Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Page 47
Lífsstíll 43Helgarblað 10.–13. apríl 2015
TanTra og Takmarkalaus ásT
n Miklu meira en kynlíf n Nautnin kemst á annað stig n Karlar geta líka fengið raðfullnægingu n Ást án eigingirni og takmarkana n Halda námskeið í Reykjavík
á því. Við erum að tala um sömu
upplifun en misjafnar aðferðir til að
skýra það sem gerist. Það er hægt að
bera þetta saman við að lýsa kan
ínu. Lýsingin verður þá mismun
andi eftir því hvort kanínan er gælu
dýrið þitt eða steikin þín. Hún er
mjúk og með falleg augu eða hún er
góð með sinnepssósu. Sama fyrir
bærinu er lýst út frá mismunandi
sjónarhorni en báðar lýsingarnar
eru þó sannar.“
Fullnæging án sáðláts
En aftur að kynlífinu. Að sjálf
sögðu eru það sjö prósentin
sem vekja mestan áhuga minn.
„Margir misskilja þetta og halda að
ástundun tantra feli í sér leyfi til að
sleppa sér alveg í kynlífinu. Við not
um vissulega kynlíf, en á ákveðinn
hátt og innan ákveðins ramma. Ef
við förum út fyrir þennan ramma
getum við ekki kallað það tantra
lengur. Í fyrsta lagi tengir tantra
alltaf kynlíf við kærleika. Kynlíf án
ástar er það sem dýrin gera úti í
haga, við erum manneskjur og ætl
umst til þess að kynlíf innihaldi
meira en kynlíf dyranna. Í öðru lagi
er kynlíf notað sem uppspretta fyr
ir orku og vellíðan. Venjulega missa
karlmenn þessa orku í gegnum sáð
lát – og því miður fyrir marga ger
ist þetta alltaf hraðar og hraðar. Það
eru oftast ekki nema nokkrar mín
útur sem nautnin varir fyrir karl
manninn áður en botninn dettur úr
tunnunni með mikilli sprengingu
sem er fullnægingin. En þetta þarf
ekki að vera þannig. Misskiln
ingurinn liggur í því að tengja full
næginguna við sáðlát. Við getum
fengið þessa fullnægingu og nautn
ina án þess að missa orkuna úr lík
amanum með sáðláti. Fullnægingin
kemur en karlinn heldur reisn og
getur haldið áfram að njóta. Þess
vegna getum við talað um raðfull
nægingu karla í tantra.“
Fósturstellingin óþörf
Nú hugsa ég til lífeðlisfræðitímanna
hjá Jóni Ólafi Skarphéðinssyni þar
sem ég lærði um áhrif prólaktíns.
Það er hormón sem losnar við sáð
lát karlmanns og veldur því að hann
þarf að leggjast í fósturstellingu í dá
lítinn tíma og jafna sig eftir á. Ef sáð
látið verður ekki er rökrétt að ætla
að karlinn losni við þennan topp í
prólaktínframleiðslu. Ég minnist á
þetta við viðmælendur mína: „Út
frá sjónarhorni tantra mundum við
útskýra þetta með því að þú missir
orkuna þína við sáðlátið. Það sést
einfaldlega á því að fyrir augnabliki
síðan varstu uppspenntur og al
gjörlega á toppi tilverunnar, og svo
liggurðu eins og hrúga eftir sáðlátið.
Það þarf enga snilligáfu til að sjá að
það hefur orðið einhver breyting á
orkustigi líkamans.“ Þetta hljómar
eins og önnur leið til að lýsa sömu
kanínunni – og væri athyglisvert að
mæla.
Hraðinn hamlar nautninni
Magdalena bendir á hversu tak
markandi það sé að nota sáðlát
karlmannsins til að marka enda
punktinn á kynlífsleiknum. „Töl
fræðin segir okkur að meðaltími
kynmaka hjá pörum er 3–11 mín
útur. En við vitum að það tekur
konuna um 20 mínútur að kom
ast að kynorkunni sinni og hleypa
henni upp á yfirborðið. Þess vegna
upplifa margar konur ekki eró
tíska nautn og fullnægingu því at
lotin eru of stutt. Þetta gengur svo
hratt fyrir sig og fólk lítur á þetta
eins og keppni – reynir að komast
eins hratt í mark og mögulegt er.
Fókusinn verður á losun orkunnar
í stað þess að njóta. Það er ekkert
markmið í kynlífi nema að deila
ástríðu og nautn. Þegar fólk átt
ar sig á þessu verða ástarleikirnir
sjálfkrafa miklu lengri og nautnin
kemst á annað stig. Þú ferð að upp
lifa hluti sem þú gerðir ekki áður
því allt gerðist svo hratt.“
Ást eða viðskipti
Þau minntust á að kynlíf í tantra
væri alltaf tengt við ást. Mér leikur
forvitni á að vita hvers konar ást þau
eru að tala um. Er ástin skilgreind
á hefðbundinn hátt sem tilfinning
í einmakasambandi sem útilokar
þá tilfinningu gagnvart öðrum, eða
hvað eru þau að meina?
