Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Page 9
Fréttir 9 þurfti vinninga til Reykjavíkur í stað þess að millifæra þá eins og nú tíðkast. „Það var einn sem fékk stóran vinning fyrir austan sem sótti hann ekki fyrr en eftir ár. Þá var ég búinn að hringja tvisvar í umboðsaðilann. Þetta var bóndi sem hafði bara ekkert erindi átt í bæinn en hann skilaði sér fyrir rest,“ segir Sigurður og hlær. „Þetta voru þrjár milljónir.“ Ef vinningar eru ekki sóttir innan árs eru þeir afskrifaðir hjá samtökunum. Þó er hægt að gera undantekningu á því ef viðkom- andi hefur verið lengi í viðskipt- um hjá okkur. „Við erum ekkert að standa í einhverju stríði, við bara leysum vandamálin.“ Dreg- ið er vikulega í Happdrætti DAS, og eru um 80 þúsund miðar í boði. Í hverjum mánuði seljast um 40 þúsund miðar. 2,8 milljónir færðust til tekna Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir að þeir vinningar sem eru ekki sóttir færist til tekna í bókhaldi félagsins eftir að eins árs fyrningarfrestur rennur út. Oftast eru þetta um 15 prósent seldra miða. Í ársreikningi fyrir árið 2013 kemur fram að andvirði ósóttra miða úr vor- og hausthapp- drætti félagsins hafi numið tæpum 2,8 milljónum króna. „Reglurnar eru þannig að 16,67 prósent af heildarandvirði útgef- inna miða þarf að fara í vinninga. Við gefum út mjög fáa miða, tutt- ugu þúsund, þannig að við verðum að auglýsa miða að andvirði 7,6 milljóna króna. Á meðan gefa aðr- ir út kannski 150 þúsund miða og eru með stærri vinninga en þá eru mun minni líkur á að þeir gangi út,“ útskýrir Daði. Atvinnuskapandi fyrir heyrnarlausa Um 13 til 15 þúsund miðar eru seldir í vor- og hausthappdrætti Félags heyrnarlausra. „Við höfum verið mjög stöðug í sölu á happ- drættinu hjá okkur. Við erum með fólk sem fer út að selja á meðan aðrir birta happdrættið á netinu eða í heimabanka. Þetta er dálítið atvinnuskapandi fyrir okkar fólk. Við gefum því kost á að búa sér til aukatekjur.“ Missir ekki af vinningum á netinu Hjá Íslenskri getspá, sem hefur Lottó, Eurojackpot og Víkingalottó á sinni könnu, er mjög lítið um ósótta vinninga og engir þeirra eru stórir. „Nú er orðið svo mikið um að fólk kaupi á netinu með korti eða áskrift. Ef þú kaupir á netinu missirðu aldrei af vinningum,“ seg- ir Inga Huld Sigurðardóttir, mark- aðsstjóri Íslenskrar getspár. Ef vinningarnir eru ósótt- ir innan eins árs þá renna þeir til eignaraðila Íslenskrar getspár, þ.e. Íþrótta- og ólympíusambands- ins, Öryrkjabandalagsins og Ung- mennafélags Íslands. Auglýsa eftir vinningshöfum Inga Huld segir að tvisvar hafi það gerst á síðustu árum að ekki hafi náðst innan viku í þann sem vann stóra vinninginn í Lottóinu. „En þegar miðar eru keyptir kemur það oftast í ljós strax eftir helgina eða innan viku. Við auglýsum alltaf eft- ir vinningshöfum og það fær alltaf svo svakalega umfjöllun í fjölmiðl- um ef vinningshafinn finnst ekki.“ Nokkur hundruð þúsund á ári Í kringum tíu til fimmtán þúsund manns kaupa miða annars vegar í vor- og hins vegar í hausthappdrætti Blindrafélagsins. „Þetta er mikilvægasta fjáröflunin okkar,“ segir Kristinn Halldór Einars- son framkvæmdastjóri. Hann segir að alltaf sé eitthvað um að vinningsmið- ar séu ekki sóttir. Verðmæti þeirra tel- ur hann nema nokkur hundruð þús- und krónum á hverju ári. Vinningar ekki keyptir fyrirfram Kristinn bætir við að vinningarnir séu ekki keyptir fyrirfram þótt þeir séu auglýstir. Þeir séu keyptir eft- ir að vinningsmiðanum er fram- vísað. „Eins og með ferðavinninga þá gefum við út gjafabréf. Viðkom- andi fer með gjafabréfið og fær vinninginn afhentan. Svo fáum við reikning og borgum hann.“ Gefa út 30 þúsund happdrættismiða Guðmundur Löve, fram- kvæmdastjóri SÍBS, segir að það sé bundið í lög að happdrættið greiði út 50 prósent af tekjum í vinninga. Mjög lítið sé um að fólk sæki ekki vinningana sína. Samkvæmt lög- um fyrnast vinningarnir eftir eitt ár en SÍBS hefur ekki fylgt þeirri reglu heldur reynir að hafa uppi á vinn- ingshöfum eftir þann tíma. Sjálfsbjörg gefur út 30 þúsund happdrættismiða tvisvar sinn- um á ári og af þeim seljast fjögur til fimm þúsund miðar, eða um 10 prósent. Þó að afskrifa skuli vinn- inga eftir eitt ár gerir Sjálfsbjörg það ekki fyrr en mörgum árum síð- ar. Vinningarnir eru þá tekjufærðir hjá samtökunum. n Vikublað 16.–18. júní 2015 Hvað verður um ósóttu vinningana? hér á landi n Erfitt getur verið að hafa uppi á þeim sem detta í lukkupottinn Hver á númerið 33395-H? Happdrætti Háskóla Íslands leitar að eiganda miða með númerið 33395-H. 4.000 króna vinningur með þessu númeri féll til í aðalútdrætti í september 2004 og er þetta elsti vinningurinn sem happdrættið hefur ekki náð að koma út. DV hvetur vinningshafann, sem talið er að búi erlendis, eindregið til að gefa sig fram. Skafmiði Happdrætti Háskóla Íslands seldi um 270 þús- und skafmiða sem kosta 200 krónur á síðasta ári. Launamiðinn Níu hafa fengið hæsta vinninginn í Launamiðanum á síðustu fimmtán árum. „Nú er orðið svo mikið um að fólk kaupi á netinu með korti eða áskrift. Ef þú kaupir á netinu missirðu aldrei af vinningum. Inga Huld Sigurðardóttir, markaðsstjóri Íslenskrar getspár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.