Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 50
46 Menning Helgarblað 10.–13. apríl 2015 GÓLFMOTTUR Við leigjum út gólfmottur í anddyri. Haltu fyrirtækinu hreinu og minnkaðu ræstingakostnað. Við sækjum og sendum. Fáðu verðtilboð! 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is H önnunarhornið fagnar því að DV skuli aftur komið með rauðar rendur á kjöl forsíð­ unnar. Rendurnar voru því miður aflagðar fyrir fáeinum árum, en hafa nú endurheimt sess sinn að nýju. Forsíður helstu fjölmiðla heims skipta lesendur miklu máli og minnstu breytingar vekja umtal og deilur. Rendurnar á DV eru því hluti af íslenskri hönnunarsögu og mik­ ið fagnaðarefni að hugað sé að því að endurvekja það sem er gamalt og gott með þessum hætti. n Haldið í sögulegar hefðir Fjársjóðurinn liggur í gömlum íslenskum hefðum Aldís Rún er hæfileikaríkur fatahönnunarnemi á öðru ári í Listaháskólanum A nnars árs nemar fata­ hönnunardeildar Lista­ háskóla Íslands áttu sviðið í Hörpu í vikunni á tískusýningu þar sem hver nemandi sýndi þrenns kon­ ar heildarútlit og var þetta útkoma 6 vikna námskeiðs sem kennt er í LHÍ. Samtals sýndu tíu nemendur verk sín, þar af þrír skiptinemar. Þar sem þessi tískusýning er sú allra fyrsta sem flestir nemendur taka þátt í er sýningin yfirleitt talin bjóða upp á meira krassandi „catwalk“ og nemendur þora að taka meiri áhættu. Tískusýningin er iðulega talin vera undirbúningur fyrir út­ skriftarsýninguna sem koma skal. Svefnlausar nætur Aldís Rún Ingólfsdóttir er 25 ára og afar hæfileikaríkur fata­ hönnunarnemi sem hugsar út fyrir kassann. Hún er einn þeirra nem­ enda sem sýndu verk sitt í Hörpu. Hönnunarhornið ræddi við Aldísi, sem hefur sótt sér innblástur víða að. Hún býr í vesturbænum, hef­ ur ferðast víða um heiminn, lært japönsku, unnið í París, og notar sykur til að vinna efnið í flíkunum sem hún býr til. Hún segir vinnuna sem liggur að baki flíkunum oft strembna og stundum valda svefn­ lausum nóttum. En að lokum, þegar flíkin er tilbúin, þá kemur ofsa­ gleðin! Af hverju ákvaðst þú að læra fata- hönnun? „Ég hef alltaf haft djúpstæðan áhuga á fatnaði og efnum, alveg frá því að ég fékk í raun að klæða mig sjálf. Mér finnst þetta svo mikil­ vægur partur af mannlífinu, fatn­ aður segir svo margt um mann­ eskjuna og hvað hún vill gefa frá sér, eiginlega snýst fatavalið mikið um það að tjá persónuleika. Annars finnst mér listir skipa svo stóran sess í samfélaginu, en fólk gleym­ ir oft að fatahönnun er listform og fatahönnuðir skapa list með fatn­ aði sínum. Að baki hverri flík liggur mikil tækni, samsetning, speki og fagurfræði þar sem samspilið er oft flókið og vandasamt. Fatahönnuð­ ir spýta ekki út stuttermabolum og stuttbuxum heldur skapa þeir list. Föt eru ekki bara föt og í stuttu máli langaði mig að skapa list sem hefur tilgang.” Formin einkenna línuna Hvað einkennir línuna þína? „Það sem einkennir mína línu eru formin á flíkunum ásamt sérstöku „manipulation“ á efninu. Ég notaði alls kyns tækni til að ná fram áhrifum á efninu eins og ég vildi. Það heppnaðist ekki alltaf í fyrstu eða annarri til­ raun en að lok­ um varð ég ánægð. Þetta er í raun endalaus prufuvinna. Ég notaði til dæmis sykur til þess að stífa efnið til að geta plíserað það á þann hátt sem ég vildi og not­ aði margs kon­ ar aðferðir við að lita efnið. Ég endaði með að mála part af efninu með akrýlmáln­ ingu.“ Íslenskir úpp- áhaldsfata- hönnuðir? „Ég á engan uppá­ haldshönnuð, en það eru margir hönnuð­ ir sem ég dáist að og finnst hafa náð fram mögn­ uðum hlutum. Ég var mjög hrifin af nýju línunni hjá MAGNEA og finnst þær hafa undan­ farið gert frábæra hluti. Einnig finnst mér samnemendur mínir í fata­ hönnun í LHÍ vera að gera marga alveg magnaða hluti – líklega verða einhverj­ ir af þeim uppáhaldshönnuðirnir mínir.“ Uppáhalds erlendir fatahönnuðir? „Ég á engan uppáhalds, en marga sem ég dáist að og veita mér inn­ blástur. Þeir sem ég hrífst mikið af þessa stundina er Faustine Steinmetz, franskur hönnuður sem hand­ gerir hverja flík alveg frá grunni, hún vefar, handlitar og málar verk sín. Einnig finnst mér Junya Watanabe alveg mögnuð. Vinnu­ aðferðir sem hún notar eru sprottin af djúpstæðri þekkingu á sníða­ gerð hjá japönsk­ um hönnuðum.“ Enn lítil fjöl- breytni á Íslandi Hver verða helstu „trendin“ á Íslandi í sumar? „Ég veit ekki hvað á eft­ ir að vera „trendið“ á Ís­ landi, líklega það sem verður trendið í Dan­ mörku eða Svíþjóð, sem mér þykir leiðinlegt. Það verður svo lítil fjölbreytni í tísku og allir verða eins, en vonandi fer það að breyt­ ast og fjölbreytileiki mun sjást í trendum á Íslandi.“ Hver er munurinn á ís- lenskri og erlendri fata- hönnun? „Íslenskir fatahönnuðir búa því miður ekki yfir fjölda þeirra möguleika sem standa til boða er­ lendis í sama geira bæði í efna­ úrvali og tæknigerð. Vonandi mun það breytast og bætast með tímanum. Svo finnst mér við búa yfir ótrúlegum fjár­ sjóði í hannyrðum eða „hand­craft“ og ég held að við ættum að kíkja meira til gamalla hefða og gera þær ferskar og kúl.“ n Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kolfinna@artikolo.is Hæfileikarík Aldís Rún er ein þeirra sem sýndu verk sín í Hörpu í vikunni. Mynd SigtRygguR ARi „Ég hef alltaf haft djúpstæðan áhuga á fatnaði og efn- um, alveg frá því að ég fékk í raun að klæða mig sjálf. góður hópur Tískusýning var haldin í Hörpu í vikunni þar sem annars árs nemar í fata- hönnun við Listaháskólann sýndu verk sín. Mynd SigtRygguR ARi Fallegar flíkur Stífaði efni með sykri og málaði með akrýlmáln- ingu. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.