Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Page 10
10 Fréttir Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Heiðarleiki borgar sig ekki í Handónýtu kerfi Þ etta kom bara eins og skell- ur fyrir okkur,“ segir Anna Katrín Snorradóttir, tveggja barna móðir og námsmaður, sem var synjað um undan- þágu frá afborgunum á námsláni frá LÍN á þeim forsendum að sam- býlismaður hennar og barnsfaðir var of tekjuhár í vinnu með námi á síðasta ári. Anna, sem er nýkomin úr fæðingarorlofi, hafði gert ráð fyr- ir að fá undanþáguna þar sem hún er enn í námi en segir að hún hafi aldrei fengið neina meldingu frá LÍN um að umsókn hennar hefði ver- ið synjað. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir að innheimtubréf hafði borist frá Motus. Hún segir að kerfið sé meingallað. Það ýti undir óheiðar- leika og svindl, ungu fjölskyldufólki sé gert illmögulegt að mennta sig og að áframhaldandi skólagöngu þeirra beggja sé nú stefnt í voða. Áður fengið undanþágu Forsaga málsins er að Anna Katrín útskrifaðist úr Keili í ársbyrjun 2013 og fór áfram í tölvunarfræði við Há- skólann í Reykjavík um haustið það ár. Námslánið sem nú er verið að rukka hana um er vegna skólagöngu hennar í Keili. Hún kveðst áður hafa getað fengið undanþágu frá afborg- unum vegna þess að hún er í námi. En nú hafi reglum LÍN verið breytt og ákveðin tekjumörk sett inn. Þær kveða á um að ef tekjur sambýlisfólks eða hjóna voru yfir 6,6 milljónum árið 2014 fást engar slíkar undanþág- ur. Anna Katrín segir að hún og mað- urinn hennar hafi verið örlítið yfir þessum mörkum en þar munar mest um tekjur sambýlismanns hennar sem var í fullu starfi meðfram námi við Háskólann í Reykjavík til að fram- fleyta hinni ungu fjölskyldu. Sjálf var Anna í fæðingarorlofi í sex mánuði af árinu og aðeins með tekjur upp á hálfa milljón króna sjálf. Á síðustu önn, fyrir áramót, kláraðist fæðingarorlof hennar. Til að brúa bilið þar til sonur hennar kæmist til dagmömmu í janúar ákvað hún að vera heima með drenginn og í 75 pró- sent námi, til að eiga rétt á námslán- um og láta enda ná saman. Hún var því fast að því tekjulaus en nú upp- lifa þau að verið sé að refsa þeim fyrir að reyna að framfleyta fjölskyldunni með heiðarlegum hætti vegna þess að faðir barnsins var duglegur við að vinna og hafði ágætis tekjur. Sótti um undanþágu Anna Katrín segir að þar sem hún sé enn í námi hafi hún ekki gert ráð fyr- ir að þurfa að greiða af námsláninu. Um er að ræða fasta afborgun upp á 125 þúsund krónur sem þau hafi ekki gert ráð fyrir í sínum tekjuáætlunum. Í lok febrúar síðastliðinn barst rukk- un frá LÍN fyrir þessari afborgun. Anna Katrín kveðst hafa farið strax inn á sitt „svæði“ og sótt um undan- þágu frá greiðslu á þeim forsendum að hún væri í lánshæfu námi. Henni barst um hæl staðfestingarpóstur frá LÍN um að umsóknin væri mót- tekin og að 5–10 daga gæti tekið að vinna úr umsókninni. Síðan heyrði Anna Katrín ekkert meira frá LÍN fyrr en hún fær annan rukkunarpóst frá sjóðnum. Endaði hjá Motus „Ég spurði enn á ný um stöðuna á umsókn minni og óskaði eftir aðstoð en fékk ekkert svar. Í gær [þriðjudag] fékk ég svo bréf frá Motus um að ég þyrfti að greiða kröfuna og hefði til þess þrjá daga. Annars lendi ég á vanskilaskrá og þess háttar vand- ræðum,“ segir Anna Katrín. Hún kveðst hafa hringt umsvifa- laust í LÍN í leit að