Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Qupperneq 2
Vikublað 3.–5. mars 20152 Fréttir Íslenskir skartgripir Úra og skartgripaverslun Heide Glæsibæ Tilvalin fermingargjöf Við erum líka á Facebook E ngin áform hafa verið lögð fram um að lækka gjaldskrár Orkuveitu Reykjavíkur fyr- ir heitt vatn, rafmagn, kalt vatn eða fráveitu eftir stór- fellda hækkun árin 2010 og 2011. Þá neyddist OR til þess að grípa til víð- tækra ráðstafana til þess að bjarga fyrirtækinu frá greiðsluþroti. Skuldir, aðallega í erlendum gjaldmiðlum, höfðu hækkað og urðu mestar um 233 milljarðar króna. Staðan hefur batnað umtalsvert frá hruni og nema skuldir OR nú um 175 milljörðum króna. Neyðaraðgerðir Til þess að bregðast við vanda OR var samin aðgerðaáætlun sem rennur sitt skeið á næsta ári. Hún fólst með- al annars í miklum gjaldskrárhækk- unum, frestun fjárfestinga, lækkun rekstrarkostnaðar og eignasölu. Eigendur OR lögðu inn í þessa áætl- un 12 milljarða króna víkjandi lán til þess að verja OR frekari áföllum. Ráðgert var að á gildistíma áætl- unarinnar til ársins 2016 skili gjald- skrárhækkanir einar og sér liðlega 8 milljörðum króna. Þannig var frá- veitugjald hækkað um 45 prósent í einu lagi árið 2011 og heitt vatn um 8 prósent. Árið áður hafði rafmagns- verð til neytenda hækkað um 11 pró- sent, verð á heitu vatni um 35 pró- sent og dreifing á rafmagni, sem verðlögð er sérstaklega, hækkaði um 40 prósent. Í ágúst 2010 sagði í tilkynningu frá OR að fjögurra manna fjölskylda í 130 fermetra íbúð í fjölbýli mætti búast við um 2.400 króna hækkun útgjalda á mánaðarlegum orkuút- gjöldum. Það nemur um 29 þúsund krónum á ári. Svört skýrsla Gjaldskrárhækkanirnar og önnur viðleitni OR til að auka tekjur kom í kjölfar úttektar, meðal annars rýni- hóps, sem birti æði svarta skýrslu í febrúar 2011. Þar var meðal annars vakin athygli á nauðsyn þess að hækka gjaldskrár verulega og um- fram áætlanir til að mæta áföll- um vegna hrunsins og gengisfalls krónunnar. Í skýrslunni kom með- al annars fram að nánast allar fjár- festingar OR frá 2007 til ársloka 2008 hefðu tapast, að lágmarki 30 millj- arðar króna á verðlagi ársins 2007. Á það var bent af rýnihópnum að æði róttækar aðgerðir árið 2010 til að bæta stöðu OR, meðal annars með gjaldskrárhækkunum hefðu bætt stöðuna umtalsvert. „Nú liggur fyrir fagleg úttekt sem staðfestir að þessar aðgerðir nægja alls ekki til að tryggja rekstrarhæfni OR og aðgengi að nauðsynlegu fjármagni vegna fjárfestinga og endurfjármögnun- ar lána til næstu ára. Mikið vantar á að OR komist í svokallaðan fjár- festingarflokk samkvæmt kenni- tölum Moody's. Það er því að mati rýnihópsins brýn þörf á að finna nýj- ar leiðir til að treysta fjárhagsstöðu fyrir tækisins,“ segir í lok skýrslu rýni- hópsins í febrúar 2011. Á það er að líta að gjaldskrá OR hafði ekki fylgt verðlagi síðasta ára- tuginn og fram til ársins 2010. Orku- reikningar heimilanna höfðu því lækkað í samanburði við margvísleg önnur útgjöld heimilanna. Hækkun- in 2010 og 2011 var því afar brött og þungbær fyrir heimilin. Í ársskýrslu OR 2012 er gjaldskrár- hækkunin nefnd leiðrétting. Hún hafi átt að auka tekjur á tímabilinu 2011 til 2012 um nær 2,7 milljarða króna. „Það náðist og 654,3 milljón- um króna betur.