Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Qupperneq 14
14 Fréttir Viðskipti Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Skeljungur skráður á hlutabréfamarkað n Stefnt að skráningu í byrjun næsta árs n Samið við Íslandsbanka og Arion banka S keljungur hefur ráðið Ís- landsbanka og Arion banka til að vinna að undirbún- ingi að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað í Kaup- höll Íslands. Stefnt er að því að hluta- fjárútboð geti farið fram á fyrstu mánuðum næsta árs, að sögn Val- geirs Baldurssonar, forstjóra Skelj- ungs. Skeljungur verður annað elds- neytisfélagið sem fer á hlutabréfa- markað en N1, stærsta fyrirtækið á eldsneytismarkaði, var skráð í Kaup- höllina undir árslok 2013. Í samtali við DV segir Valgeir að of snemmt sé að segja til um hversu stór hlutur verði boðinn til sölu til almennra fjárfesta en stærstu hluthafar Skelj- ungs eru í dag Arion banki, með tæplega 15% hlut, ásamt ýmsum líf- eyrissjóðum landsins og öðrum fag- fjárfestum. Ríflega ár er liðið síðan nýir eigendur tóku við rekstri sameinaðs félags Skeljungs og færeyska olíu- félagsins P/F Magns. Kaupverðið á félögunum nam samtals átta millj- örðum króna en það var SÍA II, fram- takssjóður í rekstri sjóðsstýringar- fyrirtækisins Stefnis, sem fór fyrir kaupunum. Stefnir er dótturfélag Arion banka. Heildareignir sam- stæðunnar námu um 16,3 milljörð- um króna í árslok 2013 og velta fyr- irtækjanna var tæplega 33 milljarðar króna. Ekki hefur verið birtur árs- reikningur fyrir árið 2014. Aðspurður segist Valgeir ekki ótt- ast að Skeljungur sé of lítið félag til að verða tekið til viðskipta á hlutabréfa- markaði og bendir á að N1 hafi skil- að hluthöfum sínum góðum ábata frá því að félagið fór á markað. Gengi bréfa N1 hafa hækkað um liðlega 40% frá skráningu og þá hafa hluthaf- ar fengið greitt til sín samtals um 5,5 milljarða króna vegna arðgreiðslna og lækkunar hlutafjár félagsins. Sex tilboð bárust Samkvæmt skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið setti við kaup- in á Skeljungi í ársbyrjun 2014 var félaginu skylt að leita tilboða með hlutlægum hætti vegna þjónustu og ráðgjafar við fyrirhugaða skráningu á hlutabréfamarkað. Valgeir segir að sex fjármála- og verðbréfafyrirtæki hafi gert tilboð í verkefnið. Niður- staðan var sú að gengið var að tilboð- um Íslandsbanka, sem mun sjá um skráningarlýsingu, og Arion banka, sem mun hafa umsjón með fram- kvæmd hlutafjárútboðsins. Fram kom í umfjöllun Viðskipta- blaðsins í janúar síðastliðnum að heildarkostnaður fyrirtækja við skráningu í Kauphöllina hafi á síð- ustu árum verið á bilinu 100 til 300 milljónir króna, oftast yfir 200 millj- ónir. Á þessu ári munu þrjú ný fé- lög bætast á aðallista Kauphallar Ís- lands – Reitir, Eik og Skipti – og er Arion banki umsjónaraðili með öll- um þeim útboðum. Á meðal helstu einkafjárfesta sem eiga hlut í Skeljungi eru Jón Diðrik Jónsson, stjórnarformaður og eig- andi afþreyingarfyrirtækisins Senu, Ingi Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Lyfju sem seldi 9% hlut sinn í lyfjafyr- irtækinu Invent Farma á árinu 2013 með góðum hagnaði, og Steinar Þór Guðgeirsson, hæstaréttar lögmaður og fyrrverandi formaður skilanefnd- ar Kaupþings. Jón Diðrik er stjórnar- formaður Skeljungs en Ingi er vara- maður í stjórn félagsins. Þá situr Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, varaformað- ur bankaráðs Landsbankans og for- stöðumaður á fjármálasviði Öss- urar, í stjórn Skeljungs fyrir hönd fjárfestingafélags í eigu Steinars. Samkvæmt upplýsingum um hluthafa Skeljungs á heimasíðu fé- lagsins á Einarsmelur ehf., fjár- festingafélag Einars Arnar Ólafsson- ar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, einnig hlut í félaginu. Einar Örn lét af störfum sem forstjóri Skeljungs í mars í fyrra, skömmu eftir að nýir eigendur komu að rekstrinum, og tók Valgeir þá við starfi hans. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Fyrrverandi eigendur högnuðust um milljarða Fyrrverandi eigendur Skeljungs og fær- eyska olíufélagsins P/F Magns högnuð- ust um marga milljarða króna við sölu á félögunum fyrir liðlega ári. Aðaleigendur Skeljungs voru hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson en þau keyptu upphaflega 51% hlut í Skeljungi af Íslandsbanka haustið 2008 og eignuðust félagið að fullu árið 2011. Í lok október í fyrra var síðan upplýst um það í Morgunblaðinu að Halla Sigrún Hjartardóttir, þáverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, Einar Örn og Kári Þór Guðjónsson, ráð- gjafi og fjárfestir, hefðu einnig hagnast hvert um liðlega 830 milljónir króna við sölu á Skeljungi og P/F Magni. Þremenningarnir höfðu áður allir starfað í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka en hætt þar störfum 2009 og 2011. Höfðu þau keypt 66% hlut í Heddu eignarhaldsfélagi um mitt ár 2011 af Svanhildi og Guðmundi en það félag hafði vorið 2009 eignast P/F Magn fyrir aðeins 233 milljónir króna. Í árslok 2013 átti Hedda 66% hlut í Skeljungi og 25% hlut í Skeljungi. Félögin voru síðan seld saman fyrir samtals átta milljarða króna í janúar 2014. Í kjölfar frétta af eignarhaldi Höllu Sigrúnar ákvað hún að hætta sem stjórnarformaður FME þegar skipun hennar rann út um síðastliðin áramót. Á markað Skelj- ungur verður annað eldsneytisfélagið sem verður skráð í Kauphöllina. Forstjóri Skeljungs Óttast ekki að félagið sé of lítið til að fara á hlutabréfamarkað. Við prentum skýrslur - allt árið • Kjölheftun • Kjöllímdar • Rafræn vefútgáfa • Allar stærðir • Allt að 124 síður • Þykkari kápa • 80 -130 gr. innsíður Umslag annast prentanir ársskýrslna á gæðapappír og sér um allan frágang í framhaldinu. Stafræn prentun ársskýrslna er góður kostur og heldur kostnaði niðri og skiptir þá engu hvort óskað sé eftir einu eintaki af ársskýrslu eða 100. Hið sama gildir um annars konar skýrslur, t.d. afkomuskýrslur fyrir hvern fjórðung eða hálfsárslega, eða annars konar prentefni sem fyrirtæki eða félög þurfa að prenta og dreifa til hluthafa og/eða viðskiptavina. Fáðu tilboð í síma: 533 5252 eða umslag@umslag.is Við bjóðum hraða og góða þjónustu! Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.