Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 11
Vikublað 3.–5. mars 2015 Fréttir 11 „Þetta er ekki menntastofnun – Þetta er barnagæsla“ starfsfólkið, sem er að stórum hluta konur, beitt skoðanakúgun. Stefna sem fagni fjölbreytni vilji heldur einsleitt starfsfólk. Ósamræmi í endurgjöf DV hefur einnig rætt við nokkra for- eldra sem hafa reynslu af grunn- skólum Hjallastefnunnar. Sumir hafa fært börnin sín úr Hjallastefn- unni og yfir í hefðbundna grunn- skóla, meðal annars vegna ósam- ræmis milli niðurstaðna úr samræmdum prófum og dómum frá Hjallastefnunni. „Sonur minn fékk hræðilega útkomu á sam- ræmdu prófunum. Ég var búin að fara í fjölda foreldraviðtala og þar var alltaf talað um að hann væri fyr- irmyndardrengur sem láti lítið fyrir sér fara. Hann hefur bara gleymst,“ segir ein móðir. „Þegar eldri börnin mín fóru í gagnfræðaskóla voru þau bæði greind lesblind og í sumum fög- um stóðu þau mjög illa námslega. Börnin mín höfðu til dæmis aldrei heyrt um bragfræði, aldrei farið í almennilega smíðakennslu eða metnaðarfulla heimilisfræði. Ég spyr mig, sem foreldri, af hverju fær svona skóli að starfa á meðan hann uppfyllir ekki þessi atriði?“ spyr móðirin að lokum. Annað foreldri sem DV ræðir vill taka fram að margt frábært sé gert hjá Hjallastefnunni sem ekki sé að n Engar matsskýrslur til um grunnskóla Hjallastefnunnar n Kennarar segja erfitt að fylgja aðalnámsskrá n Frjálsræði of mikið „Annaðhvort er fólk Hjallastefnu- fólk eða ekki“ Starfsánægja mælist mikil hjá Hjallastefnunni DV ræddi við Önnu Ingólfsdóttur, prófessor í tölvunarfræði við Háskól- ann í Reykjavík, í lok janúar. Hún hafði fært dóttur sína úr skóla Hjalla- stefnunnar þegar í ljós kom „að það var eitthvað stórkostlega mikið að bæði í kennslu í skólanum og ekki síst samskiptum við foreldra,“ eins og hún orðaði það sjálf. Í kjölfar- ið höfðu tveir fyrrverandi kennarar við Hjallastefnuna samband við DV og lýstu yfir áhuga á því að segja frá sinni reynslu við fyrirtækið. Hvor- ugur treysti sér hins vegar til að koma fram undir nafni og því hafði blaðamaður samband við þrjá aðra kennara sem einnig höfðu starfað hjá Hjallastefnunni. Tekið skal fram að einn kennari sem DV ræddi við hefur talsvert ólíka reynslu en hinir kennararnir. Hann seg- ir framkomu stjórnenda við starfsfólk mjög fína og almennt væru allir „ljúfir og jákvæðir.“ Hann viðurkennir hins vegar að hafa fundið fyrir óöryggi í byrjun yfir því hvernig hann ætti að haga kennslunni. Varð- andi starfsmannaveltuna segir hann: „Annaðhvort er fólk Hjallastefnu- fólk eða ekki. Það er ekkert þar á milli.“ Rétt er að árétta að í öllum þeim gögnum sem blaðamaður fór yfir við vinnslu þessarar greinar kemur fram að starfsandi er góður hjá fyr- irtækinu. Niðurstöður Vilborgar Grétarsdóttur sýna til að mynda að starfsánægja hjá starfsfólki Hjallastefnunn- ar er mjög mikil, en rannsókn hennar snýr einnig að leikskólum fyrirtækisins, ekki eingöngu grunnskólunum. DV sendi Reykjavíkurborg, Hafnar- fjarðarbæ, Garðabæ og mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir- spurn um hvort þeim hafi borist ein- hverjar kvartanir, frá foreldrum eða kennurum, vegna grunnskóla Hjalla- stefnunnar. Í svari frá Reykja- víkurborg og mennta- og menningarmálaráðu- neytinu kemur fram að engar kvartanir hafi borist, en Hafnar- fjarðarbær og Garða- bær höfðu ekki svarað fyrirspurninni þegar DV fór í prentun. Atvinna í boði staða sölumanns Viltu skipta um vinnu? Vantar þig vinnu? Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan sölumann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera duglegur, góður sölumaður, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, jákvæður, lausnamiðaður, skemmtilegur og hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði. Umsóknir sendist á steinn@dv.is Hjallastefnan Margrét Pála Ólafs- dóttir er höfundur Hjallastefnunnar. „Ég held að kennarar séu allir af vilja gerðir og vilji gera sitt besta, en það þarf bara að skapa betri aðstæður til þess. Framhald á næstu síðu 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.