Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Side 26
Vikublað 24.–26. febrúar 201526 Sport S einni leikirnir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara fram í vikunni og er óhætt að segja að stórleikir séu á dagskránni. Í kvöld, þriðjudag, tekur Manchester City á móti Barcelona og á sama tíma taka Ítalíumeistarar Juventus á móti Borussia Dortmund. Á miðvikudag mætast Arsenal og Monaco í Lundúnum og Bayer Leverkusen tekur á móti Atletico Madrid í Þýskalandi. Stórleikur í Manchester Augu flestra munu eflaust beinast að leik Manchester City og Barcelona. Þessi lið mættust einnig í 16-liða úr- slitunum í fyrra og þá fór Barcelona til- tölulega létt með City. Fyrri leikurinn á Etihad-vellinum í Manchester end- aði með 2–0 sigri Barcelona og sá síðari með 2–1 sigri Barcelona. Manchester City hefur átt erfitt uppdráttar í Meist- aradeildinni á undanförnum árum og aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Á sama tíma hefur Barcelona unnið keppnina þrisvar á síðustu níu árum. Úrslitaleikurinn 1997 Hinn leikurinn á þriðjudag verður einnig býsna athyglisverður. Þá mæt- ast Juventus og Borussia Dortmund en þessi lið mættust einmitt í úr- slitaleik keppninnar árið 1997 þegar Dortmund fór með 3–1 sigur af hólmi. Gengi þessara liða í deildarkeppnun- um heima fyrir hefur verið æði ólíkt. Dortmund, sem margir spáðu góðu gengi á tímabilinu, var í fallbaráttu í þýsku deildinni framan af. Liðið hefur þó unnið þrjá síðustu leiki sína og eru batamerki sjáanleg á leik liðsins. Ítal- íumeistarar Juventus hafa ekki verið í neinu basli í ítölsku deildinni þar sem liðið situr á toppnum með þægilegt níu stiga forskot á Roma. Líkt og Manche- ster City hefur Juventus þó ekki gert neinar rósir í Meistaradeildinni á undanförnum árum þrátt fyrir yfir- burði heima fyrir. Liðið komst ekki upp úr riðlakeppninni í fyrra og féll úr leik í 8 liða úrslitum tímabilið á undan. Hægðarleikur fyrir Arsenal? Flestir búast við því að það verði hægðarleikur fyrir Arsenal að komast í 8 liða úrslit keppn- innar í ár. Liðið mætir Monaco sem hefur geng- ið upp og niður í frönsku deildinni í vetur. Liðið situr í 5. sæti deildarinnar og virðist búið að missa af lestinni í baráttunni um Meistaradeildarsæti að ári. Arsene Wenger, sem einmitt stýrði Monaco árin 1987 til 1994, og lærisveinar hans hjá Arsenal hafa mikla reynslu úr Meistaradeildinni og ættu að komast klakklaust í 8 liða úrslit keppninnar ef allt er eðlilegt. Leverkusen í basli Fjórði leikurinn á dagskránni er svo viðureign Bayer Leverkusen og Atletico Madrid. Gengi Leverkusen í þýsku deildinni hefur valdið stuðningsmönnum liðsins nokkrum vonbrigðum en liðið situr í 6. sæti. Atletico Ma- drid, sem komst alla leið í úrslit í fyrra, er í 3. sæti spænsku deildarinnar og er sigurstranglegra liðið fyrir þessa viður- eign. n Risaleikur í Manchester n 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar halda áfram n Manchester City mætir Barcelona Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Einvígin í vikunni Bayer Leverkusen Sæti í deild: 6. sæti Besti árangur í Meistaradeild: 2. sæti 2002 Bayer Leverkusen lék í C-riðli með Monaco þar sem Þjóðverjarnir enduðu í 2. sæti. Fáir hafa trú á því að Leverkusen fari lengra en í 16 liða úrslit. Liðinu hefur gengið afleitlega í síðustu leikjum; í síðustu 11 hefur liðið aðeins unnið þrjá leiki, gert fimm jafntefli og tapað þremur leikjum. Það er lítill meistarabragur á Leverkusen þessa dagana. Manchester City