Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 18
Vikublað 16.–18. júní 201518 Fréttir Erlent
U
m Haleema var aðeins sext-
án ára gömul þegar her-
menn Boko Haram rændu
henni með ofbeldi. Hún
hafði reynt að flýja þegar
Boko Haram-liðar mættu inn í þorp-
ið hennar í Nígeríu og kveiktu í því.
Hún og þrjár vinkonur hennar voru
teknar höndum. Fyrstu mánuðina
í varðhaldi þeirra var hún neydd í
hjónaband og beitt miklu ofbeldi af
hendi Boko Haram-liða. Aðstæð-
ur hennar voru verri en nokkurn
gæti grunað. Hún var neydd til þess
að hlýða og þóknast nýjum „eig-
inmanni“ sínum. Eftir sex mánuði
tókst henni að flýja. En þegar heim
var komið, aftur til fjölskyldu sinn-
ar og vina, var hún barnshafandi.
Hún hélt að sér yrði tekið fagnandi,
en sú var ekki raunin. Endurkoman í
samfélagið hefur verið mjög erfið og
Haleema hefur í raun verið útskúfað
og hún fordæmd.
Neydd í þrældóm
Börn sem hafa verið numin á brott
af Boko Haram-hryðjuverkasam-
tökunum hafa verið hneppt í þræl-
dóm, þau eru notuð sem hermenn
og látin vera á varðbergi eftir óvin-
um. Þau eru látin elda og þjóna
meðlimum og ungar stúlkur eru
neyddar í hjónaband, til vinnu og
í kynlífsþrælkun þar sem þeim er
miskunnarlaust nauðgað. Um er að
ræða hryðjuverkasamtök herskárra
múslima sem vilja stofna íslamskt
Nígeríuríki. Það hafa meðlimir sam-
takanna gert með því að skipuleggja
aftökur, sprengjuárásir og nú mann-
rán. Þúsundir hafa látist í aðgerðum
þessara hryðjuverkasamtaka. Ætl-
un samtakanna er að steypa núver-
andi stjórnvöldum í Nígeríu af stóli
og koma á íslömskum bókstafslög-
um og reglum.
Reyndi að flýja
Um sagði CNN sögu sína á dögun-
um. Hún segir að í fangavistinni hafi
hún séð og orðið fyrir miklu ofbeldi.
Hún sá Boko Haram-liða myrða mis-
kunnarlaust konur, menn og börn af
minnsta tilefni. Hún hlýddi þeim og
þjónaði eiginmanni sínum. Hún seg-
ist hafa fylgst með og beðið, beðið
eftir tækifærinu til þess að flýja. Eft-
ir nokkra mánuði tókst það. „Ég
hafði skipulagt þetta frá upphafi. Það
komu þarna tvær vikur þar sem mað-
urinn minn var í burtu. Ég reyndi að
flýja en verðirnir náðu mér og lömdu
mig,“ segir hún. En með tímanum
breyttist kerfið og verðirnir urðu
kærulausari. Um gat flúið. Hún seg-
ist hafa gengið í langan tíma áður en
hún komst heim. Hún hafði þá verið
í varðhaldi þeirra í tæpt ár.
Ótrúlegt að lifa af
„Þeir sem lenda í Boko Haram deyja
yfirleitt,“ segir móðir Um sem segist
hafa óttast það versta. „Þeir rændu
stjúpdóttur minni og dóttur,“ seg-
ir hún. Þegar heim var komið fékk
Um þær upplýsingar að faðir hennar
hefði fallið fyrir hendi Boko Haram.
Hún áttaði sig fljótlega á því að hún
væri barnshafandi. En þrátt fyrir
heimkomuna finnur hún ekki fyrir
öryggi. Hún segist hrædd við menn-
ina í þorpinu.
„Fólkið í þorpinu hafnar mér
vegna barnsins. Sumir segja að þeir
væru hamingjusamari ef ég væri
dáin. Margir segja að ég ætti að fara
í fóstureyðingu,“ segir hún, en segir
það ekki vera í stöðunni. Hún er nú
komin sjö mánuði á leið. Mennirnir
í þorpinu segja að þeir geti ekki leyft
Boko Haram-liðum að búa í þorp-
inu. Þeir segja barnið vera hluta af
hryðjuverkasamtökunum og hafa
hótað að myrða hana – og barnið.
Móðir Um stendur með henni og
styður hana með ráðum og dáð. „Við
höfum heyrt af ungum konum sem
dóu eftir fóstureyðingu. Þá dóu bæði
móðir og barn,“ segir hún og bætir
því við að barnið og Um séu í Guðs
höndum. Hún treysti honum til að
tryggja öryggi þeirra.
Ekki ein
Um Halleema er ekki ein í sömu
stöðu. Alls 214 barnshafandi konur
búa í flóttamannabúðum í Nígeríu
og hafa í engin hús að venda. Þær eru
þó líklega mun fleiri, bæði konur og
stúlkur, sem hafa verið frelsaðar úr
hrammi Boko Haram, en einnig þær
sem enn eru í haldi þeirra. Frétta-
maður CNN greinir frá því að rætt
hafi verið við mennina sem sagðir
eru hafa hótað Um. Þeir neituðu, en
þegar slökkt hafði verið á upptöku-
tækjum sögðust þeir ekki trúa því að
hún hefði verið neydd í hjónaband.
Þeir teldu að hún og barnið henn-
ar yrðu alltaf litin hornauga. Leið-
togi mannanna neitaði þó að segja
hvort eða hvernig þeir myndu bregð-
ast við.
Sjálf segir Um að frelsissviptingin
og flóttinn hafi breytt henni. Hún
ætlar að tryggja velferð barnsins fyrst
og fremst. Hún hafi styrkinn til þess
að gera allt sem í hennar valdi stend-
ur til að framfylgja því. n
Gæði og góð þjónusta í 80 ár!
glæsilegt úrval
„Fólkið í þorpinu hafnar
mér vegna barnsins“
n Flúði Boko Haram en er fordæmd heima fyrir n Ófrísk eftir að hafa verið neydd í hjónaband„Sumir segja að þeir
væru hamingju-
samari ef ég væri dáin
Á flótta „Þeir sem lenda í Boko Haram deyja yfirleitt,“ segir móðir Um, sem segist hafa óttast það versta.
Um vildi ekki koma fram undir sínu rétta nafni Á myndinni sjást flóttakonur sem
eru að flytja með allar sínar eigur milli staða af ótta við Boko Haram. MyNdiN ER úR safNi REUtERs
Ásta sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is