Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Page 8
Helgarblað 10.–13. apríl 20158 Fréttir
English Pub lok-
að í Hafnarfirði
Skemmtistaðurinn English Pub
í Hafnarfirði hefur verið seldur
og mun hann skipta um nafn á
næstu vikum. John Mar Erlings
son keypti staðinn af bræðrunum
Hermanni og Ingvari Svendsen
en söluverðið er trúnaðarmál.
„Þetta var bara orðið gott í bili
þarna. Við vildum einbeita okkur
að Miðbænum,“ segir Ingvar, sem
rekur American Bar í Austurstræti
í Reykjavík með bróður sínum.
Þeir áttu einnig hlut í English
Pub í Austurstræti en hafa selt
hann. Tæp fjögur ár eru liðin
síðan English Pub var opnaður
í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá
verandi eigandi, Arnar Þór Gísla
son, er einn af eigendum English
Pub í Austurstræti.
A
lls munu fimm skólastjórn
endur grunnskóla í Reykjavík
láta af störfum í vor. Grunn
skólar borgarinnar eru 37 tals
ins og því er um óvenju hátt hlutfall
að ræða. Skólastjórnendurnir starfa
í Austurbæjarskóla, Breiðagerðis
skóla, Réttarholtsskóla, Seljaskóla og
Vesturbæjarskóla. Allir sem nú láta af
störfum eru að nýta sér svokallaða 95
ára reglu en samkvæmt henni mega
starfsmenn fara á eftirlaun ef starfs
aldur og aldur viðkomandi er saman
lagt 95 ár eða hærri.
Samkvæmt heimildum DV hef
ur álag á yfirstjórnir grunnskólanna
aukist verulega síðan gripið var til
stórtækra niðurskurðaraðgerða
eftir hrun. Erfitt er þó að greina hver
niðurskurðurinn var nákvæmlega í
krónum. Sigrún Björnsdóttir, upp
lýsingafulltrúi Skóla og frístunda
sviðs, gaf þessi svör: „Fyrir liggur að
á tímabilinu 2008–2013 lækkuðu
heildarútgjöld á hvert grunnskóla
barn um 8% að raungildi vegna ým
issa hagræðingaraðgerða. Úthlutun
fjármagns til stjórnunar í grunnskól
um byggir á því, að skv. lögum um
grunnskóla ber að vera skólastjóri við
hvern skóla, auk staðgengils sem oft
ast er aðstoðarskólastjóri eða deildar
stjóri þar sem ekki er aðstoðarskóla
stjóri. Auk þess er veitt fjármagn til
kennara og sérkennara, en engin sér
stök úthlutun er vegna deildarstjóra
eða annarra millistjórnenda.“
Það rímar við heimildir DV um
að ákall sé frá skólastjórnendum um
aukið fjármagn til þess að hægt sé
að ráða millistjórnendur, t.d. í formi
deildarstjóra yfir ákveðnum bekkj
ardeildum. Slíkir deildarstjórar létta
álaginu verulega á yfirstjórnendum.
Viðmælendur DV eru einnig sam
mála um að skólaumhverfið hafi
þyngst verulega undanfarin ár.
Það skal þó ekki fullyrt að aukið
starfsálag spili eitthvað inn í ákvörðun
skólastjórnendanna sem nú láta af
störfum. Þeir sem DV náði tali af
þvertóku fyrir það og sögðu að um eðli
lega endurnýjun væri að ræða. Sumir
tóku hins vegar undir það að álag hefði
vissulega aukist síðustu ár. n
bjornth@dv.is
Álag á yfirstjórnum
grunnskólanna
Fimm skólastjórnendur í Reykjavík láta af störfum í vor
Telur „fyllstu ástæðu“ til
að rannsaka bankaleka
S
tjórnendur Borgunar hf.
íhuga að krefjast rannsókn
ar á því hvort bankaleynd
hafi verið rofin þegar upp
lýsingar um úttekt greiðsl
umiðlunarfyrirtækisins af reikningi
hjá Sparisjóði Vestmannaeyja röt
uðu í fjölmiðla í lok síðasta mánað
ar. Þetta staðfestir Haukur Oddsson,
forstjóri Borgunar, í samtali við DV.
„Þessi leki er þess eðlis að okkur
þykir fyllsta ástæða til að hann verði
rannsakaður,“ segir Haukur og bæt
ir við að stjórnendur fyrirtækisins
ætli að fara yfir málið á næstu dög
um.