Sæti í deild: 2. sæti Besti árangur í Meistaradeild: 16-liða úrslit Manchester City varð að gera sér 2. sætið að góðu í E-riðli en liðið tryggði sig áfram með góðum sigri á Bayern München í lokaleiknum. Gengi City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið þokkalegt en liðið er fimm stigum á eftir toppliði Chelsea og á mikið verk fyrir höndum ætli það sér að verja titilinn sem liðið vann í fyrra. Juventus Sæti í deild: 1. sæti Besti árangur í Meistaradeild: 1 sigur (1996) Juventus hefur sem fyrr segir borið höfuð og herðar yfir önnur félög í ítölsku deildinni á undanförnum árum. Liðið siglir hraðbyri að sínum fjórða deildar- meistaratitli á jafnmörgum árum. Liðið er taplaust í tuttugu og einum leik í röð, ef undan er skilið tap gegn Napoli eftir vítaspyrnukeppni í ítalska bikarn- um rétt fyrir jól. Monaco Sæti í deild: 5. sæti Besti árangur í Meistaradeild: 2. sæti 2003 Þó að Monaco hafi endað á toppi C-riðils er liðið líklega eitt það lakasta sem eftir er í 16 liða úrslitunum. Nokkrir frábærir leikmenn eru þó á mála hjá Monaco; má þar nefna Dimitar Berbatov, Joao Moutinho, Layvin Kurzawa og Geoffrey Kondogbia. Monaco er sýnd veiði en ekki gefin en það verður við ramman reip að draga þegar Arsenal kemur í heimsókn á frönsku Rívíeruna. Barcelona Sæti í deild: 2. sæti Besti árangur í Meistaradeild: Þrír sigrar Fá lið standast Barcelona snúning eins og liðið hefur leikið að undanförnu. Liðið hefur unnið 11 af síðustu tólf leikjum sínum og er markatala liðsins í þessum leikjum 42–9. Liðið hefur á að skipa magnaðri framlínu þar sem Neymar, Messi og Suarez eru fremstir í flokki. Það er ljóst að City þarf á tveimur toppleikjum að halda til að slá Barcelona úr keppni. Borussia Dortmund Sæti í deild: 15. sæti Besti árangur í Meistaradeild: Sigur 1997 Borussia Dortmund hefur náð fínum árangri í Meistaradeildinni á undanförnum árum. Liðið komst í úrslit vorið 2013 þar sem liðið tapaði gegn Bayern München. Þrátt fyrir afleitt gengi í þýsku deildinni í vetur lék liðið ágætlega í Meistaradeildinni og endaði í 1. sæti D-riðils. Í raun er ómögulegt að spá fyrir um einvígi liðsins við Juventus. Arsenal Sæti í deild: 5. sæti Besti árangur í Meistaradeild: 2. sæti 2006 Arsenal hefur ekki haft heppnina með sér í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á undanförnum árum þar sem liðið hefur jafnan dregist gegn betri liðum. Nú mætir liðið hins vegar Monaco og hafa stuðningsmenn Arsenal fullt tilefni til bjartsýni. Liðið hefur unnið átta af síðustu níu leikjum sínum og virkar í fínu standi. Atletico Madrid Sæti í deild: 3. sæti Besti árangur í Meistaradeild: 2. sæti 2014 Atletico Madrid kom allra liða mest á óvart á síðustu leiktíð þegar liðið hampaði spænska meistaratitlinum og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liðið hefur verið á ágætu flugi í vetur þó að það hafi ekki náð sömu hæðum og í fyrra. Flestir búast við því að Atletico fari nokkuð örugglega áfram úr einvíginu og það ekki að ástæðulausu. Liðið er einfaldlega sterkara en Bayer Leverkusen. Þriðjudagur Miðvikudagur Miðvikudagur Þriðjudagur Frábærir Diego Godin fagnar marki sínu gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistara- deildarinnar í fyrra. Hvað gerir liðið gegn Bayer Leverkusen? Illviðráðanlegur Lionel Messi sýnir hér listir sínar í leik gegn Manchester City í 16 liða úrslitum keppninnar í fyrra. Barcelona vann einvígið örugglega. Hvað gerist núna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.