Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 26
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 26 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Við erum með frábæra kennara Þetta er ekki falleg kveðjugjöf Það er rangt Hrollvekjandi bankabónusar Friðrik Eysteinsson vandar HÍ ekki kveðjurnar. – DVBjörn Þorvaldsson segir ekki rétt að ruglað hafi verið saman „Ólum“ í al Thani-málinu. – DV F lest fyrirtæki vilja gera vel við sitt besta starfsfólk. Það er hægt með ýmsu móti. Bankastofn- anir hafa gjarnan horft til þess að veita bónusa. Samkvæmt núg- ildandi lögum er heimilt að veita bónusa sem nema fjórðungi af árs- launum starfsmanns. Hér er horft til lykilstarfsmanna. Nú vilja bankarn- ir hækka þessar mögulegu bónus- greiðslur. Þessi vilji kom mjög skýrt fram í umsögn Samtaka fjármála- fyrirtækja (SFF) nú nýverið, til efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps fjármálaráðherra um breytingar á lögum um fjármála- fyrirtæki. Í frumvarpinu er lagt til að bón- usgreiðslur verði óbreyttar, eða 25% af árslaunum. SFF lagði til í umsögn sinni að bónusarnir myndu hækka í 100% af árslaunum. Og, það sem meira er, að hluthafafundi í þessum fjármálafyrirtækjum yrði heimilt að hækka bónusana enn frekar, eða í 200% af árslaunum. Ef tekið yrði tillit til umsagnar SFF myndi það þýða að banka- menn gætu fengið tvöföld árs- laun yrði heimildin nýtt til fullnustu. Hvaða starfsmaður er svo verðmætur að hann verðskuldi að fá árslaun í bón- us? Fái í raun tvöföld laun fyrir árið? Sjálfsagt eiga lesendur eflaust í nokkrum vanda með að finna slíkan einstakling – slíkt ofurmenni á sínu sviði. Hér á árum áður þótti öðrum stéttum þrettándi mánuður banka- manna öfundsverður. Hugmyndir um auka ár, jafnvel á hverju ári, eru með ólíkindum. Tímasetningin á þessari umsögn SFF er afleit. Kjarasamningar í full- um gangi og verkfallsvofan vofir yfir íslensku samfélagi. Verkföll eru þegar hafin og algerlega ófyrirsjáan- legt hversu umfangsmikil og kostn- aðarsöm þau reynast á vordögum. Að setja fram þessa kröfu við þær að- stæður sem nú ríkja er ekki gáfulegt. Bankamenn hafa átt undir högg að sækja í umræðunni frá hruni og mátt sitja undir margs konar ávirðing- um. Margar þeirra hafa verið um af- leiðingar bónusa – eða kaupauka eins og bónusar eru gjarnan kallaðir. Bónusar eru mjög vandmeðfarið fyr- irbæri. Ef þeir eru hvati fyrir fólk til að ná ákveðnum skammtímamarkmið- um geta þeir hæglega leitt til hegð- unar sem er varasöm og munum við mörg hver enn eftir því frá hrun- inu. Hér þurfa bankamenn og stjórn- málamenn að sýna ábyrgð og skyn- semi. Það er engin skynsemi í því að bjóða árslaun í bónus í bönkum á sama tíma og verkalýðurinn býr sig undir að marsera í kröfugöngur þar sem barist er fyrir 300 þúsund króna lágmarkslaunum eftir þrjú ár. Banka- starfsemi er ekki merkilegri fyrir- tækjarekstur en annar. SFF eru hags- munasamtök og berjast fyrir sína umbjóðendur, en þarna fóru sam- tökin út af sporinu og misstu sjónar á samhenginu í íslensku samfélagi. n Söguleg stund Kringlukráin er eitthvert best geymda leyndarmál íslensku veitingahúsaflórunnar eins og fjöl- margir fastagestir geta vitnað um. Þar hittast margir á plott- fundum í há- deginu og í vik- unni mátti sjá tvo fjandvini á hvorn á sínu borðinu í góðra vina hópi. Voru þar komnir þeir Björgólfur Guðmundsson, kenndur við Haf- skip og síðar Landsbankann, og Gunnar Þ. Andersen, fyrrver- andi forstjóri Fjármálaeftirlitsins og aðalheimildarmaður Helg- arpóstsins sáluga um fall Haf- skips sem gerð voru skil í frægum greinaflokki Halldórs Halldórs- sonar. Bjart í Skagafirði Óhætt er að segja að bjart sé yfir í Skagafirði. Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra leggur til að 130 störf verði flutt eða sköp- uð í landshlutan- um og stefnt er að því að 100 verði í Skagafirði. Á sama tíma gengur körfuknattleiksliði Tindastóls frá Sauðárkróki allt í vil en liðið er komið í undan- úrslit um Íslandsmeistaratitil- inn. Í kvöld (föstudag) etur liðið kappi við lið Hauka í Hafnarfirði og býður Sveitarfélagið Skaga- fjörður upp á fríar sætaferðir á leikinn að norðan. Velta má fyrir sér hvort réttnefni sé að tala um fríar sætaferðir en Sveitarfélag- ið Skagafjörður fær 25,4 prósent skatttekna sinna frá Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga. Bitist um stólana í sam- einuðum banka Stjórnir MP banka og Straums fjárfestingabanka horfa nú til þess að fyrirhugaður samruni félaganna, sem tilkynnt var um í febrúar síðast- liðnum, geti form- lega gengið í gegn 1. ágúst næst- komandi. Vinnu við áreiðan- leikakannanir lauk undir lok síð- asta mánaðar og drög að skipuriti sameinaðs banka liggur enn fremur fyrir. Þar gera ýmsir tilkall til yfirmannsstöðu. Ljóst er að Jakob Ásmundsson, forstjóri Straums, og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, munu báðir gegna starfi for- stjóra í sameinuðu félagi. Jakob mun stýra fjárfestingabanka- starfsemi á meðan Sigurður Atli verður forstjóri eignastýringar og viðskiptabankastarfsemi. Þá er gert ráð fyrir því að Bjarni Eyvinds Þrastarson hjá MP banka verði framkvæmdastjóri markaðsvið- skipta sameinaðs banka en ekki Þorlákur Runólfsson sem tók við því starfi hjá Straumi í síðasta mánuði. Anna Sigríður skólastjóri segir mörg atriði skýra af hverju Ísaksskóli sé í sérflokki. – DV É g er enn að reyna að skilja umræðuna um styttingu náms til stúdentsprófs. Þessa dagana sérlega þar sem sumir virðast halda að þetta sé ein- hver ný dilla sem verið sé að troða í gegn, með hraði og þvert á vilja skólanna sem slíkra. Meira að segja háskólarektors- frambjóðendur virtust telja í þættinum Vikulokin að þetta væri enn á hugmyndastigi (sjá sarp RÚV 4/4 2015). Þá töluðu þeir um að rýra gildi stúdentsprófsins og að- eins einn þeirra virtist vita um að- gangskröfur skólanna sem gera nú í fæstum tilvikum kröfur um það nám sem hefur verið í gangi síð- ustu ár. Það er sem sé eitt og annað sem vantar í umræðuna. Menn gefa sér að núverandi kerfi sé gott. Nú ætla ég ekki að fullyrða að svo sé ekki en bendi á að það er næsta fátt til sem segir af eða á um það. Kerfið hefur ekki verið rann- sakað sem slíkt. Auk þess sem nú- verandi kerfi er eiginlega ekki kerfi. Á þetta hefur margoft verið bent. Þá tala menn eins og þessi styttingarumræða sé einhver bráðasýki núverandi menntamála- ráðherra. Loks miðar umræðan við ein- hverja mynd af skólakerfi sem er bara alls ekki til. Heildarmynd? Setjum þetta upp svona: Á dögunum hlýddi ég á sam- tal þar sem kvartað var yfir því að HÍ væri að innleiða aðgangspróf (APH) vegna styttingarinnar. Þetta er ekki rétt. Aðgangsprófin og um- ræðan um þau kom í kjölfar lag- anna frá 1996 og hafa þau verið í umræðu um langt skeið. Þau eru framkvæmd á grunni núverandi kerfis, en ekki þess nýja. Raunar mætti halda því fram að ef háskóla- stigið hefði fallist á samræmd stúd- entspróf sem reynt var að halda í upphafi 21. aldarinnar þá væri ekki þörf fyrir APH. Aðgangskröfur háskólanna eins og þær birtast á vefjum t.d. HÍ, FSu og FMos eru síðan afar fróð- legar og kalla á verulega fækkun námsgreina. Þannig er lagadeildin nánast eina deildin sem kallar á dönsku. Þriðja mál er nær aldrei nefnt, hvað þá fjórða mál. Sagan sjaldan og félagsfræðin og þannig má lengi telja. Með öðrum orðum háskólar gera varla kröfu um það stúdentspróf sem í boði er. Svo má spyrja, hvað er stúdents- próf? a. Tveggja ára kerfi Menntaskólans Hraðbrautar (vottað af MRN)? b. Þriggja ára kerfi Kvennaskólans, FMos, FSnæ og MTröll (vottað af MRN)? c. Fjögurra ára kerfið skv. námskrá frá 1999 (vottað af MRN)? d. Próf úr Sumarskóla FB (vottað af MRN)? e. Próf úr öldungadeild eða fjar- námi (vottað af MRN)? f. Próf úr háskólabrúm (vottað af MRN)? g. Próf úr ríkisskólum eða einka- skólum eða áfangakerfi