Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Page 8
8 Fréttir
M
isjafnt er hvað verð-
ur um þá ósóttu vinn-
inga sem safnast upp á
hverju ári í hinum ýmsu
happdrættum hérlend-
is. Flestir vinningshafar innheimta
sinn vinning um leið og kostur er
en sumir sækja aldrei vinninginn
sinn og er þá misjafnt hvað verð-
ur um upphæðina. Erfitt getur ver-
ið að hafa uppi á þeim sem detta í
lukkupottinn.
Hans Júlíus Þórðarson, rekstr-
arstjóri í flokkahappdrætti Há-
skóla Íslands, segir að þrátt fyrir að
miðaeigendurnir séu allir skráð-
ir og hægt sé að hafa uppi á þeim
í gegnum Þjóðskrá sé eitthvað um
að það náist hreinlega ekki í fólk.
„Við sendum öllum bréf sem fá
vinninga og einhverjir fá þar að
auki sent SMS eða tölvupóst um
vinningsnúmerin sín. Við hringj-
um í alla sem fá milljón eða meira,“
segir Hans.
Leita vinningshafa frá 2004
Samkvæmt lögum ber þeim að
geyma vinninga í eitt ár eftir út-
drátt en Happdrætti Háskólans
gerir gott betur en það. Elsti vinn-
ingurinn sem enn á eftir að koma
þaðan út er frá árinu 2004. „Þetta
er fólk sem er erlendis og við erum
ekki með neinar upplýsingar um.
Þetta er fjögur þúsund kall.“
Erfitt að ná í Íslendinga í
Noregi
Eftir að bankahrunið varð og
margir fluttu til Noregs varð erf-
iðara að ná í íslenska vinningshafa
þar í landi. „Þetta er voðalega mik-
ið þannig að fólk flytur og við erum
ekki með símanúmer eða net-
fang. Það er langalgengasta ástæð-
an.“ Facebook hefur einnig verið
notað til að reyna að hafa uppi á
vinningshöfum. Um 90 prósent af
ógreiddum vinningum eru 5.000
kr. vinningar.
„Lögin gera ráð fyrir einu ári en
við höfum verið að þráast við að
elta fólk uppi. Okkur er illa við að
eyða þessu,“ bætir Hans við og býst
við því að upphæðirnar sem eft-
ir standa séu tekjufærðar. Þær séu
aftur á móti ekki háar.
Einn og hálfur milljarður í
tekjur
Um 100 þúsund miðar, eða miða-
gildi, eru endurnýjaðir í hverjum
mánuði í happdrættinu. Hæsti
vinningurinn á þessu ári var í
milljóna veltu þegar 30 milljónir
króna gengu út í mars.
Tekjur af Happdrætti Háskól-
ans eru um einn og hálfur milljarð-
ur króna á ári. Alls fara 70 prósent
af tekjunum aftur í vinninga og í
fyrra var það rétt um einn milljarð-
ur króna. Búist er við svipaðri upp-
hæð í ár.
Gamlar Happaþrennur
í skúffunni
Hlutfall ósóttra vinninga af Happa-
þrennunni, Launamiðanum og
fleiri skafmiðum úr þeim upplög-
um sem hætt er að selja nemur 5,6
prósentum. Líklega verða þessar
upphæðir tekjufærðar en það hef-
ur ekki enn verið gert. Um nokkrar
milljónir er að ræða.
Að sögn Steinunnar Björns-
dóttur, rekstrarstjóra Happa-
þrennunnar, er ekki lokað á það
þótt fólk komi með 10 til 15 ára
gamla Happaþrennumiða til að
ná í vinninginn sinn. „Við erum
stundum að greiða út gamla miða
fyrir fólk sem er kannski að flytja og
er að finna þá í skúffunni hjá sér,“
segir hún.
Níu hafa unnið
Launamiðann á 15 árum
Síðan Launamiðinn fór fyrst í sölu
hjá Happdrætti Háskóla Íslands
árið 2000 hafa vinningshafarnir
verið níu talsins. Hæsti vinningur-
inn er 100 þúsund krónur á mánuði
í 15 ár en miðinn kostar 300 krón-
ur. Fyrst þegar Launamiðinn kom
á markað var þessi vinningur 100
þúsund krónur á mánuði í 10 ár
og kostaði miðinn þá 200 krónur.
Fimmta upplag miðans er núna í
umferð en 500 þúsund miðar eru
í hverju þeirra. Þegar núverandi
upplag klárast hafa því samanlagt
selst 2,5 milljónir Launamiða.
Líkurnar á hæsta vinningnum
eru einn á móti 250 þúsund og
var Launamiðinn síðast greidd-
ur út í mars. Steinunn segir að
viðtökurnar við honum hafi ver-
ið mjög góðar. „Fólki finnst þetta
mjög spennandi vinningur. Fyrst
þegar þetta kom á markaðinn þá
rauk þetta út.“
720 þúsund skafmiðar seldust
Á síðasta ári seldust rétt und-
ir 100 þúsund Launamiðar. Rúm-
lega 300 þúsund miðar seldust af
Happaþrennunni, sem kostar 100
krónur, og alls seldust 270 þúsund
skafmiðar sem kosta 200 krónur á
síðasta ári. Jólamiðinn um síðustu
jól seldist jafnframt í 40 þúsund
eintökum. Samanlagt seldi Happ-
drætti Háskólans um 720 þúsund
skafmiða í fyrra.
Bóndi nennti ekki
að ná í þrjár milljónir
Hjá Happdrætti DAS er auðvelt nú
til dags að hafa uppi á vinningshöf-
um. Bæði eru heimilisföng, net-
föng og símanúmer til taks. Ef fólk
kemur ekki innan tveggja mánaða
fær það bréf sent heim til sín.
Sigurður Ágúst Sigurðsson, for-
stjóri Happdrætti DAS, man eftir
einu atviki fyrir um tveimur ára-
tugum þegar sækja
Vikublað 16.–18. júní 2015
Alhliða veisluþjónusta
Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is
Eingöngu fyrsta flokks hráefni
Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð
Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir
Gerðu daginn eftirminnilegan
Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming
Hvað verður um ósóttu vinningana?
n Misjafnt er hvað verður um vinninga sem ekki er vitjað í hinum ýmsu happdrættum
„Það var einn fyrir
austan sem fékk
stóran vinning sem sótti
hann ekki fyrr en eftir ár.
Þá var ég búinn að hringja
tvisvar í umboðsaðilann.
Þetta var bóndi sem átti
bara ekkert erindi í bæinn
en hann skilaði sér fyrir
rest.
Sigurður Ágúst Sigurðsson,
formaður Happdrætti DAS
Steinunn Björnsdóttir
og Hans Júlíus Þórðar-
son Tekjur af Happdrætti
Háskóla Íslands eru um
einn og hálfur milljarður
króna á ári. Yfir 700 þúsund
skafmiðar seldust í fyrra.
MyND SiGtryGGur Ari
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is