Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Síða 19
Skrýtið 19Vikublað 16.–18. júní 2015
Minnistöflur
www.birkiaska.is
Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem
er undir álagi og fæst við flókin verkefni.
Hentar vel eldri borgurum, lesblindum og
nemendum í prófum. Dregur úr streitu,
eykur ró og bætir skap.
Bodyflex
Strong
Bodyflex Strong mýkir liðamót og dregur
úr verkjum í þeim og styrkir heilbrigði
burðarvefja líkamans. Inniheldur hvorki
laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Birkilaufstöflur
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á vökva-
jafnvægi bæði líkama og húðar og örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum, losar vatn úr líkamanum og
dregur úr bólgum.
Evonia færir hárrótinni næringu og styrk
til þess að efla hárvöxt. Evonia er hlaðin
bætiefnum sem næra hárið og gera það
gróskumeira.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Evonia
Flóðhestar
á flótta
n Dýrin sem stungu af úr dýragörðunum n Páfugl spókar sig í New York
Flóðhestur
á flótta
Þessi flóðhestur tölti
niður götuna í Tbilisi í
Georgíu um helgina. Mikil
flóð hafa verið í Tbilisi og
fimm hafa látist og margir
eru týndir og jafnvel taldir
af eftir þau. Þá sluppu dýr
úr dýragarðinum og sáust
á vappi um borgina, þar
á meðal tígrisdýr, ljón,
bjarndýr og úlfar. Talið er
að aurinn hafi skemmt
búrin. Búið er að fanga
hluta dýranna, en önnur
drápust í flóðinu. Þá hefur
þurft að aflífa sum þeirra.
Á rúntinum
Þessi fílsungi stakk af úr
dýragarði á Írlandi fyrir
nokkrum árum. Hann
fannst á bílastæði versl-
unarmiðstöðvar. Hann
reyndist hafa flúið eftir
að hafa neitað að fara í
bað í dýragarðinum.
Spókaði sig
í New York
Þessi fallegi páfugl bjó í dýragarði
New York-borgar þegar hann lagði á
flótta. Hann fannst á fimmtu breiðgötu
borgarinnar á gluggasyllu. Dýragarð-
urinn sagðist telja að hann myndi snúa
aftur, en ef það gerðist ekki fljótlega yrði
starfsfólk sent eftir honum.
Þyrstur Flóðhesturinn Nikica fær sér vatnssopa úr sundlaug við Plavnica-hótelið í Svartfjallalandi. Hann flúði frá dýragarði eftir
mikil flóð í Svartfjallalandi. Hann var hinn rólegasti og taldi yfirmaður dýragarðsins að hann væri ekki hættulegur öðrum. Hann er þó þriðja
stærsta spendýrið á landi í heiminum og flóðhestar geta verið bæðið árásargjarnir og hættulegir.
Deyfður tígri
Þetta tígrisdýr lét deyfilyfsskot ekki
stöðva sig á ferðalagi sínu um lysti-
garðinn í Guwahati á Indlandi. Hann
hafði í slagtogi með öðrum stungið af
úr dýragarði þar í borginni árið 2010.
Fyrir vikið varð heljarinnar uppnám
í dýragarðinum en tíu þúsund gestir
voru þar saman komnir. Síðar höfðu
dýragarðsverðir náð þeim báðum, en þó
eftir nokkurn eltingaleik.