Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Qupperneq 14
Vikublað 3.–5. mars 201514 Fréttir Viðskipti
M
ikilvægt er að vinna stjórn-
valda við vinnu að áætlun
um losun fjármagnshafta
verði „ekki gerð opinber
fyrr en hún hefur verið kláruð eða
komin á það stig að ekki sé hætta
á því að hún verði á einhvern hátt
skemmd“ eða unnið á henni „tjón
sem myndi gera íslenska ríkinu erf-
iðara fyrir við að leysa úr höftun-
um á farsælan hátt fyrir almenning
í landinu.“
Þetta kom fram í máli Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar forsætis-
ráðherra í umræðum á Alþingi í dag
en tilefnið var fyrirspurn Katrínar
Jakobsdóttur, formanns Vinstri
grænna, um hvort ekki væri ástæða
til að opinbera haftaáætlun stjórn-
valda. Spurði Katrín hvort ekki væri
heppilegra, í því skyni að skapa sátt
á meðal almennings um þá leið
sem yrði farin, að efna til opinberr-
ar umræðu um áætlun stjórnvalda.
Forsætisráðherra sagðist hins
vegar „afdráttarlaust“ vera þeirrar
skoðunar að leynd þyrfti að ríkja
um vinnu stjórnvalda. Nefndi
ráðherra að það væri „ekkert
launungarmál“ að þeir sem vinna
að því að gæta hagsmuna erlendra
kröfuhafa föllnu bankanna hér á
landi legðu mesta áherslu á að „afla
sér upplýsinga um afstöðu stjórn-
valda og hvað þau ætlist fyrir í þess-
um haftamálum til þess að geta þá
brugðist við á þann hátt að þeir nái
að hámarka hagsmuni sína og um
leið hugsanlega draga úr eða veikja
stöðu Íslands og samfélagsins sam-
hliða losun hafta.“
DV greindi frá því þann 20. febr-
úar sl. að lögmenn kröfuhafa hefðu
á síðasta ári í þrígang reynt að fá af-
hent trúnaðargögn fulltrúa stjórn-
valda og Seðlabanka Íslands í
tengslum við vinnu þeirra að áætl-
un um afnám hafta. n
Wrapmaster
Skammtari fyrir plastfilmur
• Klippir plastfilmur og ál
• 35% sparnaður
• Ódýrari áfyllingar
• Má setja í uppþvottavél
Fæst í Hagkaupum,
Fjarðarkaupum og Byko
Í eldHúsið
Í Ferðalagið
Á vinnustaðinn
Í sumarBústaðinn
engar flækjur - ekkert vesen
Klakki fær 9 milljarða
kröfu á slitabú Glitnis
n Samkomulag um uppgjör gjaldmiðlaskiptasamninga n Glitnir fær hlut í Klakka
E
ignaumsýslufélagið Klakki
hefur fengið samþykkta al-
menna kröfu að fjárhæð yfir
níu milljarða króna að nafn-
virði á hendur Glitni sem hluta
af heildaruppgjöri sem félagið gerði
við slitabúið í fyrra. Glitnir hefur á
móti eignast enn stærri hlut í Klakka,
áður Exista, en fyrir átti slitabúið um
1% hlut í félaginu í árslok 2013.
Samkomulagið snýst meðal
annars um fullnaðaruppgjör vegna
gjaldmiðlaskiptasamninga sem fyrr-
verandi stjórnendur Exista gerðu
við bankann í aðdraganda fjár-
málahrunsins haustið 2008 og van-
goldinna krafna sem Glitnir átti á
hendur félaginu.
Magnús Scheving Thorsteinsson,
forstjóri Klakka, segir í samtali við
DV ánægjulegt að samkomulag hafi
náðst um uppgjör krafnanna og
þannig eyða óvissu fyrir báða aðila.
Að öðru leyti geti hann ekkert tjáð
sig um samkomulagið þar sem trún-
aður ríki um efni þess. Ekki fást því
upplýsingar um hversu stóran hlut
slitabú Glitnis hefur eignast í Klakka
með samkomulaginu. Helstu eignir
félagsins er fjármögnunarfyrirtækið
Lýsing auk annarra smærri eigna.
Samkvæmt skýrslu sem slitastjórn
Glitnis lagði fyrir kröfuhafafund bús-
ins þann 20. nóvember á síðasta ári,
og DV hefur undir höndum, þá kem-
ur fram að Klakki hafi fengið sam-
þykkta almenna kröfu á búið að
fjárhæð 9,42 milljarða króna að nafn-
virði. Miðað við núverandi gangverð
krafna Glitnis er áætlað markaðsvirði
krafnanna um 2,6 milljarðar. Samtals
námu lýstar kröfur Klakka í búið um
fimmtíu milljörðum króna að nafn-
virði.
