Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Qupperneq 28
28 Lífsstíll Vikublað 24.–26. febrúar 2015 Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com Ale hafraklattar Hollir og góðir klattar sem innihalda hvorki hvítan sykur né hveiti Innihald Ale hafraklatta n 250 gr bananar (þeir sem eru með ofnæmi fyrir banana geta notað epli) n 1 heilt egg n 1 hvíta n 130 g hafrar n 70 g rúsínur eða döðlur (sjálf nota ég rúsínur) n 1 msk. gróft kókosmjöl n Hreinn kanill eftir smekk Aðferð Ég byrja á því að stappa niður ban- anana með sama tóli og er notað til þess að stappa kartöflur í kart- öflumús. Þannig næ ég að mauka þá vel. Því næst bæti ég egginu og hvítunni við maukið og þeyti mjög vel saman með gaffli, ég er ekk- ert að flækja þetta neitt, gaffallinn veitir meiri ást í baksturinn. Eft- ir að hafa þeytt baunamaukið og eggin vel saman með gafflinum er næsta skref að bæta við höfrunum. Þeim blanda ég hægt og rólega saman við deigið. Eftir það bæti ég svo við rúsínum og kókos. Það er gott að dreifa því vel út í allt deg- ið svo rúsínurnar endi ekki bara á einum stað. Punkturinn yfir i-ið er svo kanillinn, það er hann sem gef- ur gott bragð og finnst mér sjálfri einstaklega gott að hafa hann í mjög miklu magni. Ég leyfi þessu að standa í stutta stund ofan í skálinni áður en ég set þetta í ofninn. Deigið set ég svo í eld- fast mót með bökunarpappír undir, til þess að koma í veg fyrir að þetta festist við mótið. Þetta baka ég á blæstri með hita uppi og niðri við 180° gráður í u.þ.b. 15–20 mínútur eða þangað til deigið er orðið nokkuð fast í sér og smá „krispí“ á hliðunum. Mjög góð regla er að baka þá ekki of lengi, því þá verða þeir of þurrir. Geymsla Eftir að ég tek þá úr ofninum læt ég þá standa í smá stund og kólna áður en ég skipti þessu svo niður í fjóra jafna bita. Ég baka jafnan nokkrar svona uppskrift- ir í einu, um 3–4 á sunnudegi þegar ég er í undirbúningsskapi og set í poka til að eiga fyrir vik- una. Ég set yfirleitt nokkra í kæl- inn, en restinni kem ég fyrir í frystinum. Það er virkilega hent- ugt að geta tekið þá út kvöldið áður svo þeir þiðni og eiga fyrir næsta dag. Þegar mig langar til að gera vel við mig bæti ég smá dökku súkkulaði út í uppskriftina og aukalega af kókos. Kókosinn bráðnar inn í deigið og gerir þetta enn meira djúsí og sætara. Að lokum er bara að njóta! É g veit fátt betra en að borða góðan mat og ég er einstaklega skotin í að gera hann hollan og góðan. Enn skemmtilegra finnst mér að deila slíkum un- aði með öðrum þegar ég „gúrma“ fram girnilegar uppskriftir. Þessi uppskrift sem mig langar að deila með ykkur núna hefur svo sannar- lega slegið í gegn hjá þeim sem eru í þjálfun hjá okkur og fylgjast með blogginu mínu. Ég get ekki annað en brosað þegar ég sé „Ale hafraklattar“ í yfirferð matardagbóka í vinnunni. Eitt sem mig langar að benda á er að þó svo að vara beri nafnið hafraklatti, þá þýðir það ekki að sú vara sé holl. Mikið af þeim klöttum sem fást í matvöruverslunum inni- heldur töluvert magn af hitaein- ingum sem og hvítan sykur. Sum- ir þeirra geta innihaldið rúmar 500 kaloríur sem er talsvert mikið magn fyrir svo litla fyllingu í magann. Ég, sem hafraklattaáhugamað- ur og bökunaróð í þokkabót, sá mér ekki annað fært en að taka málin í mínar eigin hendur. Þar af leiðandi útbjó ég mína eigin uppskrift, sem er talsvert betri kostur og hægt að nýta sem millimál eða máltíð fyrir æfingu hvenær sem er dagsins. Einn slíkur klatti inniheldur um það bil 270 hitaeiningar. Við ráð- leggjum þeim konum sem eru í þjálf- un hjá okkur að miða við að hvert millimál sé á bilinu 200–300 hitaein- ingar. Það góða við klattana er að þeir innihalda hvorki hvítan sykur né hveiti. n Minn uppáhaldsdagur fyrir undirbúning er án efa sunnudagur en þá er helgin að enda og ný vika að hefjast. Mér finnst svo ótrúlega gott að byrja hverja viku vel og leggja drög að því sem koma skal. Mér leiðist þessar tilvitnanir sem birtast oft á samskiptamiðlum