Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Síða 6
6 Fréttir Vikublað 3.–5. mars 2015
Aðalfundur Íslandsdeildar
Amnesty International
laugardaginn 7. mars 2014, kl. 12:00 í húsnæði
deildarinnar, Þingholtsstræti 27, 101 Rvk., 3. hæð.
Dagskrá:
• Dr. Anja Bienert frá Amnesty International í
Hollandi heldur erindi um starf deildarinnar
er lýtur að mannréttindum og löggæslu.
Heimsókn dr. Önju er liður í herferð Amnesty
International Stöðvum pyndingar.
Erindið fer fram á ensku.
• Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum
deildarinnar ásamt lagabreytingatillögum.
n Helgi í Góu á grænni grein n Fékk 50 milljónir í arð og 11 milljónir í laun í KFC
Í
slendingar keyptu sér djúp-
steikta kjúklingabita og meðlæti
á KFC fyrir rúmlega 2,2 millj-
arða króna árið 2013. Félagið
KFC ehf. rekur átta veitingastaði
á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi
og í Keflavík en Helgi Vilhjálms-
son, kenndur við sælgætisgerðina
Góu, er eini eigandi og fram-
kvæmdastjóri félagsins. Samkvæmt
síðasta ársreikningi KFC ehf., fyrir
árið 2013, nam árshagnaður félags-
ins 41 milljón króna.
Helgi hagnast
KFC ehf. er sérleyfishafi hér á landi
fyrir alþjóðlegu veitingahúsakeðj-
una KFC sem selur ýmsar tegund-
ir af djúpsteiktum kjúklingi ásamt
frönskum kartöflum og öðru með-
læti. Samkvæmt ársreikningnum
sem samþykktur var af stjórn fé-
lagsins í lok ágúst í fyrra, er lagt
til að greiddar verði 50 milljón-
ir króna í arð til hluthafans, Helga
Vilhjálmssonar. Arðgreiðslan er því
níu milljónum hærri en sem nemur
hagnaði KFC á árinu.
Helgi virðist persónulega hagn-
ast vel á KFC-veldinu vinsæla því
auk 50 milljóna króna arðgreiðsl-
unnar námu árslaun hans sem
framkvæmdastjóri 11 milljónum
króna. Eru þá ekki talin með önnur
arðbær viðskiptaævintýri athafna-
mannsins sem auk Góu og KFC,
rekur veitingakeðjur Taco Bell og
Pizza Hut.
Milljarðasala
Þegar ársreikningurinn er skoð-
aður er ljóst að Íslendingar eru
greinilega sólgnir í KFC-skyndi-
bita því vörusala, sem þá er sala á
kjúklingamáltíðum, veitingum og
öðru tilheyrandi á KFC, nam rúm-
lega 2,2 milljörðum króna sam-
kvæmt upplýsingum um rekstrar-
tekjur. Kjúklingur er hins vegar
ekki ódýr og kemur fram í yfirliti
yfir rekstrargjöld að kostnaðar-
verð seldrar vöru hafi numið rúm-
lega milljarði. Stöðugildi hjá KFC
ehf., miðað við heilsársstörf, voru
160 á árinu en laun og launatengd
gjöld félagsins námu rúmum 632
milljónum króna. Til viðbótar kem-
ur annar rekstrarkostnaður upp á
rúmlega 445 milljónir og fleira sem
þýðir að KFC kemur út með rekstr-
arhagnað upp á 64 milljónir. Þegar
allt er tekið til stendur KFC ehf. eftir
með hagnað upp á 41 milljón fyrir
árið 2013 sem er reyndar veruleg-
ur samdráttur frá árinu áður þegar
hann nam tæpum 93 milljónum.
Það ár var 55 milljóna króna arður
greiddur til Helga.
Sjö borgara á hvert mannsbarn
Til að setja upphæð vörusölu KFC
upp á 2,2 milljarða króna í sam-
hengi má til gamans setja upp
dæmi. Það sambærilegt því að Ís-
lendingar hafi árið 2013 keypt sér
ríflega 2,3 milljónir KFC Original-
kjúklingaborgara á 939 krónur
stykkið. Það jafngildir því að hvert
mannsbarn á Íslandi hafi keypt sér
sjö slíka borgara það árið.
DV hefur áður fjallað um ágæta
stöðu KFC á Íslandi. Árið 2011 var
fjallað um ársreikninga félagsins
fyrir árið 2008 og 2009 þar sem kom
fram að tekjur af aðalstarfsemi, þ.e.
sölu kjúklingabita og tilheyrandi,
hafi numið samtals 3,3 milljörðum
króna á þessum tveimur rekstrar-
árum. Þá kom fram að hagnaður
KFC ehf. hafi numið 113 milljónum
króna árið 2009 en 80 milljónum
hrunárið 2008.
