Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 18
Helgarblað 10.–13. apríl 201518 Fréttir „Þetta er stórt samfélag“ n Um 500 manns spila póker reglulega n Háar fjárhæðir undir og langar setur við spilaborðið n Leita á náðir smálánafyrirtækja K allaðu mig bara ónafn­ greindan ógæfumann,“ seg­ ir viðmælandinn kíminn. Blaðamanni dettur aðeins eitt dulnefni í hug, Óli. Það veit enginn hver Óli er. Hann er á þrítugsaldri og er einn af þeim fjöl­ mörgu sem að spila póker reglulega á klúbbum bæjarins. „Ég heimsæki þá flesta reglulega, það fer bara eftir því hvar mest er að gera. Allir klúbb­ arnir eru með opnar Facebook­síð­ ur þar sem þeir tilkynna hvernig mætingin er og hvort um almenni­ legar upphæðir sé að ræða. Ég reyni að haga seglum eftir vindi og fer þangað sem mest er að gera,“ seg­ ir Óli. „Þetta er nokkuð stórt samfé­ lag og maður er farinn að kannast við allmarga. Ungir karlmenn eru í yfir gnæfandi meirihluta en þó finn­ ast spilarar á öllum aldri og af báðum kynjum. Kjarninn mæt­ ir grimmt en svo eru aðrir sem mæta endrum og eins. Reglulega slæðast svo inn nýliðar, oftast um helgar og þá kannski beint af djamminu. Iðu­ lega fara þeir út með skottið á milli lappanna og léttara veski. Ef þeir hins vegar eru heppnir og græða þá mæta þeir undantekningarlaust fljótlega aftur og þá er heppnin yfir­ leitt á þrotum,“ segir Óli. Misháir pottar „Það er mismun­ andi hvað pottarn­ ir eru háir en þegar þeir hörð­ ustu eru að spila þá geta millj­ ónir skipt um hendur á einni hönd,“ bæt­ ir Óli við. Traustið er talsvert innan samfélagsins. Margir eru með reikning hjá stöðun­ um, sumir í plús en svo eru aðrir í miklum mínus. Þó kem­ ur alltaf að skuldadögum. „Ég veit af að minnsta kosti einum sem skuldar um 5 milljónir á einum klúbbnum. Hann fær þó yfirleitt pen­ inga lánaða til að spila en fær ekk­ ert borgað út ef hann græðir það kvöldið. Það fer þá bara inn á skuldina. Hann er að reyna að vinna þetta niður hægt og rólega.“ Langar setur Seturnar geta verið ansi langar. Á dögunum var haldið Íslandsmót í Stór Bokka (e. High roller). Alls tóku 56 keppendur þátt. Mótið byrjaði klukkan 15.00 á laugar­ degi og því lauk um klukkan 10 að morgni sunnudags. Seturn­ ar eru þó oft enn lengri. „Ég þekki nokkra sem reglulega byrja að spila á föstudagskvöldi á ein­ hverjum klúbbnum og halda áfram, án hvíldar, eitthvað fram á sunnudag,“ segir Óli. Hann segir að í slíkum tilvikum dugi ekki kaffi til að halda mönnum vakandi. „Það eru margir sem neyta fíkniefna á þessum stöð­ um en það er aldrei neitt ves­ en. Menn eru fyrst og fremst að því til að halda sér einbeittum og ferskum.“ Taka „rake“ Að sögn Óla þekkist það að einhverjir staðir taki svokallað „rake“. Þá kroppar gjafarinn, sem klúbbarnir útvega, lítils háttar upphæð af hverjum potti. Yfirleitt á bilinu 2–5% en þó aldrei meira en 5.000 krónur af stærstu pottunum. Fimm pókerklúbbar á höfuðborgarsvæðinu U m páskana var opnaður nýr pókerklúbbur í Reykjavík. Staðurinn heitir Magma og er staðsettur í Lágmúla 5. Á nýja staðnum er ekkert til sparað. Tvö spilaborð, 9 manna hvort, eru á staðnum og eitt þeirra er útbúið sérstaklega fyrir sjónvarpsupptökur, en eigendur sjá möguleika í því að taka upp helstu mót. Stólarnir við spilaborðin eru sérmerktir staðnum og það sama gildir um spilin og spilapeningana. Magma er fimmti pókerstaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en hinir hafa verið starfræktir um þó nokkurt skeið og virðast fá að starfa nokkuð óáreittir enda halda eigendur því fram að þriðji aðili hagnist á engan hátt af starfseminni. Hinir fjórir staðirnir á höfuðborgarsvæðinu eru eftirfarandi: Casa - Aðalstræti 9, 101 Reykjavík. Gengið inn frá Fógetagarðinum. Gullöldin - Hverafold 5, 112 Reykjavík. Maverick Pókerklúbbur - Engihjalla 8, 200 Kópavogi. Póker & Play - Faxafen 12, 108 Reykjavík. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Sá nýjasti var opnaður um helgina „Ég veit af að minnsta kosti einum sem skuldar um 5 milljónir á einum klúbbnum. Casa Aðalstræti 9 Maverick Pókerklúbbur Engihjalla 8 Póker & Play Faxafen 12 Magma Lágmúla 5 Magma Pókerklúbburinn var opnaður um páskana og eru allir innanstokksmunir merktir klúbbum. Gull- og silfurkökur Kökurnar eru merktar stað num. Páskaopnun Boðið upp á páskaegg í tilefni opnunarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.