eftir helgina og tal um mánudaga sem leiðin- legan dag, mánudagar eru frábærir! n Ég hef ávallt einn ákveðinn dag sem ég fer í búðina og kaupi inn fyrir vikuna. Áður en ég fer hef ég skrifað niður allt sem mig vantar og kem því vel undirbúin í hvern verslunarleiðangur. n Tvisvar í viku elda ég kjúklingabringur á heilsugrillinu mínu eða í eldföstu móti í ofninum. Þeim skelli ég svo í loftþétt nestisbox sem ég keypti í IKEA og á inni í ísskáp til að grípa í þegar ég kem heim á kvöldin. n Ég á svo alltaf nóg til af hollu meðlæti til þess að matreiða auðveldar en samt sem áður hollar og góðar máltíðir. Eins og t.d. hrísgrjón, vefjur, salsasósu, grænmeti, jógúrtsósu, speltpasta, tómatmauk, sólþurrkaða tómata og egg. n Ég baka mjög oft hafraklattana mína á sunnudögum og á til í frysti yfir vikuna. n Á kvöldin finnst mér gott að setja allt sem ég þarf í tösku fyrir æfingu og vinnuna. Þannig þarf ég ekki að eyða tíma í að tína það til þegar ég vakna fersk fyrir morgun- æfingu klukkan 5.20. n Ein bestu kaup sem ég hef gert er kælitaskan mín, hún minnir mig helst á þegar maður nestaði sig á grunnskólaár- unum. Í töskuna set ég það sem ég ætla að borða yfir daginn í vinnunni. Þannig spara ég talsverðan pening sem myndi fara í óþarfa matarkaup, ásamt því að ég hef alltaf eitthvað hollt til að grípa í. n Ef ég borða ekki nógu vel og reglulega yfir daginn verð ég oft eins og hungraður úlfur á kvöldin sem gæti borðað allan heiminn. Þess vegna passa ég mig alltaf að vera meðvituð um að borða reglulega og hlusta á líkamann. Vonandi nýtast þessar ábendingar ein- hverjum til góðs. Ég bendi einnig á að fleiri hollar og einfaldar uppskriftir er hægt að finna í mataralbúmi sem ég held úti á „likesíðunni“ minni - facebook.com/betriale Undirbúningur Stuðlaðu að árangri með skipulagi Nokkrir góðir punktar til að hafa bak við eyrað Jákvætt hugarfar n Þú getur ekki lifað jákvæðu lífi með neikvæðu hugarfari.Þess vegna er mjög mikilvægt að temja sér jákvætt hugarfar, þannig ert þú komin hálfa leið að settu marki. Hugarfarið n Hugurinn þarf að vera á réttum stað til þess að þú náir árangri. Það eru ekki einungis líkamleg átök að koma sér í form, þar leikur hugurinn einnig stórt hlutverk. n Mundu að gera þetta fyrir ÞIG n Þú þarft að sækjast eftir þessum árangri fyrir þig og engan annan. Hlustaðu á þjálfarann n Það er ástæða fyrir að þú valdir þennan þjálfara og því skaltu hlusta á hans ráð og treysta. Síðast en ekki síst n Hafðu gaman af því sem þú ert að gera, það að mæta í ræktina á ekki að vera kvöð. Minn uppáhalds tími yfir daginn er að mæta á æfingu og taka vel á því. Þannig næri ég bæði líkama og sál. Skipulag í kringum mataræði og æfingar „Fail to prepare, prepare to fail“ – Benjamin Franklin Það er mjög mikið til í þessari tilvitnun. Ég bæði þekki það af eigin raun og sé hve mikilvægt gott skipulag er fyrir þær sem ætla sér að ná árangri hjá okkur í þjálfuninni. Leiðin að betri árangri verður svo mikið greiðari með góðu skipulagi. Þá ekki einungis til að halda góðu mataræði, heldur einnig til að mæta á æfingar. Ég sjálf er mjög öguð týpa, enda er það einn af þeim eiginleikum sem hafa komið mér hvað lengst í gegnum minn árangur í bland við metnað og jákvæðni. Ég elska góða rútínu og að undirbúa mig fyrir næstu daga. Þrátt fyrir að það kosti auka vinnu þann daginn, þá skilar það sér alltaf seinna meir. Þetta snýst allt um að temja sér betri venjur og aðlagast aðstæðum. Þegar skipulagið er ekki til staðar er svo auðvelt að fara út af sporinu og jafnvel breytast í lítið skrímsli sem getur borðað það sem hendi er næst, oftar en ekki eitthvað sætt og óhollt. Þess vegna er gott að vera ávallt vel undirbúin fyrir daginn og taka með sér nesti í vinnuna eða skólann þegar þess er þörf. Það eru nokkrir hlutir sem ég geri til þess vera skipulögð og auðvelda sjálfri mér lífið. Girnilegir Hafraklattarnir innihalda hvorki hveiti né hvítan sykur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.