Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 32
2 Ferðir - Kynningarblað Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Fjölbreytt afþreying í boði Steinsstaðir ferðaþjónusta í Skagafirði H jónin Friðrik Rúnar Frið- riksson og Jóhanna Sig- urðardóttir hafa frá árinu 2004 rekið ferðaþjónustu að Steinsstöðum, 11 kíló- metra frá Varmahlíð í Skagafirði. Á Steinsstöðum má finna gisti- heimili, tjaldstæði, sumarhús, leik- tæki fyrir börnin, og sundlaug með heitum potti. „Staðurinn er mjög vinsæll fyrir ættarmót og það eru 22 ættarmót bókuð í sumar. Í miðri viku er meira um erlenda ferða- menn,“ segir Friðrik. Gistiheimilið er uppgerður skóli sem rúmar 35–40 manns. Herbergin eru 2–4 manna, þau eru samtals 16 og þar af 6 með snyrtingu. Borðstofa, setustofa og eldhús er í gistiheimilinu, ásamt frírri internettengingu. Umhverfið er hlýlegt og fallegt og skemmti- legar gönguleiðir í nágrenninu. Fjósið er gamalt útihús sem var nýlega breytt og allt tekið í gegn. Í því eru sex herbergi með snyrtingu, og rúma samtals 16 manns, og tveir salir, báðir með eldunaraðstöðu, annar rúmar 100 manns og hinn 70 manns. Sumarhúsið er einnig nýupp- gert, gamalt og notalegt sumarhús. Sumarhúsið er 2–3 manna með borðstofu, svefnherbergi, snyrtingu og eldunaraðstöðu. Á Steinsstöðum er boðið upp á morgunmat, hádegismat og kvöld- mat eftir óskum hvers og eins, ef pantað er með fyrirvara. Á Steinsstöðum eru einnig tvö góð tjaldstæði með inniaðstöðu: matsal, eldunaraðstöðu, snyrtingu, geymslu og fleira. Á Steinsstöðum er einnig bílaþvottaplan, heitt og kalt vatn, rafmagn í húsbíla og los- unarútbúnaður fyrir húsbíla. Góð samvinna er við aðila í nágrenninu sem bjóða upp á ýmsa afþreyingu og því næg af- þreying í boði fyrir þá sem hana vilja: „Við erum í tengslum við Viking rafting og hestaleigur í nágrenninu og það er paintball hérna,“ segir Friðrik. Friðrik nefnir að lokum að mikið sé um að tíundu bekk- ir úr skólum alls staðar að af landinu komi í útskriftarferð á Steinsstaði, fara nemendurnir í raft- ing, paintball, klettaklifur, sjóstöng, skotfimi, Drangeyjarferð og fleira. Það er ljóst að það er hægt að hafa nóg fyrir stafni að Steinsstöðum í Skagafirði. Frekari upplýsingar má fá í síma: 899-8762 netfang:steinstadir@sim- net.is. n Steinsstaðir Húnaflói Sauðárkrókur Hvammstangi „Fjórhjólaferðirnar eru okkar aðalsmerki“ Þórisstaðir: gisting, fjórhjólaferðir, veiði og fótboltagolf H jónin Elvar Grétarsson og Aðalbjörg Alla Sigurðar- dóttir, sem rekið hafa fjór- hjólaleiguna Snilldarferðir við miklar vinsældir síð- an 2012, tóku við rekstri Þórisstaða í Hvalfirði 1. apríl. Á Þórisstöðum er stórt og fjöl- skylduvænt tjaldsvæði sem liggur við Þórisstaðavatn. Tjaldsvæðið er með hreinlætisaðstöðu, rafmagn og þjón- ustu fyrir húsbíla. Þjónustumiðstöð Þórisstaða nefn- ist Kaffikot og er þar rekið kaffihús og boðið upp á léttar veitingar á góðu verði. Samkomusalur Þórisstaða, Fjárhúsið, er tilvalinn fyrir ættarmót, brúðkaup, starfsmannaskemmtan- ir og aðrar samkomur og tekur allt að 200 manns í sæti. Sértjaldsvæði er við Fjárhúsið. „Það eru aðeins ör- fáar helgar lausar í sum- ar,“ segir Elvar. Minni salur sem tekur 50– 70 manns er einnig á staðn- um, ásamt sumarbústað sem hægt er að leigja. Fjölbreytt afþreying er í boði og má nefna fót- boltagolf, veiði og fjórhjólaferðir. „Fjórhjólaferðirnar eru okkar aðals- merki,“ segir Elvar. Fjórhjólaleigan býr að átta tveggja manna Polaris- fjórhjólum. Meðferð hjólanna er kennd áður en lagt er af stað og all- ar ferðir eru með leiðsögn. „Á vorin og haustin er mikið um að fyrirtækjahópar komi til okkar og fari á fjórhjól og annað og sjá- um við einnig um mat, en grillað er fyrir mannskap- inn. Þetta er mjög vinsælt,“ segir Elvar. Þórisstaðir bjóða upp á nýj- ung sem vígð verður um hvíta- sunnuhelgina: fótboltagolfvöll. „ Reglurnar eru þær sömu og í golf- inu, en holurnar eru stærri og all- ir geta sparkað bolta, þó að þeir geti ekki spilað golf,“ segir Elvar. Hægt er að kaupa stangveiðileyfi í þremur stöðu- vötnum: Geita- bergsvatni, Þóris- staðavatni (Glammastaðavatni) og norðanverðu Eyrarvatni. Jafnframt er hægt fara í ratleiki og gönguferðir og einfaldlega njóta fjöl- breytts landslags og fuglalífs Hval- fjarðar. Á veturna er tjaldvagna- geymsla á Þórisstöðum og hægt að koma tjaldvögnum og fellihýs- um í geymslu. Fjórhjólaferðirnar eru í boði allt árið, en tjaldsvæði og samkomusalur frá 1. maí út september, allar nánari upplýsingar má fá í símum 431-1549 og 691-2272 eða með því að senda póst á snilldarferdir@gmail.com. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.