Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 55
Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Menning 51 F lækingurinn er ný skáldsaga eftir Kristínu Ómarsdóttur. Aðalpersóna bókarinnar er mállaus piltur, Hrafn, sem lif- ir á jaðri samfélagsins í veröld sem er mörkuð ofbeldi og vímu, en þar dafnar einnig einlæg vinátta. Þegar Kristín er spurð hvaðan hugmyndin um mállausa söguhetju sé sprottin svarar hún: „Ég skil það eiginlega ekki sjálf. Margir sem hafa mál upplifa sig stundum sem mál- lausa, það þekki ég sjálf. Ef maður ýkir þessa tilfinningu þá er um leið hægt að skapa persónu sem er mál- laus, held ég.“ Um söguheiminn, veröld utan- garðsfólks, segir hún: „Ég leitaði mér heimilda og að einhverju leyti hef ég haft smá gægjugat í þenn- an heim. Í gegnum árin hef ég fylgst með fólki sem lifir – á óhefðbundinn hátt – eins og stundum er sagt, notar eitur lyf og hagar lífinu á annan hátt en meirihlutinn, að því er virðist. En eins og segir: Ekki er allt sem sýnist.“ Hún segir að sér hafi gengið vel að skrifa söguna: „Ég skrifa flest mín verk af fingrum fram og bæði sagan og bygging hennar lá snemma fyrir í huga mér. Ég var heppin með þessa bók að því leyti. Ég vann síðan mikið í henni og eftir að hafa skrifað fyrsta handritið breytti ég persónum og tók út persónur. Þetta efni hefur verið ofarlega í huga mér lengi og ég hef áður skrifað sögu, sem er óbirt, um götustrák. Sá strákur er allt önn- ur týpa en Hrafn og sagan gerist á öðr- um stað og ólíkum tíma en saga hans. Flækingurinn er fyrst og fremst saga þessa stráks, Hrafns. Þótt sú persóna sé ekki raunveruleg þá fannst mér hún treysta mér fyrir sér. Ég er þakklát þessari persónu sem líklega er byggð á alls konar fólki.“ Kristín hefur á ferlinum skrifað skáldsögur, smásögur, leikrit og ljóð. „Í seinni tíð hef ég einbeitt mér að skáldsagnaskrifum,“ segir hún. „Mér finnst gott að ljúka við skáldsögu og byrja strax á þeirri næstu því þannig nýti ég það sem ég hef lært í ferlinu við skrif næstu bókar. Ég hef ekki skrifað leik- rit síðan 2011 en ljóð- in eru stundum að taka mig á löpp og ef ég fer ekki að sinna þeim er hætta á því að þau segi mér upp.“ Skáldsagan Flæk- ingurinn er tileinkuð Vigdísi Grímsdóttur rit- höfundi. „Ég hef þekkt hana lengi. Hún skrifaði bók um útigangskonu, Stúlkan í skóginum, og önnur frábær verk sem ég þakka henni fyrir,“ segir Kristín. „Vigdís hef- ur verið skriftarsystir mín og mjög góður vinur síðan við vorum ungar. Mér finnst hún eiga það inni hjá mér að ég tileinki henni bók. Núna vil ég reyndar alltaf tileinka öðrum bækur mínar því mér finnst eitthvað sérlega fallegt við það.“ n Kristín Ómarsdóttir sendir frá sér nýja skáldsögu sem hefur titilinn Flækingurinn Persóna byggð á alls konar fólki Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „ Í gegnum árin hef ég fylgst með fólki sem lifir – á óhefðbundinn hátt – eins og stundum er sagt, notar eiturlyf og hagar lífinu á annan hátt en meirihlutinn, að því er virðist. En eins og segir: Ekki er allt sem sýnist. Kristín Ómarsdóttir „Flækingurinn er fyrst og fremst saga þessa stráks, Hrafns. Þótt sú persóna sé ekki raunveruleg þá fannst mér hún treysta mér fyrir sér.