Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 8
Vikublað 3.–5. mars 20158 Fréttir
ÚRVAL
FÆÐUBÓTAREFNA
Glæsibæ & Holtagörðum
Netverslun: www.sportlif.is
Sterkustu
brennslu-
töflur í
Evrópu
ReiðaRslag ef allt
feR á veRsta veg
Helmingslíkur eru á því að helmingur fiskveiðikvótans í Hólmavík verði seldur úr bænum
H
elmingslíkur eru á því að um
helmingur fiskveiðikvótans
á Hólmavík verði seldur úr
bænum. Útgerðarmaðurinn
Ingvar Þór Pétursson á kvót-
ann og hefur auglýst útgerðarfyrir-
tækið sitt Hlökk ehf. til sölu. Það gerir
út tvo báta, Hlökk ST-66 og Herja ST-
66, sem eru 15 og 8 brúttótonn.
Kvótinn nemur um 170 tonnum og
hleypur markaðsverð hans á hund-
ruðum milljóna króna.
Ætla að berjast fyrir kvótanum
„Ef allt fer á versta veg er þetta reiðar-
slag,“ segir Andrea Kristín Jónsdóttir,
sveitarstjóri á Hólmavík. „Málið er í
biðstöðu eins og er en þetta er útgerð
sem er á sölu. Það eru allir að reyna
að finna út hvernig hægt er að bregð-
ast við þannig að lífið haldi áfram
eðlilega hérna hjá okkur. Það er frá-
bært fólk sem býr hérna og gríðarleg-
ur kraftur í því. Við þurfum að finna
leiðir til að halda áfram,“ segir Andrea
Kristín, sem berst nú fyrir því í sam-
starfi við aðra að halda kvótanum í
bænum. „Við erum að kanna málin
og erum með aðila að vinna í þessu
fyrir okkur. Það gefur auga leið að ef
helmingur aflaheimilda fer úr sveitar-
félaginu þá er það mjög slæmt mál.
Við höfum fulla trú á að þetta haldi
áfram hjá okkur en þess eru dæmi
frá sjávar byggðum úti um allt land
að þegar svona hefur komið upp, þá
er þetta aldrei góð staða,“ segir Andr-
ea Kristín.
Helmingslíkur
Hún segir helmingslíkur á því að
kvótinn hverfi úr bænum. „Þetta er
mjög flott útgerð en meðan fyrirtæk-
ið er á sölu og á meðan það er ekki
búið að tryggja að það sé hérna áfram
er hættan til staðar,“ segir sveitar-
stjórinn. „En við erum bjartsýn, það
þýðir ekkert annað en eignarhaldið
á aflaheimildum er svona. Það er
hægt að selja það úr bæjarfélögum
og sveitarfélögum eins og lögin gera
ráð fyrir. Þess vegna er þessi staða
alltaf uppi. Segjum svo að fólk ætli að
hætta í útgerð, sé komið á aldur eða
þess háttar. Þá er þetta alltaf hætt-
an. Stærri útgerðarfélög leita mjög í
að kaupa lítil útgerðarfélög til að ná í
aflaheimildir,“ bætir hún við.
Nærtækasta dæmið um að út-
gerð hverfi úr bæjarfélagi er þegar út-
gerðarfyrirtækið Vísir ákvað að flytja
alla fiskvinnsluna til Grindavíkur með
tilheyrandi óvissu fyrir starfsmenn
þess og annarra bæjarbúa. Ákveðið
var að leggja niður starfsstöðvar þess
í Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík.
Þrjú stöðugildi þegar farin
Andrea Kristín segir að ef kvótinn
hverfi úr Hólmavík muni það hafa
áhrif á allt bæjarfélagið og ekki bara
þá sem starfa hjá útgerðinni, en
starfsmenn hennar eru 10 til 15 tals-
ins. „Þetta er lítið sveitarfélag og fá-
mennt og svona lagað hefur alltaf
mikil áhrif,“ segir hún og bætir við
að það hafi einnig mikil áhrif þegar
minni fyrirtæki hætta eins og Arion
banki sem lokaði útibúi sínu í bæn-
um í haust. Tveir störfuðu þar, auk
þess sem bærinn missti eitt stöðu-
gildi þegar sýslumannsembætti voru
sameinuð og embættið flutt yfir á Pat-
reksfjörð. „Þar með er sýslumaðurinn
farinn héðan. Þetta er staða sem er
farin og það hefur ekki komið neinn
löglærður í staðinn,“ segir hún. „Það
munar um allt. Þegar menn eru að
tala um svona lítið sveitarfélag þá eru
þetta stórir bitar.“
Um 500 manns búa í Stranda-
byggð og þar af eru tæplega 400 í
Hólmavík.
Skortir veiðiheimildir fyrir ýsu
Hún segir sölu kvótans líklega eiga
rætur að rekja til þess að veiðiheimild-
ir skortir fyrir ýsu. „Það er rót vandans
bæði hér og víða annars staðar, sér-
staklega í smábátaútgerð. Aflaheim-
ildir hafa dregist stórlega saman.
Línuívilnun hefur verið minnkuð
og allt hefur þetta mjög íþyngjandi
áhrif á smábátaútgerðir,“ segir hún.
„Smábátaútgerð hefur gengið ljóm-
andi vel hjá okkur og þetta hefur ver-
ið lifibrauð okkar. Hér er allt vaðandi
í ýsu en þegar það eru ekki aflaheim-
ildir í ýsu er þetta mjög íþyngjandi.
