Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Qupperneq 22
22 Umræða Vikublað 3.–5. mars 2015
Bullandi minnimáttarkennd Umsjón: Henry Þór Baldursson
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
E
f marka má framkomu
landsmanna og þeirra sem
stjórna gæti maður haldið
að Ísland væri vonlaust. Allt
virðist einhvern veginn vefj-
ast jafnt fyrir þjóðinni og leiðtogum
hennar. Tvær mikilvægar ástæður
fyrir þessu eru skortur á hæfileikum
við að skilgreina og ótti við að horf-
ast í augu við það sem er veruleiki
fámennrar eyþjóðar.
Svo dæmi sé nefnt er hið mikla
þras en engin niðurstaða hvað
varðar kvótakerfið í sjávarútvegi.
Yfirleitt eru menn sammála um
að þjóðin eigi auðlind hafsins með
þeim fiski sem hefur haldið sig frá
upphafi á sömu slóðum. En hver
á að ráða yfir miðunum? Þjóðin.
Það er svarið. En hvað er þjóðin í
þessu tilviki. Er hún ríkisstjórnin
sem situr að völdum hverju sinni?
Er ráðlegt að afhenda útgerðinni
auðlindina og láta hana ráða, selja
eða kaupa kvóta? Hvað er þá „út-
gerðin“? Hún er ekki eitthvað var-
anlegt heldur breytilegt af því að
útgerðarmenn deyja og nýir taka
við. Ætli sé hægt að einkavæða haf-
ið? Þessu er ósvarað af því að skil-
greiningu vantar á flestum aðstæð-
um þjóðarinnar og eðli hennar.
Þjóðin og stjórnvöld lenda í
svipuðum vanda hvað varðar nátt-
úrupassa. Hann er talinn nauðsyn
til þess að fá fé í það að halda uppi
ferðamannastöðum. Ísland er
ekki safn sem hægt er að selja að-
gang að eins og söfn í öðrum lönd-
um. Það þykir sjálfsagt að borga sig
inn á þau. En þótt landið sé það
sem hægt væri að kalla náttúru-
safn hagar þannig til að náttúran
er úti um allt og fjöll, dalir og foss-
ar liggja í augum uppi. Til þess að
skoða „perlurnar“ þarf ferðamað-
urinn ekki nauðsynlega að kaupa
aðgangsmiða. Hekla er ekkert fal-
legri eða merkilegri í nálægð en í
fjarlægð. Við að skoða hana þarf
maður engan passa. En það er til
undantekning hvað náttúru Íslands
varðar, Bláa lónið, sem er tilbúin
náttúra, gerð af manna höndum.
Útlendingar og innfæddir eru fús-
ir til að greiða hátt gjald til þess að
njóta hinnar einu fölsku náttúru í
náttúru landsins.
Þannig er aðstaða okkar á flest-
um sviðum. Hún er önnur en í öðr-
um löndum og þjóðin verður að
lúta sérstöðu sinni og una við hana
að svo miklu leyti sem slíkt er hægt.
Við höfum í raun ekki upp á annað
verðmætt að bjóða en náttúruna.
Rótgróna menningu vantar, þá sem
háir og lágir sækjast eftir, ríkir og fá-
tækir og eru reiðubúnir til að borga
fyrir að mega njóta hennar, mann-
virkja og safna.
Til að forðast að horfast í augu
við staðreyndir fámennrar þjóðar
er sífellt verið að færa í fjölmiðlum
fréttir af afrekum einstaklinga úti í
„hinum stóra heimi“. Síðan reyn-
ast afrekin vera að mestu tilbún-
ingur. Fréttirnar lýsa örvæntingar-
fullri þörf fyrir að öðlast frægð sem
er álíka varanleg og umhleypingar
síðla vetrar. Ólán okkar á sviði
útrásar til ímyndaðs lífs hófst þegar
herinn kom í heimsstyrjöldinni og
viðhorfið til þjóðarinnar og eðlis
hennar breyttist í öfugu hlutfalli við
getu til stöðugleika. Okkur hefur
mistekist að finna jafnvægi á milli
óska og veruleika. Að læra að una
við nýjar aðstæður tekur langan
tíma. Aftur á móti er fljótlegt að una
ekki við neitt, hvorki fortíð né fram-
tíð sem hyggin þjóð reynir að reisa
með hugsun á grunni sinnar eigin
náttúru. n
„Til þess að skoða
„perlurnar“ þarf
ferðamaðurinn ekki
nauðsynlega að kaupa
aðgangsmiða. Hekla er
ekkert fallegri eða merki-
legri í nálægð en í fjar-
lægð. Við að skoða hana
þarf maður engan passa.
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
Til umhugsunar
Er þetta vonlaust land án frægðar?
Mynd SiGtryGGUr ari
„Vitið þið svolítið
„leyndarmál“?
Það eru líka
rugludallar í læknisfræði og
vísindum. Og bara því að
fáeinir þeirra taki undir þetta
bull gegn bólusetningum
breytir ekki áratuga þekk-
ingu og stöðugum straumi
af nýjum rannsóknum sem
sýna gagnsemi bólusetn-
inga. Og svona barnalegar
samsæriskenningar um
að lyfjaiðnaðurinn múti
meirihluta lækna og vís-
indamanna er svona álíka
gáfulegt og kenningar um
að lending Armstrongs á
tunglinu hafi verið fölsuð.
Dettur heilvita fólki virkilega
í hug að það væri hægt að
halda svona samsæri með
milljónum manna leyndu í
áratugi? Er þetta fólk með
fullu viti?“
Palli thordarson tók þátt í
umræðunni um bólusetningar
barna sem hefur verið fjörleg í
athugasemdakerfi DV alla vikuna.
„Kjaftæði,
bólusetning er
ekki þitt prívat og
persónulega mál! Það hefur
áhrif á alla í kringum þig
hvaða val þú tekur í þessum
efnum.“
Mörtu Sólrúnu Jónsdóttur var
heitt í hamsi í sömu umræðu.
„Það væri t.d. fínt
að fá veðurspá
daginn eftir. Það
tryggir rétta spá.“
Innlegg Péturs Óla Jóns-
sonar í umræðuna um aðrar
hagræðingaraðgerðir frekar en
uppsagnir veðurfréttarmanna hjá 365.
„Þetta kallast
þyngdarafl.“
arnaldur Árnason leysti
ráðgátuna um óútskýrt afl sem
hrinti lítilli stúlku. Myndbandið
var afar vinsælt á dv.is en Arnaldur var
fullur efasemda.
„Væri ekki nær
að minnka við
íþróttafréttirnar,
maður þarf ekkert að vita
á hvaða mínútu einhver
sparkaði bolta í netið, en
hins vegar þurfum við oftast
að vita veðurspána.“
Kitta Svansdóttir vill fórna
íþróttafréttum, frekar en
veðurfréttatíma Stöðvar 2.
8
13
15
10
30