Samkomulag við Kaupþing 2012
Nærri þrjú ár eru liðin síðan að Klakki
gekk frá sambærilegu samkomulagi
við slitabú Kaupþings. Það fól í sér
heildaruppgjör krafna, meðal annars
vegna óuppgerðra gjaldmiðlaskipta-
samninga, og eignaðist Kaupþing
tæplega 20% hlut í Klakka. Á móti
gjaldmiðlaskiptasamningunum
hafði Kaupþing gert kröfu á Klakka
upp á 588 milljónir evra, jafnvirði
um 88 milljarða króna, á grundvelli
skaðleysis yfirlýsingar vegna kaupa
Exista í finnska tryggingafélaginu
Sampo í ársbyrjun 2007. Klakki hafði
hafnað kröfu Kaupþings.
Deilur um uppgjör vegna gjald-
miðlaskiptasamninganna hafa stað-
ið yfir við Glitni allt frá því að bank-
arnir féllu í október 2008. Frá árinu
2010 hefur virði gjaldmiðlaskipta-
samninganna ekki verið fært til bók-
ar í efnahagsreikningi Klakka vegna
óvissu um virði þeirra. Fram kom í
frétt Viðskiptablaðsins í apríl 2012 að
veruleg óvissa hafi verið um samn-
ingana vegna misræmis á milli þess
gengis sem Seðlabanki Íslands birtir
um krónuna og Seðlabanka Evrópu.
Þannig hafi Klakki miðað virði af-
leiðusamninganna á gjalddaga við
gengið hjá Evrópska seðlabankan-
um 9. október 2008 þegar evran kost-
aði 305 krónur. Miðað við það hefði
Klakki getað bókfært 200 milljarða
króna hagnað af samningunum. Ef
miðað væri við opinbert gengi Seðla-
banka Íslands næmi tap Klakka hins
vegar 12 milljörðum króna.
Kláraði nauðasamninga 2010
Á meðal stærstu erlendra eigna
og kröfuhafa Klakka, en félagið
kláraði nauðasamninga árið 2010,
eru vogunarsjóðurinn Burlington
Loan Management og Holt-Fund-
ing sem er írskt félag í eigu Glitnis
og heldur utan um tiltekin lánasöfn
í eigu slitabúsins. Burlington Loan
Management er í eigu bandaríska
vogunarsjóðsins Davidson Kempner.
Sjóðir á vegum félagsins eru sem
kunnugt er langstærstu einstöku
kröfuhafar í bú Glitnis, eiga umtals-
verðar kröfur á gamla Landsbankann
og auk þess eignarhlut í Bakkavör.
Burlington er jafnframt langsam-
lega stærsti kröfuhafi Lýsingar eft-
ir að sjóðurinn endurfjármagnaði
erlendar skuldir félagsins í október
2013. Þá var gjaldeyrisskuld Peru,
dótturfélags Lýsingar, við þýska stór-
bankann Deutsche Bank, greidd upp
með lántöku frá móðurfélaginu sem
var fjármögnuð af Burlington.
Stærstu innlendu eigendur og
kröfuhafar Klakka eru hins vegar
Arion banki (32%) og slitabú Kaup-
þings (18%). n
47 milljarða
eignir Klakka
Heildareignir Klakka námu 47
milljörðum í árslok 2013. Hagnaður af
starfsemi félagsins á árinu 2013 nam
8,5 milljörðum króna en rétt er að hafa í
huga að tilgangur Klakka er ekki að skila
hagnaði af reglulegum rekstri heldur að
umbreyta eignum í laust fé og greiða
til eigenda og kröfuhafa í samræmi við
ákvæði nauðasamnings frá árinu 2010.
Eftir að breytingar voru gerðar á
lögum um gjaldeyrismál í mars 2012,
þar sem tilteknar undanþágur frá
fjármagnshöftum voru afnumdar, hefur
eignaumsýslufélagið ekki getað greitt
út laust fé til erlendra eigenda og kröf-
uhafa. Á árunum 2012 og 2013 nam þessi
fjárhæð samtals 12,4 milljörðum króna
og hefur samsvarandi upphæð því verið
sett til hliðar sem bundin bankainn-
stæða. Er Klakka óheimilt að inna af
hendi frekari greiðslur til erlendra aðila
nema með sérstakri undanþágu frá
Seðlabankanum.
Frá því að nauðasamningar voru
samþykktir í nóvember 2010 hefur
Klakki greitt kröfuhöfum félagsins sam-
tals 38,5 milljarða. Á árinu 2013 námu
þær greiðslur um 16,5 milljörðum króna.
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Stærsta
eignin Fjár-
mögnunarfyr-
irtækið Lýsing
er helsta eign
Klakka. Mynd
Sigtryggur Ari
Forstjóri Klakka
Magnús Scheving
Thorsteinsson.
„Leynd“ þarf að ríkja
um haftaáætlun
Forsætisráðherra vill ekki að hafta vinna verði opinber