Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Side 27
Lífsstíll 27Vikublað 16.–18. júní 2015
E
inhverra hluta vegna er mun
meira um gleðskap yfir sum-
artímann, heldur en aðra tíma
ársins. Enda mun skemmti-
legra að klæða sig upp þá og
njóta í hlýju veðri. Á sumrin safnast
fólk saman í partí og annan gleðskap
og í framhaldinu af því þyrpist það
ofan í bæ til að dansa og fá sér ör-
lítið í tána. Það er mikilvægt að njóta
í hófi líka. Yfirleitt er áfengi við hönd
og eitthvað gotterí á boðstólum. Þar
sem ég er yfirleitt í hollustunni, er ég
orðin ansi sjóuð í ýmiss konar bætt-
um útgáfum af gotteríi og kýs oft-
ar en ekki að vera edrú. Það er svo
þægilegt að geta keyrt heim og verið
hraustur daginn eftir. Ég fór í afmæli
til vinkonu minnar um síðustu helgi
og fannst tilvalið að deila með ykkur
betri kostum í partíið.
Amino daiquiri
Þessi snilld gerir það að verkum að ég
get tekið þátt í kokteilstemningunni í
partíum og fæ í leiðinni aukna orku til
þess að dansa frá mér allt vit niðri í bæ.
Ég elska að dansa og er yfirleitt mun
duglegri í dansinum en fólkið sem er
í glasi.
n Það sem þú þarft: 2–3 skeiðar af Am-
ino Energy Fruit Fusion-dufti Lúka af
jarðarberjum Vatn og klaki (því meiri
klaka, því þykkari er blandan)
n Aðferð: Best er að byrja á að setja
vatnið og klakana ofan í glasið, því
næst jarðarberin. Að lokum setur
þú duftið út í eftir smekk, mér finnst
gott að setja þrjár skeiðar, hrista og
svo beint í blandarann. Svo er meiri
stemning ef að blandan er sett í kok-
teilglas eða fallega krús þegar hún er
tilbúin.
Hollustuvædd eðla
Nú hefur þessi tiltekni réttur slegið
í gegn síðustu mánuði. Ég hef gert
þessa ídýfu síðan ég man eftir mér,
enda mikið fyrir allt sem er með
mexíkósku ívafi. Það fór alveg fram-
hjá mér hvernig og af hverju dýf-
an fékk allt í einu nafnið eðla, en ég
leyfi ídýfunni að bera það heiti hér í
greininni. Upprunalega hráefnið er
frekar fituríkt í miklu magni og ef ég
tala fyrir sjálfa mig er erfitt að hætta
þegar maður byrjar að dippa bless-
aða snakkinu ofan í. Þess vegna kýs
ég að nota örlítið hollari útgáfu af
henni.
n Það sem þú þarft: Sýrður rjómi
5% Kotasæla (getur líka sleppt henni
og notað einungis sýrða rjómann)
Salsasósa að eigin vali 17% ostur (sá
fituminnsti á markaðnum í dag)
n Aðferð: Þú byrjar á því að hræra
saman kotasæluna og sýrða
rjómann, ef þú kýst að nota bæði
hráefnin. Blöndunni dreifir þú vel í
alla kanta á eldföstu móti og dreif-
ir svo salsasósunni yfir það. Að lok-
um er osturinn settur yfir eftir smekk
og inn í ofninn á ca 180 gráður. Ég
tek aldrei neinn tíma, heldur fylgist
með og leyfi ostinum að bráðna létti-
lega, ekki of mikið þá verður hann of
harður. Þegar þú telur eðluna vera
tilbúna er næsta skref að bera hana
á borð með tortillavefjusnakkinu að
sjálfsögðu.
Tortillavefjusnakk
Mér finnst tortillavefjur einstak-
lega góðar, sérstaklega þegar þær
eru í Burrito. Ingibjörg, sem ég vinn
með, fór í matarboð til vinkonu sinn-
ar þegar hún dvaldi hjá henni í Sví-
þjóð um daginn og hætti ekki að tala
um snakk sem hún smakkaði þar og
benti mér á að prófa. Þessi uppskrift
er algjör snilld og hentar bæði sem
snakk á borðum, eða jafnvel sem
meðlæti með mat. Svo er það fljót-
legt og virkilega bragðgott.
n Það sem þú þarft: Heilhveiti-
tortillavefjur, allt í lagi að nota venju-
legar líka. Fituminna eldunarsprey
Krydd, ég er mjög einföld og nota
salt og pipar á allt. Það má hins vegar
leika sér aðeins með bragðlaukana
og setja til dæmis chili eða annað
slíkt. Algjörlega eftir smekk.
n Aðferð: Sniðugast er að láta
vefjurnar liggja allar saman og
skera þær niður til þess að auðvelda
vinnuna. Ég skar mínar niður í litla
þríhyrninga og vildi hafa flögurn-
ar frekar stórar svo það kæmist nóg
af eðlu á stykkið. Þeim raðar þú á
bökunarskúffu með bökunarpappír,
þú skalt raða þeim þannig að engin
liggur ofan á annarri. Betra er að
nota fleiri en eina skúffu frekar en
að troða. Eftir það úðar þú eldunar-
spreyinu og kryddar vefjurnar eft-
ir eigin smekk. Þá er lokaskrefið að
setja þær í ofninn með blæstri á ca
180 gráður.
Ég bakaði mínar þangað til þær
voru orðnar svolítið brúnar á endun-
um, en mjúkar fyrir miðju. Það er
svolítið smekksatriði hvernig má
baka þær, því lengur því stökkari eru
þær.
Að lokum er að njóta með
eðlunni. n
Gangið hægt um gleðinnar dyr!
Þangað til næst, Ale ræktardurgur
Betri kostir í partíið
Alexandra Sif
Nikulásdóttir
ale_sif@hotmail.com
Vinkonur Ég og Lilja
vinkona mín í afmælinu
hennar um daginn. Ég
er með Amino daiquiri í
krúttlegri krús.
Krúsir Ég er svo skotin í
þessum krúsum. Búin að leita
að þeim svo lengi og fann þær
í Tiger á 300 krónur.
Hollari eðla Það er einfalt að útbúa
hina vinsælu eðlu á aðeins hollari hátt en
venjulega.
Amino Daiquiri
Einfaldur og óá-
fengur kokteill.
n Hollustuvædd eðla n Tortillasnakkflögur n Amino daiquiri