Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Qupperneq 29
Vikublað 24.–26. febrúar 2015 Lífsstíll 29
S
ítrónur eru stútfullar af C-
vítamíni sem er akkúrat
það sem við gætum ver-
ið að fara á mis við svona
á miðjum vetri þegar kvef-
pestirnar hrjá okkur sem mest. Ein
sítróna uppfyllir dagsþörf okkar af
C-vítamíni, auk þess að vera vatns-
losandi og bólgueyðandi. Þá er um
að gera að skella nokkrum mat-
skeiðum af nýkreistum sítrónusafa
út í glas með volgu vatni og fá sér í
morgunsárið.
Örvar meltingu
Sagt er að sítrónusafinn hjálpi lík-
amanum að losna við óæskileg
aukaefni og örvi þarma og meltingu.
Eins furðulega og það hljómar þá
hefur súr sítrónusafinn einmitt öfug
áhrif á sýrustigið í líkamanum. Lík-
aminn verður basískari, pH-gildið
hækkar og líkaminn er þá talinn
geta betur barist gegn kvefpestun-
um sem virðast hrjá annan hvern
mann þessa dagana.
Notum börkinn líka
Börkurinn utan af sítrónu er svo
ekki síðri. Hér er fínrifinn börkur
notaður til að krydda kjötbollurnar.
Ótrúlega frísklegt og gott, yndislegt
að fá smá Miðjarðarhafsstemningu
á heimilið í febrúar. n
Leggðu rækt við þig
og lifðu góðu lífi!
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Við höfum um áraraðir boðið konum á öllum aldri fjölbreytta, heilsueflandi líkamsrækt og leggjum
metnað í að veita vandaða og örugga þjálfun sem byggir upp og viðheldur líkamshreysti.
Æfingakerfi okkar miðast við að skapa vellíðan og leggja þannig grunn að auknum lífsgæðum.
E
F
LI
R
a
lm
an
na
te
ng
s l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
sk
h
ön
nu
n
Staðurinn - Ræktin
1-2-3. NÝTT ÞJÁLFUNARKERFI JSB:
Mikið úrval af opnum tímum frá morgni til kvölds.
Blönduð æfingatækni þar sem rík áhersla er lögð á rétta
líkamsbeitingu.
Bjóðum sérsniðin kort fyrir þínar þarfir
• Hvað má bjóða þér marga mánuði?
• Staðgreiðslu eða áskrift?
• Kynntu þér málið á jsb.is.
LOKAÐIR TÍMAR:
Námskeið. Einstaklingsmiðaðri tímar og meira aðhald.
Frjáls mæting í opna tíma og tækjasal.
TT- Frá toppi til táar • TT3-Taktu þér tak (16 - 25 ára)
FIT FORM (50 - 60+) • MÓTUN • YOGA
STUTT OG STRANGT • FJÖLÞJÁLFUN
Sjá nánari upplýsingar á jsb.is
Innritun stendur yfir á öll námskeið
Þú getur strax byrjað að æfa
Finndu þinn tíma:
Sítrónuangandi kjötbollur
með sérrírjómasósu
Í eldamennsku er alltaf gott að nota lífrænt
ræktaðar sítrónur. Venjulegar sítrónur þarf
að skola og skrúbba vandlega upp úr volgu
vatni til að ná vaxáferðinni af berkinum.
Þessi réttur er tilvalinn fyrir stærri
matarboð því það er auðvelt að
stækka uppskriftina og undirbúa
eldamennskuna að miklu leyti fyrirfram.
Móta kjötbollurnar og geyma í kæli,
undirbúa hvítlaukssveppina og rífa niður
parmesanostinn.
Bollur
n 800 g svínahakk
n 1 laukur, saxaður
n steinselja, handfylli, söxuð
n börkur af einni sítrónu, fínrifinn
n salt og pipar
Kveikið á ofni: 200 gráður.
Auðveldast er að skella hakkinu, saxaða
lauknum, rifnum sítrónuberkinum,
nokkrum góðum snúningum af
nýmuldum pipar, salti og steinseljunni í
matvinnsluvél og láta hana í gang þar til
allt er vandlega blandað saman.
Mótið um 20 kjötbollur á
stærð við golfkúlur og setjið á
bökunarpappírsklædda ofnskúffu.
Best er að rúlla í höndum því þá verða
bollurnar jafnari í áferð og stærð.
Smellið þeim inn í ofn, þær ættu að vera
tilbúnar eftir 25 mínútur. Á meðan eru
hvítlaukssveppirnir undirbúnir.
Hvítlaukssveppir
n 1–2 pakkar sveppir, snyrtir
og stöngullinn tekin af
n 2 hvítlauksgeirar, skornir í
þunnar sneiðar
n 2 msk. olía
n salt og pipar
Sveppahöttunum er raðað á eldfast
fat. Hvítlaukssneiðunum dreift yfir,
olíunni einnig og salti og pipar stráð yfir
herlegheitin. Sett inn í ofninn á grind fyrir
neðan kjötbollurnar þegar um 15 mínútur
eru í að bollurnar verði tilbúnar.
Sérrírjómasósa
n 1 dl sérrí
n 2,5 dl sýrður rjómi
Þegar allt í ofninum er tilbúið er það
tekið út, panna hituð og sveppunum
ásamt vökva hellt í pönnuna. Sérrí og
sýrðum rjóma bætt við og leyft að malla
við lágan hita í nokkrar mínútur. Vökva
af kjötbollunum má nota út í sósuna.
Bragðbætið með salti og pipar.
Pestóparmesanspagettí
n 500 g spagettí
n 4 msk. pestó að eigin vali
n tvær vænar lúkur af nýrifnum
parmesanosti
Spagettí soðið samkvæmt leið
beiningum. Vatni hellt af og pestó og
parmesanosti hrært saman við.
Framreiðslan fer svo eftir smekk. Hægt
er að færa kjötbollurnar yfir í rjómasósuna,
strá saxaðri steinselju yfir og bera
fram með spagettíinu. Það
er líka fallegt að setja
kjötbollurnar á fat og
hvítlauksrjómasósuna
til hliðar.
Girnilegt Stútfullt af
prótíni og vítamínum.
Sælkerahorn Beggu
Bergljót Halldórsdóttir Ritstjóri
Sælkerapressunnar pressan.is/
saelkerapressan. MyNdir SiGtryGGur Ari
„Ein sítróna upp-
fyllir dagsþörf
okkar af C-vítamíni.
Öðruvísi sítrónukjötbollur