Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 53
Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Vefuppboð á uppboð.is opið virka daga 10 - 18, laugard. 11 - 16, sunnud. 14 - 16 Rauðarárstígur 12 - 14 sími 551-0400 www.myndlist.is á listaverkum í allt að 36 mánuði Vaxtalaus kaupleiga Jóhannes S. Kjarval Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14, sunnud. lokað Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð sem fer fram í mars Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 vefuppboð nr. 105 myndlist lýkur 11. mars Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svav r Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Silfurmunir til 14. apríl Grafík, prent og ljósmyndir til 15. apríl Skartgripir til 21. apríl - Bækur til 3. maí Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Erum að t ka á móti verkum á næsta listmunauppboð Menning 49 Pípulagnir líkamans og innviðir netsins n Sequences VII er tíu daga myndlistarhátíð í Reykjavík n Alfredo Cramerotti, listrænn stjórnandi, ræðir pípulagnir og heiðurslistakonuna Carolee Schneemann Meðal fjölmargra listamanna sem kljást við þemað á hátíðinni eru Ragnar Helgi Ólafsson, en verk hans er nokkuð bókstaflega staðsett inn­ an um pípulagnir á almenningssal­ erninu í Bankastræti núll; Raul Kell­ er, sem vinnur með útvarpsbylgjur, óræðar og ósýnilegar tengingar út í alheiminn; og Dagrún Aðalsteins­ dóttir sem vinnur með líkamann og mismunandi birtingarmyndir hans, afmyndar hann og framlengir. En telur hann að listin geti tek­ ist á við þessar pælingar á einhvern hátt sem aðrar athafnir og önnur svið samfélagsins geta ekki? „Já, ég held að ef ég myndi reyna að lýsa vinnu listamanns í þremur orðum væri það „að hliðra sjónarhorninu“. Að hliðra sjónarhorni okkar á hlutina í kring­ um okkur, á hluti sem við tökum sem gefnum um líf okkar, vinnu, fjöl­ skyldu og svo framvegis. Staða lista­ mannsins í samfélaginu er mikilvæg þar sem hún gefur manni færi á að spyrja spurninga og að færa sig frá hinum viðtekna sjónarhól. Stund­ um er þetta nýja sjónarhorn mjög praktískt en stundum er það mjög huglægt og tilgátukennt. Niðurstað­ an getur verið eitthvað sem er hægt að hagnýta en alls ekki alltaf, hún getur líka kveikt meðvitund í áhorf­ andanum um að hægt sé að skoða heiminn á annan hátt. Þá breyt­ ir listin í raun engu í efnisheimin­ um en hefur áhrif á hugsun áhorf­ andans,“ segir Alfredo. „Án slíkra hugarfarsbreytinga, nýrra spurn­ inga og nálgunar á heiminn hefðum við aldrei þróast frá því þegar við bjuggum í hellum og þar til núna. Vísindi og tækni­ þróun gegna svip­ uðu hlutverki, þar er stöðugt verið að ýta út mörkum hins mögulega og hins viðtekna. En tækniþróun­ in er línulegra ferli á meðan listin fer í hringi. Gildi hennar felst í því að efast og spyrja gagn­ rýnna spurninga um sjálfan sig í hvert skipti, hún fer stöðugt aftur í ræturnar og byrj­ ar upp á nýtt.“ Listamaður listamannanna Heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár er bandaríska myndlistarkonan Carolee Schnemann, sem er frum­ kvöðull í gjörningalist. Alfredo segir það mikið gleðiefni að fá að skoða verk hennar, en hann telur hana passa vel við þema hátíðarinnar, en þá sérstaklega notkun hennar á lík­ amanum í verk sín. „Hún hefur ver­ ið gríðarlega mikilvæg í lista­ og menningarheiminum allt frá sjö­ unda áratugnum. Hún er ein af þeim sem umbyltu hugmyndum fólks um gjörningalist og möguleika lista­ mannsins til að nota líkama sinn sem hráan efnivið í listaverk. Hún var aldrei hrædd við að nota eig­ in kynferði og kyn og velti mikið fyr­ ir sér einkennum eigin kyns og kyn­ gervis. Þetta þótti óvenjulegt á tíma þegar hugmyndin um listamann­ inn sem hvítan karlmann var ennþá allsráðandi. Þrátt fyrir að vera mjög margar voru konur nánast ósýnilegar í listaheiminum. Hún skapaði sér hins vegar einstaka stöðu og með því að nota hinn virka líkama í verk sín braut hún niður ótal hugmyndir sem þá voru viðteknar um hvernig lista­ menn ættu að vera,“ segir Alfredo. Fjögur gömul verk eftir Schnee­ mann verða til sýnis á hátíðinni og segir Alfredo að hér sé nánast um ræða litla yfirlitssýningu. Þá verður viðtal Hans Ulrich Obrist við lista­ konuna frumsýnt, heimildarmynd í fullri lengd sýnd og þá mun hún flytja erindi og ræða við Ragnar Kjartans­ son í gegnum Skype. En Ragnar hef­ ur einmitt lýst yfir aðdáun sinni á Schneemann. „Þótt hún sé kannski ekki þekkt meðal almennings er hún einn af þeim listamönnum sem aðrir listamenn líta mikið til – hún er lista­ maður listamannanna. Á undan­ förnum tíu árum hefur áhuginn á verkum hennar svo vaxið á ný. Mað­ ur tekur eftir að margir listamenn af yngri kynslóðinni eru að sækja í sama brunn og hún, til dæmis eru margir að nota ítarlegar upplýsingar um eigin líkama og tölur um virkni hans sem efnivið fyrir listaverk,“ seg­ ir Alfredo og bendir einnig á hvernig áhrifa Schneemann hafi einnig gætt í meginstraumsmenningu samtím­ ans. Til dæmis má nefna að Maude Lebowski, persóna sem Julianne Moore leikur í Hollywood­myndinni The Big Lebowski, er að hluta inn­ blásin af Schneemann og kjötkjóll sem Franc Fernandez hannaði fyrir poppstjörnuna Lady Gaga árið 2010 og vakti mikla athygli er sagður inn­ blásinn af þekktasta verki Schneem­ ann, Meat Joy. n Notar líkamann í verk sín Á Sequences verða sýndar myndir sem Erró tók af listaverka­ röðinni Auga líkami (e. Eye body) þar sem líkami listamannsins, Carolee Schneemann, leikur stórt hlutverk í klippimyndinni. „Mér fannst áhugavert að skoða þessa strúktúra, náttúrulega jafnt sem manngerða, sem gera okkur kleift að færa efni, hluti, þekkingu og lík- ama milli staða. Listrænn stjórnandi Alfredo Cramerotti er fyrsti erlendi sýningarstjór­ inn til að sjá um listræna stjórn myndlistar­ tvíæringsins Sequences. MyNd Sigtryggur Ari ranghalar Vídeóinn­ setningin Fleiri rangir hlutir (e. More wrong things) eftir heiðurs­ listamanninn Carolee Schneemenn verður sett upp í Kling og Bang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.