Serafim verður fyrir svörum
og hitnar allur í röddinni: „Nei, ég
er að meina ÁST, ást án skilyrða,
óeigin gjarna ást. Ef ég segi við
konu, ég elska þig. Þá er punktur
eftir þá fullyrðingu – en ekki langur
listi yfir það hverju ást mín er háð.
Ef það væri afstaða mín væri ég ekki
að gefa neitt, heldur selja ást mína
fyrir eitthvað sem ég vil fá í staðinn.
Langflestir eiga í svona ástarvið
skiptum, að minnsta kosti í upphafi
sambands. Það er það sem okkur er
kennt að gera. En þessi ást er tak
mörkuð því ef þú brýtur gegn einu
ákvæði samningsins fellur hann
úr gildi. Annaðhvort heldur þú þig
á mottunni – eða þú getur farið.
Hvers lags ást er það? Mundirðu
segja það við barnið þitt? Ef þú gerir
ekki eins og ég segi þá hendi ég þér
út og vil ekki sjá þig aftur og ég mun
lögsækja þig og reyna að ná öllum
peningunum þínum af þér – mundi
maður kalla það ást? Ekki að mínu
mati. Ást segir, ég elska þig. Það eru
engar kröfur og engin skilyrði.“
Hversu marga er hægt að elska?
Skilyrðislaus ást, ekki viðskiptaást,
hljómar fallega. En hvað með fjölda
þeirra sem hægt er að elska á þenn
an hátt, hvernig líta tantrafræðin á
fjölástir?
„Að sjálfsögðu getur þú elskað
fleiri en einn. Ástin þarf ekki að
vera rómantísk eða kynferðisleg. Þú
elskar makann, vinina og börnin
þín. Að okkar mati er þetta skali frá
núlli og upp í óendanlegt. Viðhorfið
um endanleika ástarinnar er hið al
menna viðhorf. Ástin í hinum hefð
bundna skilningi flæðir á milli fólks
eins og í litlum lækjum. Ef við leyf
um okkur hins vegar að elska tak
markalaust verður ástin frekar eins
og stórfljót og að lokum komum við
að hafinu sem er óendanlegt. Þá
tölum við ekki lengur um ást sem
er bundin einni persónu heldur
hugarástand. Þá skiptir ekki máli
hver kemur í námunda við þig, allir
munu finna fyrir því að það er dá
lítið þægilegt að vera í návist þinni.
Ómeðvitað finnur fólk þegar ein
hver elskar án eigingirni og tak
marka.“
Það væri óneitanlega
ljúft að fljóta um í hafi
óendanlegrar ást
ar. En hvernig
skyldu hinar tantrísku hugmyndir
hafa fallið í kramið hjá kaldlyndu
þjóðinni hér á norðurhjara? „Við
komum til landsins 2007, rétt fyr
ir hrun,“ segir Serafim og bætir því
við að andleg heilsa Íslendinga hafi
haft mjög gott af hruninu. Þar erum
við sammála. „Eftir fyrsta árið vor
um við að því komin
að flytja aftur út.
Mér fannst
Íslendingar ekki hafa neinn áhuga
á því sem ég hafði að segja og það
var niðurdrepandi að mæta í hvern
einasta tíma í heilt ár og kenna
tveimur til þremur nemendum.“
Magdalena samsinnir þessu:
„Við höfðum sem betur fer þolin
mæði og höfum hana enn, því við
lifum ekki á jógakennslunni. Þetta
er hugsjón.“ Magdalena útskýrir
fyrir mér að Danir séu miklu opnari
fyrir því að koma á námskeið sem
fjallar að einhverju leyti um kynlíf
og kynorku. Hún segir Íslendinga
haga sér öðruvísi.
Feimnir Íslendingar
„Það er algengt að annar aðili í
parasambandi byrji á námskeiði
hjá okkur, og merkilegt að oft er
þetta útlendingur í sambandi
með Íslendingi. Íslendingurinn
er feimnari, hann bíður heima
og hættir sér svo kannski með
síðar á námskeiðinu. Þetta
hefur gerst aftur og aftur.
Konur eru líka miklu opnari
en karlar, og hafa frekar
frumkvæði að því að koma á
námskeiðin okkar.“
Geta einstaklingar lagt
stund á tantra eða þarf kona að
vera í sambandi? „Þú þarft bara
að vera lifandi og upplifa þig
sem karl eða konu,“ segir Ser
afim, og bætir því við að allir geti
lagt stund á tantra. Hann minn
ir mig líka á að kynlífið er bara sjö
prósent af því sem tantra fjallar um.
Allar upplýsingar um námskeið
Magdalenu og Serafim má finna
á síðunni www.natha.is. Sunnu
daginn 12. apríl bjóða þau upp á
ókeypis kynningarfyrirlestur und
ir yfirskriftinni „Hvað er tantra?“
í Natha Yogacenter, Bolholti 4, kl.
19. n
„Misskilningur-
inn liggur í því að
tengja fullnæginguna við
sáðlát. Við getum feng-
ið þessa fullnægingu
og nautnina án þess að
missa orkuna úr líkam-
anum með sáðláti. Full-
nægingin kemur en karl-
inn heldur reisn og getur
haldið áfram að njóta.
Smart föt
fyrir smart konur
Sjáðu
úrvalið á
tiskuhus.is
Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464
Stærðir 38-54