“ Mynd Sigtryggur Ari H inn suðurafríski Blomkamp varð ein helsta vonarstjarna vísindaskáldsagna þegar mynd hans District 9 kom út árið 2009. Næsta mynd, Elysi- um, var gerð fyrir talsvert meiri pen- ing en þungur pólitískur boðskap- ur í bland við vanhugsað plott varð henni fjötur um fót. Spurningin var hvort þriðja myndin næði að koma honum aftur á beinu brautina. Mér þykir leitt að segja að svo er ekki. Frá upphafi virðist Chappie eiga í mestu erfiðleikum með að ákveða hvað hún sé að reyna að vera. Lög- gæsluvélmennin eru eins og klippt út úr Robocop, en síðan breyt- ist myndin í barnamynd á borð við Short Circuit þegar eitt þeirra fær barnslegar tilfinningar. Þetta stend- ur þó ekki lengi, því í neyðarleg- asta kafla myndarinnar reynir hún að verða einhvers konar gangsta- grínmynd þegar Chappie setur á sig gullkeðjur og gerist glæpon. Undir lokin verður hún svo skrímslamynd þegar vélmennin takast á, ann- að þeirra alveg eins og Ed-209 úr Robo cop og undir stjórn Hugh Jack- man sem síðast varð sér til skamm- ar í vélmennamynd með Real Steel. Það er þó áhugavert að framtíðar- sýn Robo cop, þar sem fjarstýrð vél- menni eru notuð í hernaði, er að einhverju leyti orðinn raunveruleiki nú 30 árum síðar. Inn á milli fáum við síðan heimspekilegar vanga- veltur um vitundina, sem virðist hægt að „dánlóda“ með því að ýta á takka, en Blomkamp virðist annars hafa lítinn skilning á bæði vitund og interneti. Eins og í öllum Hollywood-myndum lærir Chappie síðan að eina leiðin til að komast af í hörðum heimi sé að beita þá ofbeldi sem eiga það skilið. Maður hlýtur að spyrja sig að því hvar markaðsfræðingarnir séu þegar maður þarf á þeim að halda, því enginn leið er að átta sig á fyr- ir hverja myndin er hugsuð. Það skásta sem hægt er að segja um Chappie er að stefnuleysið gerir það að verkum að hún er vond á undar- legan, fremur en fyrirsjáanlegan, hátt. En þetta boðar ekki gott fyrir næstu mynd Blomkamp, sem hef- ur það erfiða verkefni að lífga Alien- seríuna við. n Robocop fátæka mannsins Chappie eftir nell Blomkamp Valur gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur Chappie iMdb 7,3 Leikstjórn og handrit: Neill Blomkamp Leikarar: Sharlto Copley, Dev Patel, Yo-Landi Visser, Hugh Jackman, Sigourney Weaver 120 mínútur Áherslur Listahátíðar í Reykjavík 2015 voru kynntar í vikunni Metsölulisti Eymundsson 1.–7. apríl 2015 Íslenskar kiljur 1 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel 2 KrabbaveislanHlynur Níels Grímsson 3 SyndlausViveca Sten 4 Eiturbyrlarinn ljúfiArto Passilinna 5 HaugbúiJohan Theorin 6 Britt-Marie var hérFredrik Backman 7 AfturganganJo Nesbø 8 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 9 FlekklausSólveig Pálsdóttir 10 Mamma, pabbi, barnCarin Gerhardsen Allar bækur 1 Viðrini veit ég mig vera Óttar Guðmundsson 2 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel 3 KrabbaveislanHlynur Níels Grímsson 4 SyndlausViveca Sten 5 Vertu úlfurHéðinn Unnsteinsson 6 Eiturbyrlarinn ljúfiArto Passilinna 7 HaugbúiJohan Theorin 8 Britt-Marie var hérFredrik Backman 9 Iceland In a BagÝmsir höfundar 10 AfturganganJo Nesbø

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.