Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Page 16
Helgarblað 10.–13. apríl 201516 Fréttir Skipuleggur vændisferðir erlendis fyrir Íslendinga n Ekki bara lúðar sem eiga ekki séns í aðrar konur n Vill bjóða löglega leið til að kaupa vændi Ó li er 29 ára einhleypur námsmaður í Hamborg í Þýskalandi. Hann stundar framhaldsnám í viðskipta- geiranum en meðfram náminu stundar hann nýstárlega tegund ferðaþjónustu. Óli skipu- leggur vændisferðir fyrir Íslendinga til Evrópu og stóð fyrir sinni fyrstu ferð um miðjan janúar þar sem hann leiddi sex íslenska karlmenn í allan sannleikann um lostahlið- ar Berlínarborgar fyrir 50 þúsund krónur á haus. Umræða og eftirspurn „Ég hef aldrei skilið rökin á bak við vændislögin á Íslandi. Eftirspurnin er greinilega til staðar þó að vændi sé ólöglegt, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Ég heyrði af þessari hugmynd fyrir nokkrum árum þegar ég var ennþá búsettur á Ís- landi. Það var fyrir hrun og einhver aðili var að skipuleggja svona ferð- ir, það var reyndar þekktur maður í þjóðfélaginu. Ég fór ekki í svona ferð en þær voru ansi frægar fyrir hrun.“ Þarna kviknaði hugmyndin og þegar Óli flutti til Þýskalands fyrir ári síðan ákvað hann að láta til skarar skríða og hóf að skipuleggja ferðirnar. „Umræða um vændi á Íslandi hefur verið mikil á undanförnum árum. Menn eru að fara fyrir dóm fyrir að hafa keypt vændi, og þurfa að greiða háar sektir. Þá datt mér í hug að það væri sniðugt að bjóða þessum mönnum upp á löglega leið til þess að kaupa sér vændi.“ Óli setti inn upplýsingar á heimasíðu sem auglýsir vændi og fyrirspurnirnar byrjuðu að streyma inn. Sex Íslendingar í kynlífsferð Fyrsta skipulagða ferð Óla átti sér stað um miðjan janúar. „Það komu sex einstaklingar til mín, eða réttara sagt hitti ég þá í Berlín. Ég er ekki ferðaskrifstofa – heldur koma þeir á eigin vegum og fá mína leiðsögn um borgina með áherslu á vændi og kynlífskaup. Ég finn fyrir þá hót- el og kynni fyrir þeim hvað er hægt að gera í borginni, svo keyri ég þá á milli staða. Það er þjónustan sem ég rukka fyrir. Við völdum Berlín vegna þess að flugið þangað er á góðu verði og þjónustan sem er í boði er mikil og fjölbreytt. Þannig var auð- velt fyrir hvern og einn að finna það sem hann vildi.“ Í undirbúningi ferðarinnar var Óli í tölvupóstsambandi við menn- ina, sem sögðu honum hverju þeir væru að leita að. „Sumir voru ekki með neinar sérstakar kröfur en aðr- ir reyndari í þessum bransa.“ Að sögn Óla er þjónustan sem er í boði mjög breytileg en verðið er svipað um allt Þýskaland. „Hérna greiðir maður 50 evrur fyrir það sem mundi kosta 35 þúsund krónur á Íslandi. Þetta er staðlaður hálftími sem inniheldur munnmök og samfarir með smokk. Yfir helmingur vændiskvenna í þýskalandi býður þetta verð. Sumar rukka samt allt að því 80 evrur fyrir sama pakka – það eru þá vændiskon- ur sem eru líka klámmyndastjörnur eða líta sérstaklega vel út.“ Beinir viðskiptum til klúbba „Hér eru reknir kynlífsklúbbar, svo- kallaðir saunaklúbbar, sem eru flestir mjög huggulegir með sund- laugum og gufuböðum. Maður greiðir 20–80 evrur í aðgangseyri og fær slopp og inniskó. Innifalið er líka matur og drykkur, reyndar er aldrei selt áfengi, en það er hægt að hanga þarna allan daginn. Inni á þessum stöðum eru svo vænd- iskonur sem vinna á eigin vegum. Þær ganga um á nærfötum eða al- veg naktar og rukka sérstaklega fyrir sína þjónustu.