“ Reyndin varð sú eftir gjaldskrárhækkanirnar að árið 2012 voru þær um 42 prósentum yfir áætlun og heilum 78 prósentum yfir áætlun árið 2013. Ekki ljóst hvað verður eftir 2016 Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafull- trúi OR, segir að stóru skrefin hafi „Engri lækkun vErið lofað“ n Stórfelld gjaldskrárhækkun OR eftir hrun stendur enn n Björgunaraðgerðum OR lýkur 2016 Jóhann Hauksson johannh@dv.is „… gjaldskrárhækk- anirnar árið 2012 voru um 42 prósentum yfir áætlun og heilum 78 prósentum yfir áætlun árið 2013. Engar ákvarðanir Eiríkur Hjálmarsson segir ekki ljóst hvað við tekur árið 2016 eftir að aðgerðaáætlun til bjargar OR lýkur, verið sé að móta stefnuna. Íslenskur kennari fer á flug á netinu Tilraun hjá kennara til að sýna fram á hættur netsins M ynd sem Rakel Tanja Bjarnadóttir, sem kennir áfanga um lýðræði og mannréttindi fyrir fimmta bekk í Álftanesskóla, lét taka af sér og sendi vinum á Snapchat hef- ur verið deilt meira en tvö þúsund sinnum. Myndina sendi Rakel til að sýna nemendum sínum, með óhefðbundinni aðferð, að það verð- ur að fara varlega þegar kemur að því að senda myndir og skilaboð á netinu. Bjuggu þau til spjald með skilaboðunum: „Þetta er private Snapchat mynd. Nemendur mínir í lýðræði og mannréttindi í fimmta bekk halda að myndin fari bara á Snapchat. Mig langar að sjá hversu langt hún fer á viku.“ Nemendur Rakelar tóku mynd af henni með spjaldið og hún sendi svo um 15 vinum sínum myndina á Snapchat. Hún spurði svo nem- endur sína hversu langt þeir héldu að myndin færi. „Krakkarnir héldu að myndin færi ekki neitt þar sem ég sendi þetta sem einkaskila- boð. Ég gerði sjálf ráð fyrir að einhver myndi taka skjáskot af myndinni og hún fengi svona mesta lagi 17 Facebook-deilingar.“ Rakel segist varla trúa viðbrögðun- um. „Þetta er hálf- gerð klikkun. Ég er í smá sjokki en vissi að hún gæti far- ið langt en kannski ekki svona langt. Ég veit af deilingu frá Kanada, Texas og víða í Evrópu. Ég hef enga stjórn á þessu. Það sem er líka klikk- að er að þetta eru bara deilingar en ég veit ekkert hversu margir hafa séð myndina og eru þeir örugg- lega miklu fleiri. Til- ganginum er náð nú þegar enda deilingar löngu komnar yfir það sem ég reiknaði með. Þetta kennir okkur að passa hvað maður set- ur á netið. Sama hvort það er mynd eða texti. Það sem er „private“ er ekkert endilega „private“. n johannskuli@dv.is Rakel Tanja Þetta er myndin sem Rakel sendi nokkrum vinum sínum á Snapchat. Lögregla kvödd til vegna titrara Lögreglan á Suðurnesjum var ný- verið kvödd að einum landgangi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna tösku sem verið var að ferma um borð í flugvél á leið til London. Þetta kemur fram í dagbók lög- reglunnar. „Þótti taskan sú arna láta heldur grunsamlega því hún var öll á iði. Lögreglumenn höfðu uppi á eiganda hennar, erlendri konu, og veitti hún leyfi til þess að taskan yrði opnuð. Gaf þá að líta tæki sem konur hafa stund- um við höndina sér til yndisauka, svokallaðan titrara, sem hrokkið hafði í gang. Var slökkt á tækinu og taskan sett um borð að því búnu,“ segir í dagbók lögreglu. Þar segir að atvik af svipuðu tagi eigi sér alltaf öðru hvoru stað á Keflavíkurflugvelli og er flugfar- þegum bent á að ganga þannig frá rafmagnstækjum, svo sem rakvél- um, tannburstum og öðru slíku, að þau geti ekki hrokkið í gang við minnsta núning eða högg. Innkalla Energy For You Vörur sem framleiddar eru fyrirtækinu Energy For You, á Íslandi, hafa verið innkallað- ar af Heilbrigðis- eftirliti Reykja- víkur. Vörurnar heita Nanoclust- ered Water og Wayback Water. Komið hefur í ljós að vörurnar voru framleiddar án starfsleyfis og við aðstæður sem samræmast ekki lögum um matvæli. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa vörurnar verið til sölu í tveimur verslunum, Heilsu- torgi Blómavals og í Lyfsalanum Glæsibæ. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur kveðst ekki geta fullyrt að varan sé örugg til neyslu. Þeir sem hafa keypt um- ræddar vörur eru beðnir um að neyta þeirra ekki. Er fólk hvatt til að henda þeim eða skila til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.