Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 6
6 Fréttir Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Lífeyrissjóðir töpuðu á afskrift Icelandic Icelandic Group afskrifaði 770 milljónir króna af viðskiptavild félags sem fyrirtækið keypti í fyrra S jávarútvegsfyrirtækið Icelandic Group hf. afskrif- aði í lok síðasta árs 5,2 millj- ónir evra, jafnvirði 770 millj- óna króna, af viðskiptavild dótturfélagsins Icelandic – Ný-Fisk- ur hf. Icelandic Group, sem fram- leiðir og selur sjávarfang og er í eigu 18 lífeyrissjóða og Landsbankans, greiddi samtals 12,2 milljónir evra, sem svarar til tæplega 1,8 milljarða króna, fyrir tvö fyrirtæki sem nú mynda dótturfélagið. Virðisrýrnun Icelandic - Ný- Fisks nam því tæplega helmingi kaupverðsins og skýrir að mestu 4,8 milljóna evra, rúmlega 710 milljóna króna, tap móðurfélagsins á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýbirtum árs- reikningi Icelandic Group fyrir árið 2014. Huglægu eignirnar ofmetnar Samkvæmt ársreikningnum keypti Icelandic Group dótturfélagið í janúar 2014 á níu milljónir evra eða um 1,3 milljarða króna. Fé- lagið var stofnað í Sandgerði 1989, hét áður Ný-Fiskur hf. og sérhæf- ir sig í sölu ferskra sjávarafurða, sér í lagi þorsks og ýsu. Icelandic Group keypti í kjölfarið Útgerðarfé- lag Sandgerðis og greiddi 3,2 millj- ónir evra fyrir einkahlutafélagið eða 474 milljónir króna. Magnús Bjarnason, þáverandi forstjóri Icelandic Group, sagði kaupin mik- ilvægt skref sem myndi styrkja að- gengi samstæðunnar að sjávarauð- lindum. Stjórnendur Icelandic Group ákváðu í kjölfarið að kanna virði viðskiptavildar Icelandic - Ný-Fisks sem samanstendur af huglægum eða óefnislegum eignum dóttur- félagsins. Kom þá í ljós að hún hafði verið ofmetin um 770 millj- ónir króna eða sem nemur tæpum tveimur prósentum af heildareign- um samstæðunnar. Afskriftin nam aftur á móti fjórum prósentum af eigin fé Icelandic Group sem var 130 milljónir evra, um 19,2 millj- arðar króna, í lok síðasta árs. Verri afkoma en 2013 Icelandic Group er í eigu Framtaks- sjóðs Íslands (FSÍ). Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti einstaki hluthafi FSÍ með 19,9 prósenta hlut en þar á eftir koma Landsbankinn með 17,7 prósent og Gildi lífeyris- sjóður með 15,4. Sextán aðrir lífeyris- sjóðir eiga níu prósent eða minna. Stjórn Icelandic Group lagði til við aðalfund félagsins í mars að enginn arður yrði greiddur út til hluthafa vegna síðasta rekstrarárs. Samstæðan, sem á og rekur fjórtán dótturfélög, skilaði á síð- asta ári 4,8 milljóna evra tapi sam- anborið við 2,3 milljóna evra hagn- að árið 2013. Hagnaður Icelandic Group fyrir fjármagnskostnað, af- skriftir og skatta (EBITDA) nam aft- ur á móti 13,2 milljónum evra, jafn- virði 1,9 milljarða króna, árið 2014. Samkvæmt ársreikningnum þurfti Icelandic Group einnig að afskrifa 1,2 milljónir evra, um 177 milljón- ir króna, af eignum breska dótturfé- lagsins Icelandic Seachill Ltd. Herdís Fjeldsted, fram- kvæmdastjóri FSÍ og stjórnarfor- maður Icelandic Group, vildi ekki tjá sig um virðisrýrnun Icelandic - Ný-Fisks þegar eftir því var leit- að. Sara Lind Þrúðardóttir, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Icelandic Group, vildi heldur ekki veita viðtal vegna málsins. Ekki náðist í Árna Geir Pálsson, núver- andi forstjóra Icelandic Group, við vinnslu fréttarinnar. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Höfuðstöðvarnar í Borgartúni Framtakssjóður Íslands (FSÍ) keypti eignarhaldsfélagið Vestia af Lands- bankanum í desember 2010. Icelandic Group var eitt þeirra fyrirtækja sem fylgdi með í kaupunum. Mynd SiGtryGGur Ari Stjórnar- formaður- inn Herdís Fjeldsted vildi ekki tjá sig um virðisrýrnun Icelandic - Ný- Fisks þegar eftir því var leitað. Ekki króna upp í kröf- ur á kúlulánafélag Lánuðu lykilstarfsmönnum sínum 8,5 milljarða E kkert fékkst upp í gjaldþrot eignarhaldsfélagsins AB 133 ehf., en félagið er með sama lögheimili og Kjartan Smári Höskuldsson, sem er forstöðumað- ur í eignastýringu Íslandsbanka. Lýstar kröfur í félagið voru 364 milljónir króna. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fjármálahrunið kemur fram að Ari Daníelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Glitnis í Lúxem- borg, hafi fengið 232 milljónir að láni til hlutabréfakaupa í Glitni í gegnum félagið AB 133 fyrir hrun. Í umfjöllun DV um málið árið 2010 kom fram að Ari fékk 170 milljóna króna kúlulán til hluta- bréfakaupa í Glitni í maí 2008, eða sama dag og bankinn veitti 16 stjórnendum sínum 8,5 milljarða króna kúlulán til hlutabréfakaupa í bankanum. Þá stóð lánið í 232 milljónum króna. n Gat á flugvél Icelandair Flugvél Icelandair á leið frá Keflavík til Denver í Bandaríkj- unum varð fyrir eldingu skömmu eftir flugtak á miðvikudag. Flug- vélin lenti engu að síður heilu og höldnu í Denver. Á mynd, sem farþegi flugvélarinnar tók, sést stórt gat á nefi vélarinn- ar. Farþeginn, Brandon Bold- enow, segir að flugstjórinn hafi greint farþegum frá því að ekkert amaði að vélinni, kerfi virkuðu sem skyldi og var fluginu haldið áfram og vélinni ekki snúið við. Nokkuð algengt er að flugvélar verði fyrir eldingum, en skemmd- ir sem þessar hefðu átt að leiða til þess að vélinni yrði snúið við til Keflavíkur, að mati flugsér- fræðingsins Greg Feith, sem segir í samtali við bandaríska fjölmiðil- inn 9News vera hissa á ákvörðun um að halda áfram til Denver en Icelandair segir að öllum öryggis- reglum hafi verið fylgt. Hótaði að skaða sjálfan sig Lögregla handtók karlmann í vesturbæ Reykjavíkur eftir að hann hafði hótað að skaða sjálf- an sig og aðra. Ekki kemur ná- kvæmlega fram hvern hann hót- aði að skaða. Maðurinn fékk að gista fangageymslur lögreglunn- ar. Lögreglan stöðvaði svo bifreið í Breiðholti um tíuleytið á mið- vikudag. Ökumaðurinn er grun- aður um að hafa ekið bifeiðinni undir áhrifum fíkniefna auk þess sem það kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Í of- análag var maðurinn með fíkni- efni á sér sem grunur leikur á að maðurinn hafi ætlað að selja. Bif- reiðin var ótryggð og skráningar- númer því klippt af henni. HALTU HÚÐINNI GÓÐRI Dagleg notkun veitir sjáanlegan árangur Derma Wipes hreinsar húðina. Hentar vel fyrir feita húð og húð sem hættir til að fá bólur Fæst í apótekum um land allt Ari daníelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.