DV fjallaði nýverið um baráttu
Helga fyrir því að fá að reisa þriggja
hæða, 20 íbúða fjölbýlishús á lóð
við Tjarnarvelli í Hafnarfirði fyrir
starfsfólk sitt og ungt fólk sem er
að byrja lífið. Bæjaryfirvöldum í
Hafnarfirði hugnast hins vegar ekki
að fjölbýlishúsið rísi þar.
Við erum á góðu róli
„Þeir smakka þetta annað slagið,“
segir Helgi kíminn aðspurður um
þessa miklu sölu KFC á Íslandi.
„Þetta er allt á góðu róli hjá okk-
ur og þetta hefur gengið mjög
skemmtilega. Við höldum áfram að
rembast.“ En eins og tölurnar sýna
þá er ekki ódýrt að reka veitinga-
húsakeðju sem þessa og þrátt fyrir
mikla veltu er afraksturinn kannski
ekki jafn svimandi hár og margur
myndi ætla.
„Það er ekkert ódýrt, hvorki fast-
eignagjöldin eða annað. Hvað er
ódýrt í kringum þetta? Mér sýnist rík-
ið ná þessu öllu á endanum – þannig
lagað séð. Verkin eiginlega segja sig
sjálf, hvað við höfum verið að gera
– að ná góðum árangri með lúxus-
matstað sem er í raun skyndibita-
staður. Og réttum megin við núllið,
maður kann ekkert annað sem betur
fer. Maður var svo heppinn að pabbi
átti ekki neitt. Það getur verið slæmt
þegar þeir og tengdapabbarnir eiga
eitthvað því þá er hægt að biðja þá
um að skrifa upp á eitthvað.“
Helgi segir aðspurður um sam-
drátt í hagnaði milli ára að félagið
hafi gert vel að skila góðu búi í mikl-
um sviptingum. „Bæði maður sjálf-
ur og okkar starfsmenn vilja auðvit-
að gera betur. En við erum búin að
fara í gegnum rosalegar sviptingar,
100% gengisfellingu og mikla hækk-
un á fasteignagjöldum og svo kemur
lokaspretturinn núna; nýjar kaup-
hækkanir. Við ætlum bara að halda
áfram sem þjóðfélag í þessari löngu-
vitleysu að hækka launin og hækka
lánin. Við virðumst ekki kunna neitt
annað.“ n
Íslendingar keyptu á KFC
fyrir 2,2 milljarða króna
Sjö á mann Vörusala KFC nam 2,2
milljörðum króna árið 2013. Það er á við 2,3
milljónir stakra kjúklingaborgara en sá fjöldi
jafngildir því að hvert mannsbarn á Íslandi
hafi keypt sér sjö stykki. Mynd ÁSgeir M. einarSSon
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Helgi í góu-m málum Helgi Vilhjálmsson er eini hluthafinn og
framkvæmdastjóri KFC ehf. samkvæmt síðasta ársreikningi. Hann
fékk 50 milljóna króna arð og 11 milljónir í laun meðan félagið sjálft
skilaði ágætis, 41 milljónar króna hagnaði. Mynd róbert reyniSSon
„Þetta er allt á
góðu róli hjá okk-
ur og þetta hefur gengið
mjög skemmtilega.
Sektaður
fyrir vörslu
kannabis
Lögreglan á Suðurnesjum hefur
á síðustu dögum haft afskipti af
nokkrum einstaklingum vegna
fíkniefnamála. Í húsleit sem gerð
var á heimili eins þeirra fundust
e-töflur, kannabisefni, amfetamín
og sterar. Sjálfur var maðurinn
með tvær pakkningar af kanna-
bisefnum í nærfatnaði sínum.
Þetta kemur fram í dagbók lög-
reglu. Á öðrum stað fannst lítil-
ræði af fíkniefnum við húsleit.
Þriðji maðurinn var að koma
með flugi frá Amsterdam þegar
tollverðir fundu kannabisefni í
fórum hans og gerðu lögreglu
viðvart. Reyndist vera um nokkur
grömm að ræða og þurfti ferða-
langurinn að greiða 54 þúsund
krónur í sekt.
Umboðsmaður
aldraðra
Þingsályktunartillaga um að
embætti umboðsmanns aldraðra
verði komið á fót verður lagt fram
á Alþingi í dag. Karl Garðarsson,
þingmaður Framsóknarflokks-
ins, er fyrsti flutningsmaður til-
lögunnar.
Samkvæmt tillögunni er emb-
ættinu ætlað að vera málsvari sí-
stækkandi hóps aldraðra í þjóðfé-
laginu, að leiðbeina þeim um rétt
sinn og vinna að almennri kynn-
ingu á málefnum sem tengjast
öldruðum. Gert er ráð fyrir að 67
ára og eldri fjölgi um 26 þúsund
á næstu 15 árum eða um 71%. Að
sama skapi er gert ráð fyrir að 80
ára og eldri fjölgi um 6.600 eða
55% á sama tíma.