viðkvæmustu aðstæður fyndnar, það er auðvitað ekkert fyndið að einhver hafi svo litla löngun til að lifa að sá hinn sami ákveði að fyrirfara sér, en í fyrri hluta sögunnar koma oft fyrir óþægilega fyndnar aðstæður þar sem vesalings Jónas í vandræðagangi sín- um reynir að finna út úr því hvernig hann eigi að framkvæma sjálfsvígið. Og þau eru óborganleg samskipti Jónasar í þessu samhengi við ná- granna sinn, Svan. Einnig eru þau skondin samskipti Jónasar við aldr- aða móður sína. Eins og svo oft í lífinu fara hlut- irnir ekki alltaf eins og við gerum ráð fyrir, Jónas kemst fljótt að því hve tilvistarkreppa hans er hjákátleg í samanburði við það sem fólkið sem hann kynnist á nýja staðnum hefur þurft að þola, en þar fóru aftöku- sveitir um nokkrum vikum fyrr. Allt öðlast jú nýja merkingu í nýju sam- hengi, og mikil þörf reynist vera fyrir hinn handlagna mann í landi þar sem allt er í rúst eftir stríð, en tímabundið vopnahlé er í landinu. Engin ástæða er til að ljóstra upp um framhaldið en eftir því sem sögunni vindur fram fær lesandinn smátt og smátt innsýn í lífið sem Jónas hefur lifað, í end- urliti hans og hugsunum um sam- skipti við fyrrverandi eiginkonu, dóttur og foreldra. Í þessari skáldsögu rær Auður Ava á alvarlegri alheimsmið en áður, þetta er saga um stríð og frið, inni í fólki og utan við það. Djúpstæðar pælingar um hvað er á bak við stríð, og í samhengi við karlmennskuna. Það er nauðsynlegt að rithöfundar minni okkur á hversu hræðilegar styrjaldir eru, það er innlegg í að berjast gegn þeim og ekki veitir af í heimi þar sem flóttamannvandi vex með degi hverjum og undirliggjandi ólga og ótti fær fólk til að kjósa yfir sig forseta sem stendur fyrir mann- hatur. Þá veitir ekki af innleggi þar sem kærleikurinn talar. Þetta er sköpunarsaga í mörgum skilningi, hún segir frá því hvernig maður verður aftur til eftir að hafa verið rústað (rétt eins og land eftir styrjöld) og hann skapar í leiðinni nýjan heim fyrir aðra. Jafnvel er hægt að sjá Jónas sem Jesús, síðusár kemur jú við sögu og hann fær við- urnefnið kraftaverkamaðurinn. Hann er góð sál í gegn, hjartahlýr, „þessi típa sem vill frekar vera drep- inn en drepa“ eins og einn félagi hans kemst að orði. Og tæplega er það til- viljun að sá maður klæðist hlébarða- sokkum, hann er rándýr, sá sem sér gróðavon í hörmungum annarra. Jafnvel má líta á hann sem táknmynd djöfulsins, hann reynir í það minnsta að freista Jónasar, beita honum fyrir sig, af því: „Fólk treystir manni eins og þér, sem baðar sig í sólskini góðr- ar samvisku.“ Þetta er margslungin saga, þar sem velt er upp stórum spurningum eins og hvort við getum orðið mann- eskjur aftur eftir að hafa verið villi- dýr. Spurningum um grimmdina og hvaðan hún kemur þessi tilhneiging okkar mannanna til að berjast. Móðir Jónasar sem er afar fróð um stríð upplýsir hann á einum stað um að 568 styrjaldir hafi verið háðar frá því hann kom í heiminn, það er sann- arlega sláandi tala stríða yfir aðeins 49 ár. Þetta er saga um það að við lifum ekki af án tilfinningalegrar nándar við aðrar manneskjur, við þurfum á hvert öðru að halda. Þetta er líka saga um góðvildina, að hún er okkar eina von, að við öðlumst tilgang með lífinu þegar við leggjum eitthvað af mörkum til að bæta líf annarra. „Ég hef hitt nógu margar góðar mann- eskjur til að trúa á manninn,“ segir Jónas á einum stað. Góðvildin okkar eina von Skáldsaga Ör bbbbn Eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Benedikt bókaútgáfa, 2016. 204 bls. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Eggert Ekkert yfirborðshjal „Þetta er margslungin saga, þar sem velt er upp stórum spurningum,“ segir rýnir um nýja skáldsögu Auðar Övu. Ég var táningur fyrir rúm-lega hálfri öld. Margthefur breytzt síðan, ogþví kannski orðið tíma- bært að reyna að setja sig inn í tón- listarnálgun yngri kynslóða í dag. Þó varla standi hún ein og óstudd fyrir sig – það má þannig vel ímynda sér að ákveðin markaðsöfl séu nú helzt boðin og búin að beina ungu fólki að hvers kyns skyndiafþrey- ingu í misduldum búningi tízku, tild- urs og ,töfflegheita‘ – þá kunna samt einhverjir að kjósa sér óháðari leið. Þó ekki væri nema fyrir