Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Side 17
Vikublað 24.–26. febrúar 2015 Fréttir Erlent 17 Hrópandi andstæður Flóttamaður skríður á land eftir að hafa lifað af ferðalag á báti yfir Miðjarðarhafið í maí 2005. Í baksýn eru ferðamenn, eða heimamenn, að baða sig í sólinni á Kanaríeyjum. Juan Medina ljósmyndari segir að þegar hann hafi mætt á svæðið hafi Rauði krossinn verið að aðstoða fólkið; gefa því mat og drykk. „Þau voru örmagna eftir ferðalagið. Styrkur myndarinnar felst í andstæðunum sem birtast á henni.“ Fjölmargir flóttamenn láta lífið í ferðum sem þessum á hverju ári – í leit sinni að betra lífi. Olíuleki BP Myndin sýnir fólk í sólbaði á Dauphin Island í Alabama í Bandaríkjunum 11. maí 2010. Fyrir framan fólkið, í sjávarmálinu, eru heybaggar sem búið er að setja upp til að drekka í sig olíu sem gæti skolað á land í kjölfar gríðarlegs olíuleka olíurisans BP í Mexíkóflóa. „Í mínum huga sýnir myndin glögglega hvernig olíuleki getur haft áhrif á ferðamannaiðnaðinn og daglegt líf fólks. Þetta sýnir líka hversu einfaldar aðferðir eru notaðar við að hreinsa upp olíu.“ Söknuður Hin 25 ára Lesleigh Coyer liggur hér við grafreit bróður síns, Ryans Coyers, sem var banda- rískur hermaður. Ryan starfaði bæði í Írak og Afganistan en hann lést í kjölfar meiðsla sem hann hlaut í átökum í Afganistan. Myndin er tekin 11. mars 2013 í Arlington-kirkjugarðinum í Virginíuríki. Í skot- bardaga William Olas Bee, bandarískur hermaður, sleppur naumlega undan kúlnahríð talíbana í Helmand-héraði í Afganistan í maí 2008. „Nokkrum andartökum áður en ég tók myndina ráfaði ég um í eyðimerkurhitan- um og velti því fyrir mér hvað ég gæti myndað,“ segir ljósmyndarinn Goran Tomasevic. Hann segist hafa heyrt skothljóð og drifið sig af stað. „Ég greip skothelda vestið mitt, setti á mig hjálm og dreif mig af stað. Ef ég hefði ekki þá þegar beint vélinni að honum hefði ég aldrei náð þessari mynd,“ segir hann. Látinn bróðir Georgískur maður heldur utan um látinn bróður sinn eftir að sprengjuárás var gerð á bæinn Gori skammt frá höfuðborg Georgíu, Tblisi, í ágúst 2008. „Ég var á leið í frí þegar yfirmaður minn hringdi og sagði mér að það hefðu brotist út átök milli Georgíumanna og Rússa,“ segir ljósmyndarinn Gleb Garnich. Hann segir að maðurinn á myndinni hafi verið þjakaður af sorg vegna dauða bróður síns. „Hann leyfði engum að koma nálægt honum.“ Hamfarir í Kína Asísk kona grætur hástöfum því hún finnur hvorki manninn sinn né fjögurra ára dóttur eftir gríðarsterkan jarðskjálfta sem skók suðvesturhluta Kína þann 17. maí 2008. Myndin var tekin fimm dögum eftir skjálftann og fólk leitaði í örvæntingu að ástvinum sínum, að sögn ljósmyndarans Jason Lee. „Skriða olli því að heill leikskóli grófst undir jarðvegi og rústum. Konan á myndinni grét hástöfum kallaði stöð- ugt nafn dóttur sinnar [...] Hún sagði að þetta væri allt sín sök því dóttirin hafði um morguninn sagt að hún væri veik og vildi ekki fara í leikskólann.“ Hrópar á hjálp Líbanskur maður kallar á aðstoð fyrir samborgara sinn sem særðist þegar bílsprengja sprakk í miðborg Beirút, höfuðborg Líbanon, þann 14. febrúar 2005. Í þessari sömu árás féll Rafik al-Hariri sem þá var forsætisráðherra Líbanon. Auk Hariris féllu átta aðrir, þar á meðal nokkrir úr lífvarðasveit for- sætisráðherrans. Ólýsanlegar hörmungar Börn voru meðal fórnarlamba efnavopnaárásar sem gerð var á Duma-hverfið í Damaskus í Sýrlandi þann 21. ágúst 2013. Árásin vakti heimsathygli enda er notkun efnavopna bönnuð samkvæmt alþjóðalögum. Afleiðingar árásarinnar voru skelfilegar eins og myndin ber með sér. Talið er að 213 manns hafi fallið í árásinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.