“ Blaðakonu leikur forvitni á að vita hvort einhver leið sé fyr- ir vændiskaupendur að sannreyna hvort vændiskonan sé fórnarlamb mansals eða ekki. „Í Þýskalandi eru starfandi samtök sem starfa gegn mansali. Þeir staðir og klúbbar sem bjóða upp á vændi eru flestir aðilar að þessum samtökum og ég reyni að beina mönnum þangað. Maður notar skynsemina líka til að reyna að átta sig á þessu. Þeir sem koma í ferðirnar og spyrja um þær hafa aldrei minnst á þetta. Ég hef ekki átt nein alvarleg samtöl um áhyggjur af þessu, en ég trúi því ekki að neinn sé hlynntur mansali.“ Ekki lúðar sem kunna ekki á konur En hverjir eru að koma í þessar ferð- ir, voru þetta sex lúðar frá Íslandi sem kunna ekki að reyna við kven- fólk? „Nei, alls ekki,“ segir Óli og hlær, „þetta virtust ekki vera menn sem eiga í vandræðum með kven- fólk. Það er algengur misskilningur að þeir sem leita til vændiskvenna séu bara lúðar sem fá ekki að stunda kynlíf annars staðar. Ég veit lítið um bakgrunn mannanna – spurði til dæmis ekki um sambandsstöðu, enda kemur mér það ekki við. Við gerðum ýmislegt annað en að stunda kynlíf í ferðinni – fórum út að borða og svoleiðis. Í kvöldverðun- um spjölluðum við um ýmislegt en vorum nú ekki að fara djúpt í kyn- ferðismálin.“ Fölsuð sönnunargögn Í auglýsingu Óla um vændisferðirn- ar kemur fram að hann geti aðstoð- að menn við að falsa sönnunargögn um ferðirnar sé þess þörf. Þannig geta menn komið heim með myndir úr bjórkynningu eða af golfvellinum og gert þannig grein fyrir ferðum sínum. „Ég legg nú ekki mikið á mig í þessum efnum. Er svo sem ekki að fótósjoppa andlitin á mönnun- um inn á myndir af golfvöllum. Það er svo margt hægt að gera sem er menningarlegt og skemmtilegt og þeir sem vilja hafa myndir þess til sönnunar verða þá að gera eitt- hvað fleira en að stunda kynlíf með vændiskonum.“ Ein milljón kaupir vændi daglega En hvers vegna kaupa menn vændi? Blaðakonu þykir það vera stóra spurningin. Óli hefur keypt kynlíf bæði á Íslandi og erlendis og þykir það sjálfsagt mál. „Það er svo auð- velt að grípa í þetta – sérstaklega hérna úti. Ég las um daginn að ein milljón manna kaupi sér vændi dag- lega í Þýskalandi. Það eru tveir ólíkir hlutir að finna sér konu eða vænd- iskonu. Kynlífið er öðruvísi og öll samskipti eru öðruvísi. Maður ger- ir aðra hluti með vændiskonu – er djarfari í samskiptum. Margir fá að gera hluti sem makinn vill kannski ekki gera eða hluti sem ekki er við hæfi að gera í skyndikynnum. Fyrir suma snýst þetta um tilbreytinguna. Að fá að vera með konu sem er allt öðruvísi en konan heima hjá þeim.“ Að mati Óla er íslenski vændis- markaðurinn erfiður fyrir þá sem vilja kaupa vændi. „Í fyrsta lagi er þetta ólöglegt. Konurnar nota vill- andi myndir til að auglýsa sig – oft- ar en ekki eru þetta myndir af ein- hverjum allt öðrum svo þú veist aldrei hvern þú ert að fara að hitta. Auðvitað hefur fólk sínar skoðanir á þessum hlutum og það sem ég býð upp á er kannski á gráu svæði fyrir marga. En þegar upp er staðið er ég að bjóða mönnum, sem vilja kom- ast hjá því að brjóta lögin, að kaupa vændi á löglegan hátt.“ n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Margir fá að gera hluti sem makinn vill kannski ekki gera eða hluti sem ekki er við hæfi að gera í skyndikynnum. Ein ákvörðun getur öllu breytt www.allraheill.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.