ein- staklingsbundin kynni af eldri tón- list sem í fljótu bragði gæti virzt vitaúrelt á forsendum augnabliks- ins. En málið snýst auðvitað fyrst og fremst um gæði. Um varanlega mælistiku sem allt hlýtur fyrr eða seinna að vera metið eftir, hversu löngu sem fyrirmyndir kunna að vera um liðnar, og án tillits til breyttrar stílvitundar. Sem sagt um músíkalskt inntak – sem óhægara er að skilgreina en að skynja þegar á hólminn er komið. Þetta vita vel þeir er hlusta snemma á afurðir gömlu meistaranna. Hinum er af misstu er samt enn von: T.a.m. tónleikar Kammer- músíkklúbbsins í Hörpu! Þriðju af sex á þessum vetri fóru fram við góða aðsókn sl. sunnudag (hinir seinni verða 22.1., 25.2. og 26.2.) og snerust um sjálfan kjarna kammerkjarnans – strengjakvart- etta fyrir tvær fiðlur, víólu og selló eftir tvo máttarstoða klassískrar tónlistar, Beethoven (1770-1827) og Brahms (1833-97). Það væri til lítils að benda ungum eyrum á jafnvel slík meistaraverk í aðeins slarkhæfri túlkun. En sem betur fór var hið enn nafnlausa fer- eyki Sigrúnar Eðvaldsdóttur og fé- laga vandanum vaxið. Í æskuverki Beethovens fyrir hlé var áreynslu- leysið uppmálað í m.a. ,gaucho‘- synkópum I. þáttar, funhröðu Tríói III. og góðlátlegum Haydn-húmor fínalsins. Í sýnu vandmeðfarnari frum- kvartetti Brahms frá 1873 (að vísu að tugum fyrri verka förguðum) var leikið á als oddi í dásamlega fjöl- breyttri meðferð, þar sem Alparóm- antík náttúruunnandans frá Ham- borg sveif yfir Rómönzunni – með leyndum fyrirboða um Fiðlukonsert hans frá 1878 – ásamt yndis- jólalegum Tríókafla III. og bloss- andi ástríðum í lokaþætti. Sem stundum fyrr á seinni árum hlaut maður að undrast. Hvernig er þetta eiginlega hægt – hjá fólki sem mest þarf að sinna öðru en kamm- erleik? Kjarni kjarnans Flytjendurnir „Hvernig er þetta eiginlega hægt“ spyr rýnir. Norðurljósum í Hörpu Kammertónleikar bbbbm Beethoven: Strengjakvartett í D Op. 18,3. Brahms: Strengjakvartett í c Op. 51,1. Sigrún Eðvaldsdóttir & Joaquin Páll Palomares fiðlur, Þórunn Ósk Mar- ínósdóttir víóla og Bryndís Halla Gylfa- dóttir selló. Sunnudaginn 20.11. kl. 17. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 24/11 kl. 20:00 121.s Lau 3/12 kl. 20:00 127.s Fim 15/12 kl. 20:00 133. s Fös 25/11 kl. 20:00 122.s Sun 4/12 kl. 20:00 128. s Fös 16/12 kl. 20:00 134. s Lau 26/11 kl. 20:00 123.s Fim 8/12 kl. 20:00 129. s Lau 17/12 kl. 20:00 135. s Sun 27/11 kl. 20:00 124.s Fös 9/12 kl. 20:00 130. s Sun 18/12 kl. 20:00 136. s Fim 1/12 kl. 20:00 125.s Lau 10/12 kl. 20:00 131. s Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Fös 2/12 kl. 20:00 126.s Sun 11/12 kl. 20:00 132. s Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 26/11 kl. 13:00 16.sýn Sun 4/12 kl. 13:00 19.sýn Lau 17/12 kl. 13:00 22.sýn Sun 27/11 kl. 13:00 17.sýn Lau 10/12 kl. 13:00 20.sýn Sun 18/12 kl. 13:00 23.sýn Lau 3/12 kl. 13:00 18.sýn Sun 11/12 kl. 13:00 21.sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Mið 23/11 kl. 20:00 Mið 7/12 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar. Jólaflækja (Litla svið) Lau 26/11 kl. 13:00 Frums Lau 3/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 11/12 kl. 13:00 6. sýn Sun 27/11 kl. 13:00 2. sýn Sun 4/12 kl. 13:00 4. sýn Sun 27/11 kl. 15:00 aukas. Lau 10/12 kl. 13:00 5. sýn Bráðfyndin jólasýning fyrir börn Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fim 24/11 kl. 20:00 aukas. Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas. Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Mið 30/11 kl. 20:00 aukas. Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn Aðeins þessar sýningar. Ósóttir miðar seldir samdægurs. Jesús litli (Litli svið ) Fim 1/12 kl. 20:00 2. sýn Fim 8/12 kl. 20:00 4. sýn Lau 10/12 kl. 20:00 aukas. Fös 2/12 kl. 20:00 3. sýn Fös 9/12 kl. 20:00 5. sýn Sun 11/12 kl. 20:00 6. sýn Margverðlaunuð jólasýning Salka Valka (Stóra svið) Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross Da Da Dans (Nýja svið ) Fim 24/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 5.sýn Íslenski dansflokkurinn Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Sun 27/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.