svörum varðandi undanþáguna. Eftir nokkurt þref fékk hún loks svar. „Þá kemur þetta í ljós í símtalinu, með engum fyrir- vara, að ég eigi ekki rétt á undanþágu af því að við vorum yfir leyfilegum hámarkstekjum fyrir sambýlisfólk á ári. Rétt slefuðum yfir mörkin. Ég spyr því, á maðurinn minn að bera ábyrgð á því að ég borgi námslán- ið mitt vegna þess að hann er með góð laun? Ég fékk námslánin metin n Fékk ekki undanþágu hjá LÍN vegna launa sambýlismanns n Frétti af synjun í innheimtubréfi frá Motus Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Ég fékk náms- lánin metin út frá því hvað ég ein var með í laun, það var ekki tekið tillit til hans tekna þegar ég fékk námslánið en samt á hann að sjá um að borga þau. Hegnt fyrir heiðarleika Anna Katrín segir að ef hún væri ekki skráð í sambúð fengi hún undanþágu frá afborgun á námslánunum, hærri náms- lán og hærri barnabætur. Hún er verulega ósátt með að vera refsað fyrir eljusemi sambýlis- mannsins. Mynd Sigtryggur Ari Lín Anna Katrín sótti um undanþágu af afborgunum lána hjá LÍN. Sömdu um bætur Gísli Freyr Valdórsson, fyrrver- andi aðstoðarmaður innanrík- isráðherra, og Tony Omos hafa náð sátt um bætur fyrir þann skaða sem Tony hlaut vegna lekamálsins svokallaða. Málið var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur á fimmtudag. Eins og þekkt er orðið lak Gísli Freyr persónuupplýsing- um um Tony til fjölmiðla og úr því varð lekamálið svokallaða. Það leiddi svo til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra. Tony krafði Gísla Frey upp- haflega um fimm milljónir króna í bætur fyrir þann skaða sem hann hlaut vegna málsins. Í mars síðastliðnum greindi DV frá því að sáttatilboð væri á borðinu í málinu. Þá sagði Stef- án Karl Kristjánsson, lögmað- ur Tonys, að Tony væri að íhuga tilboðið. Í samtali við DV fyrir skemmstu sagði Ólafur Garðars- son, lögmaður Gísla Freys, að sátt hefði náðst í málinu. Ekki fékkst upp gefið hversu háa upp- hæð Gísli Freyr mun borga Tony. Tony Omos er því þriðji aðil- inn sem Gísli Freyr greiðir bæt- ur vegna málsins en fyrir hefur náðst sátt í máli barnsmóður Tonys, Evelyn Glory Joseph, og Gísla Freys. Gísli hefur einnig náð sátt í máli íslenskrar konu sem var nafngreind á minnisblaðinu sem sent var til fjölmiðla. Ekki er vitað hversu háar bæt- ur voru greiddar í þeim málum. Vilja hjálpa ungu fólki Þessa vikuna stendur Hjálp- arsími Rauða krossins 1717 fyrir átaksviku sem snýr að málefnum barna og ungmenna. Ungmenni undir 20 ára aldri eru um 15% af þeim sem hafa sam- band við Hjálparsímann. Þrátt fyrir lágt prósentuhlutfall telur Rauði krossinn að þörfin sé talsvert meiri og því var hleypt af stokkunum netspjalli Hjálparsímans sem nálg- ast má á www.1717.is. Þannig getur ungt fólk (og allir aðrir) nýtt sér þennan samskipta- máta á sama hátt og símanúmerið 1717; allan sólarhringinn, nafn- laust og alveg ókeypis. Netspjall- ið er mikilvægur liður í að auka þjónustu Hjálparsímans en með því er auðveldara fyrir börn og ungmenni að tala um erfið mál- efni svo sem fíkniefni, drykkju, kynlíf og kynvitund. herbergi til leigu Til leigu herbergi á góðum stað í Vesturbænum í grennd við háskólasvæðið. Um er að ræða c.a. 20 fm herbergi með húsgögnum. Allar upplýsingar er að fá hjá mér í síma: 546-0028/844-5022. Logi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.