Birtist í Morgunblaðinu
Borgun, sem er meðal annars í
eigu Íslandsbanka, var innstæðu
eigandi í Sparisjóði Vestmannaeyja
(SV) þegar fréttir bárust af slæmri
stöðu sjóðsins þann 26. mars síð
astliðinn. Fyrstu vísbendingar
rannsóknar á lánasafni SV lágu þá
fyrir en þær sýndu mikla virðis
rýrnun safnsins sem hefði á end
anum getað leitt til gjaldþrots
sparisjóðsins. Sama dag hófu við
skiptavinir SV áhlaup á sjóðinn
sem nam tæpum 700 milljónum
króna og rýrði laust fé hans um
helming. Í kjölfarið ákvað Fjár
málaeftirlitið (FME) að heim
ila samruna SV og Landsbankans
enda fullnægði eiginfjárgrunnur
sparisjóðsins ekki 14,7 prósenta
eiginfjárkröfu FME. Landsbank
inn yfirtók því allar eignir og skuld
bindingar sjóðsins.
Þann 31. mars, tveimur dög
um eftir að samruninn var heimil
aður, birtist frétt í Morgunblaðinu
um að Borgun hefði tekið rúm
ar 200 milljónir króna út úr SV í
áhlaupinu eða rétt um þriðjung
heildarupphæðarinnar. Var þess
ekki getið hvaðan upplýsingarnar
komu heldur vitnað til ónafn
greindra heimilda.
Færi til FME
Haukur vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um málið í gær þegar eft
ir því var leitað. Ljóst er að beiðni
um rannsókn á því hvort stjórn
endur eða starfsmenn SV hafi rof
ið þagnarskyldu myndi enda á
borði FME. Samkvæmt núgildandi
lögum um fjármálafyrirtæki eru
stjórnarmenn, framkvæmdastjór
ar, endurskoðendur, starfsmenn
og aðrir sem taka að sér verk í
þágu fjármálafyrirtækja bundnir
þagnarskyldu um upplýsingar sem
þeir afla við störf sín og varða við
skipti eða einkamálefni viðskipta
vina. Þagnarskyldan helst þótt látið
sé af starfi eða fjármálafyrirtæki
falli eins og í tilviki sparisjóðsins.
SV átti 0,4 prósenta hlut í Borg
un þegar samruninn við Lands
bankann gekk í gegn. Íslandsbanki
er stærsti eigandi greiðslumiðlun
arfyrirtækisins með 63,47 prósenta
hlut. Eignarhaldsfélagið Borgun
slf. á 25,48 prósent. n
Borgun íhugar að krefjast rannsóknar á því hvernig viðskipti fyrirtækisins við SV rötuðu í fjölmiðla
Sparisjóðurinn Greiðslumiðlunar-
fyrirtækið Borgun hf. átti innstæðu í
Sparisjóði Vestmannaeyja þegar fyrstu
fréttir bárust af slæmri stöðu sjóðsins.
Mynd EyjaFréttir
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
„Þessi leki er
þess eðlis að
okkur þykir fyllsta
ástæða til að hann
verði rannsakaður
Forstjóri Borgunar
Haukur Oddsson segir
stjórnendur fyrirtækisins
ætla að fara yfir það á
næstu dögum hvort ósk-
að verði eftir rannsókn
á því hvort bankaleynd
hafi verið rofin.
Afþakkaði
viðtal
Í dag birtir DV umfjöllun Björns
Jóns Bragasonar um íslenskan
mann sem hvarf á dularfullan
hátt í Bandaríkjunum árið 1988.
Tólf árum síðar birtist hann aftur,
eftir að hafa verið úrskurðaður
látinn á Íslandi og syrgður af fjöl
skyldu sinni. Maðurinn, Halldór
Heimir Ísleifsson, býr á Íslandi í
dag en þrátt fyrir margar tilraunir
fjölmiðla hefur hann aldrei tjáð
sig um málið opinberlega. Við
vinnslu blaðsins hafði blaðamað
ur samband við Halldór Heimi og
bauð honum í viðtal, hann neit
aði og sagðist ekki hafa í hyggju
að tjá sig um málið, hvorki nú né
síðar. Sjá ítarlega umfjöllun um
málið á síðu 24.
7 manna bíll - Leðurinnrétting - Sjálfskiptur - 17” Álfelgur
- Bakkskynjarar - Spólvörn og stöðugleikakerfi - Sæti fellanleg
ofaní gólf - Miðstöð afturí - Mikið litað gler í afturgluggum
- ofl. lúxus. - Eyðsla í blönduðum akstri er 7,9 L
Nývirði 10.4 milljónir
þennan færðu á 2 milljónum
minna eða 8.380 þús.
Nýr Chrysler Town & Country DIESEL eftirársbíll ←