eða bekkj- arkerfi (vottað af MRN)? h. Minnt er á að í áfangaskóla geta nemendur verið 2,5 ár eða fleiri að ljúka fjögurra ára kerfinu! i. Og svona rétt til að kóróna vitleys- una má benda á fjölmargar „ytri út- tektir“ á vegum Mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins (MRN) sem nær aldrei fjalla um kennslu og nám … hvers virði sem það nú kann að vera. Sem sé – um hvaða kerfi er verið að standa vörð? Loks er mjög mikilvægt að menn skilgreini hvers vegna duglegir ís- lenskir nemendur ættu að sitja þetta nám í fjögur ár? Það þekkist varla á Vesturlöndum að nemendur séu að taka aðgangspróf að háskóla 20 ára gamlir. (sjá hvítbók). Heildarmynd? Eitt enn – heimurinn breytist. Skólinn er fyrir nemendur. Gleym- um því ekki. a. Umræðan um lengd náms til stúdentsprófs er ævagömul. Þegar MR var stofnaður á 19. öld var hann sex ára skóli. Árið 1949 voru tveir bekkir teknir af og í umbrotum áranna 1960–1970 var rætt um þriggja ára nám en sæst á sveigjan- legan námstíma. b. Umræðan um lengd náms til stúdentsprófs hófst aftur í lok 20. aldar og ekki að undra því skólaár- um grunn- og framhaldsskóla var breytt (sjá neðar). Hún fór á flug í upphafi þeirrar 21. og birtist í frekar uppblásnum og yfirspiluðum mót- mælum 2003. c. EN tökum eftir því að frá 1996 hefur grunnskólaárið lengst um alla vega tíu daga og einu ári verið bætt við grunnskólann. Að auki var öðrum tíu dögum bætt við skólaár framhaldsskólans. Þetta eru eitt ár og 140 dagar (en skólaárið er 180 dagar í grunnskóla og 175 í fram- haldsskóla) og lengist um fimm daga næsta haust í framhaldsskólum (og hefur þegar lengst í sumum hvort sem er á grunni gamla kerfisins eða nýja). Sem sé námstími frá upphafi skólaskyldu og til stúdentsprófs hef- ur frá 1996 lengst um tæp tvö skóla- ár í dögum talið en það hefur engin áhrif á námstíma til stúdentsprófs. Sem sé meðan erlend ungmenni t.d. í Danmörku og Bretlandi geta eðli- lega lokið stúdentsprófi 18 ára (og hafa gert það í áratugi) þá ljúka íslensk ungmenni því 20 ára og á sama tíma búið að lauma tveimur námsárum inn án þess að það hafi áhrif á námskrár og skipulag skól- anna. Með öðrum orðum: - Aðgangspróf háskóla tengjast ekki styttingunni. - Aðgangskröfur háskólanna gera varla kröfu um það stúd- entspróf sem í boði er. - Um hvaða stúdentspróf vilja menn standa vörð? - Hvers vegna ættu íslenskir nemendur að sitja þetta nám í fjög- ur ár, nánast einir Vesturlandabúa? - Hvers vegna er kerfið óbreytt þrátt fyrir að námsár lengist og þeim fjölgi? Hræðsluáróður Það sem mér finnst einkenna umræðuna er að andstæðingar styttingar slá fram hræðsluáróðri og sleggjudómum sem oft eru ekki byggðir neinu nema óljósum slag- orðum um skerðingu náms og ekki eigi að hrapa að málum. Málið er svolítið eins og fleiri hér á landi, knúið af hagsmunum og er eins og frosið á sama stað. Illugi á ekki þetta mál. Þetta er búið að vera á hönd- um allra ráðherra menntamála frá aldamótum. Hversu margir hafa þeir verið? Það að allir eru að flýta sér núna er vegna þess að skólarn- ir og starfslið þeirra hafa dregið lappirnar og látið eins og þetta væri vondur hausverkur. Hann hljóti að líða hjá. Og því er nú verr að fæstir horfa á heildarmyndina. Það var því fagn- aðarefni að það gekk svo fram af þáttastjórnanda Vikuloka RÚV 4/4 sl. að hann benti háskólarektors- frambjóðendum á að styttingin væri ekki hugmynd heldur að hún væri að koma til framkvæmda haustið 2015. Það er næsta haust. Eins og einhver sagði: „Wake up and smell the coffee.“ n Styttingin eina ferðina enn Magnús Þorkelsson skólameistari Flensborgarskóla Kjallari „Þá tala menn eins og þessi styttingarumræða sé ein- hver bráðasýki núverandi menntamálaráðherra. „Hér á árum áður þótti öðrum stétt- um þrettándi mánuð- ur bankamanna öfunds- verður. Hugmyndir um auka ár, jafnvel á hverju ári, eru með ólíkindum. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.