Það er nánast ógerlegt að fá leigð-
ar aflaheimildir í ýsu vegna þess að
það er annars vegar mjög dýrt og hins
vegar eru heimildirnar af mjög skorn-
um skammti innan þessa kerfis sem
smábátaútgerðin getur sótt í.“
Ingvar Þór Pétursson útgerðar-
maður vildi ekkert tjá sig um málið
þegar DV hafði samband við hann. n
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
„Smábátaútgerð
hefur gengið ljóm-
andi vel hjá okkur og
þetta hefur verið lifibrauð
okkar.
Hólmavík
Hugsanlegt er
að helmingur
kvótans í bænum
verði seldur í
burtu.
Sveitarstjóri Andrea Kristín Jónsdóttir,
sveitarstjóri í Strandabyggð.
Björgólfur: „Allir
fokkuðu þessu
upp, líka ég“
Björgólfur Thor Björgólfsson snýr
aftur á lista Forbes yfir ríkasta fólk
í heimi. Hann er í 1.415 sæti og
þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2009
sem hann kemst inn á listann.
Eignir hans eru um 173 milljarðar
íslenskra króna eða 1,3 milljarðar
dollara. Hann er eini íslenski auð-
maðurinn á listanum.
Í umfjöllun Forbes segir um
Björgólf, sem raunar er kallaður
Thor Bjorgolfsson þar, að hann
snúi aftur eftir sex ár.
Hann hafi tapað stórum hluta
auðæfa sinna í bankakreppunni
og að hann hafi þurft að finna leið
til að greiða til baka yfir milljarð
dollara sem hann hafi persónu-
lega verið ábyrgur fyrir. Hann seg-
ist sjálfur hafa klúðrað hlutunum:
„Allir fokkuðu þessu upp, líka ég,“
segir hann við Forbes.
Það er Bill Gates sem er efstur
á listanum, eins og síðustu sextán
ár. Eignir hans nema 79,2 millj-
örðum dollara.
Pósturinn tapaði 43 milljónum
Forstjórinn Ingimundur Sigurpálsson segir afkomuna óviðunandi
R
íkisfyrirtækið Íslandspóstur
var rekið með 43 milljóna
króna tapi í fyrra samanborið
við 119 milljóna tap árið 2013.
Tekjur fyrirtækisins námu 7,3 millj-
örðum sem er aukning um 7,2 pró-
sent frá árinu áður en rekstrargjöld
jukust einnig en um 5,6 prósent.
„Afkoma Íslandspósts á árinu
2014 var óviðunandi en töluvert
vantar upp á að rekstur félagsins skili
þeim hagnaði sem arðsemisstefna
þess gerir ráð fyrir. Miðað er við að
rekstur Íslandspósts skili eigend-
um viðunandi arði sem miðar við að
hagnaður sé árlega um 10% af eigin
fé og enn fremur að auka verðmæti
fyrirtækisins með því að stuðla að
arðbærum vexti,“ segir Ingimundur
Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, í
afkomutilkynningu fyrirtækisins.
Ingimundur nefnir tvær megin-
ástæður fyrir „óviðunandi afkomu“
á árinu 2014; færri bréfasendingar og
kostnað dreifingarnets Póstsins.
„Áframhaldandi magnminnk-
un var á árituðum bréfum á árinu
en þeim hefur fækkað um 51% síðan
árið 2000. […] Á sama tíma og magn-
ið hefur minnkað hefur heimilum
og fyrirtækjum og þar með
póstlúgum fjölgað umtals-
vert. Þannig eykst kostnað-
ur við dreifingarnetið jafn-
hliða því sem hann dreifist
á færri bréf ef annað kæmi
ekki til, svo sem fjölg-
un pakkasendinga
og hagræðing í
rekstri,“ segir
Ingimundur.
Hann varar við
áframhaldandi
taprekstri fari svo
að bréfasendingum haldi áfram að
fækka.
„Tapið mun aukast ár frá ári og
rýra eigið fé félagsins ef ekki verður
gripið til nauðsynlegra aðgerða sem
háðar eru breytingum á lögum og
reglum um póstþjónustu."
DV greindi í síðasta mánuði frá því
að Íslandspóstur greiddi samtals
29,5 milljónir króna fyrir fimm
jeppa og einn fólksbíl sem for-
stjóri og framkvæmdastjórar
ríkisfyrirtækisins hafa til um-
ráða samkvæmt ráðningar-
samningum. Kostnaður við
rekstur bifreiðanna nam
alls 8,8 milljónum króna í
fyrra þegar fyrirtækið lagði
áfram áherslu á aðhald
í rekstri eftir 119 millj-
óna króna tap 2013. n
haraldur@dv.is
Pósturinn
Ingimundur
forstjóri segir tap
fyrirtækisins eiga
eftir að aukast.
Tók ekki við
10.000 kr. seðli
Helena Natalía Albertsdóttir sneri
tómhent frá verslun Hagkaupa í
Garðabæ um helgina. Ástæðan
var sú að afgreiðslumaður vildi
ekki taka 10 þúsund króna seðil
gildan. Mbl.is greinir frá þessu
og ræðir við Helenu. „Ég var að
kaupa í mat inn og ætlaði að borga
þegar kassastrák ur inn spurði mig
hvort þetta væri eitt hvert djók,“
hefur mbl.is eftir Helenu. „Hann
sagði að þetta væri ekki lög gild ur
gjald miðill og ég geng út með
eng an mat, hald andi að ég væri
með ein hvern gervi pen ing.“ Haft
er eftir verslunarstjóra Hagkaupa
í Garðabæ að hann kannaðist
ekki við atvikið.