Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 60
Helgarblað 10.–13. apríl 201556 Fólk Margar af stærstu og frægustu stjörnum Hollywood eiga sér fortíð sem þær vildu eflaust gleyma. Hér er listi yfir stjörnur sem hafa brotið af sér og þurft að sitja í fangelsi. Stewart sveik Sjónvarps- stjarnan og heimilisgyðjan Martha Stewart var dæmd í fimm ára fangelsi árið 2004 fyrir fjár- og innherja- svik. Hún fékk frelsi á ný árið 2005. Sveik undan skatti Söngkonan og fyrrverandi meðlim- ur Fugees Lauryn Hill var dæmd í þriggja mánaða fangelsi árið 2013. Söngkonan var sakfelld fyrir skattalagabrot. Barði Pamelu Tónlist- armaðurinn Tommy Lee eyddi sex mánuð- um á bak við lás og slá árið 1998. Trymbillinn var fundinn sekur um að hafa lagt hendur á þáverandi eiginkonu sína, leikkonuna og fyrirsætuna Pamelu Anderson. Nýsloppinn Snipes Leikarinn Wesley Snipes var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir skattalagabrot. Hann fór í fangelsi árið 2010 og losnaði 2013. Mótmælti stríði Leikkonunni Jane Fonda var stungið í fangelsi í Cleveland í Bandaríkjunum árið 1970. Leikkonan var handtekin eftir að hafa haldið ræðu á mótmælasamkomu gegn stríðinu í Víetnam. Sögusagnir um að Fonda hafi verið tekin með eiturlyf voru fljótt hraktar og leikkonan gisti aðeins eina nótt á bak við lás og slá. Smyglaði kókaíni Árið 1978 var leikarinn Tim Allen, sem þá var 25 ára, handtekinn fyrir smygl á kókaíni. Allen gaf lögreglunni upp nöfn annarra sem málinu tengdust og fékk því aðeins fimm ára dóm í stað lífstíðarfangelsis. Síðar sagði leik- arinn frá því að hann hefði íhugað sjálfsvíg en í stað þess fundið gleðina á ný í gríninu. Stjörnur sem hafa setið á bak við lás og slá Heppinn Bítill Paul McCartney var handtekinn með gras á flugvelli í Japan árið 1980 á hljómleikaferðalangi með hljómsveitinni Wings. Tónlistarmaðurinn hefði getað fengið sjö ára dóm en sat aðeins af sér níu daga. Hann hefur síðar lýst yfir hneykslun sinni á eigin athæfi. Handtekinn tvisvar Milljarðamæringurinn og einn ríkasti maður veraldar, Bill Gates, hefur tvisvar sinnum verið handtekinn en í bæði skiptin fyrir umferðarlagabrot. Eyðilagði ferilinn Fyrrverandi Baywatch-leikkonan, Yasmine Bleeth, var handtekin fyrir akstur undir áhrifum árið 2001. Bleeth átti í erfiðleikum með fíkn sína um árabil sem eyðilagði leiklist- arferil hennar. Dansandi allsnakinn Matthew McConaughey gisti eina nótt á bak við lás og slá á áttunda áratug síðustu aldar þegar lögreglan þurfti að hafa afskipti af honum eftir kvartanir nágranna vegna há- vaða. Þegar lögreglan mætti á heimili stjörnunnar fann hún McConaughey allsberan, dansandi og spilandi á bongótrommur. Leikarinn var handtekinn fyrir að hafa fíkniefni í fórum sín- um og fyrir viðnám við handtöku. Síðar sagði leikarinn frá því að hann hefði skemmt sér vel í fangaklefanum þar sem hann fékk aðra fanga til að syngja með sér alla nóttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.