Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Qupperneq 28
28 Lífsstíll V igfús Ingvarsson safnar sér- stökum eldhúsáhöldum og helst þeim sem að gera ein- falda hluti flókna. Í hans aug- um er notagildið auka atriði. „Byrjaði náttúrlega sem brandari“ segir hann í spjalli við blaðamann en Vigfús hefur stofnað Facebook-hóp- inn Must-have-not-in-the-kitchen sem er vettvangur fyrir áhugafólk um ópraktísk eldhúsáhöld. Byrjaði sem brandari „Þetta byrjaði náttúrlega sem brandari hjá mér og sænskum mági mínum. Systir mín og hann voru í heimsókn hjá okkur ein jólin og við vorum stadd- ir í eldhúsinu enda báðir miklir áhuga- menn um matseld. Þá fór ég að draga fram einhver verkfæri sem hann furð- aði sig á og þá sagði hann þessi fleygu orð um verkfæri, að það væri „Must have not in the kitchen“. Þetta kveikti í mér og ég fór að safna svona áhöld- um, segir Vigfús en þetta átti sér stað fyrir 4–5 árum. Síðan þá hefur mik- ið vatn runnið til sjávar. Safnið stækk- ar og Vigfús stofnaði Facebook-hópinn „Must-have-not-in-the-kitchen“. Með- limir eru 122 talsins þegar þessi orð eru rituð. „Svo merkilega vill til að þegar ætt- ingjar og fjölskylda fóru að skoða þetta og hlæja að vitleysunni þá fóru allir að gefa mér verkfæri. Ég held líka að yf- irgnæfandi meirihluti verkfæranna tengist eggjum,“ segir Vigfús en í safni hans er meðal annars verkfæri sem breytir hefðbundum soðnum ávölum eggjum í ferköntuð egg. Bráðnauðsynlegur bananaskeri Þegar Vigfús fer til útlanda leitar hann yfirleitt uppi svona búðir og reynir að bæta í safnið. Eftirminnilegasta verk- færið sem hann hefur keypt á ferð- um sínum er bráðnauðsynlegur ban- anaskeri, sem hann hefur aðeins notað einu sinni. „Stelpan í búðinni hristi bara hausinn og spurði, hvað í ósköp- unum er þetta?“ segir Vigfús og hlær. „Notagildi er aukaatriði. Hins vegar eiga verkfærin oftar en ekki það sam- eiginlegt að gera einfalda hluti flókna. Til dæmis á ég gula sítrónupressu. Það væri hins vegar alveg fráleitt að nota hana fyrir lime og því á ég eina græna líka,“ segir Viktor léttur. Aðspurður um plássið í eldhús- inu segir Vigfús: „Það er ekkert vinnu- rými eftir, konan mín er alveg að gefast upp á þessu. Segist ekki koma fyrir al- mennilegum verkfærum fyrir þessu drasli. Það eru einhverjar hugmyndir uppi um sérstakan glerskála við húsið þar sem ég fæ að vera í friði með safnið, segir Viktor að lokum og hlær. n Vikublað 16.–18. júní 2015 V A R M A D Æ L U R 19 dBA *Við ábyrgjumst lægsta eða sama verð og sambærileg varmadæla frá öðrum söluaðilum. Smiðjuvegur 70 - gulgata - 200 Kópavogur Gæði, þjónusta og gott verð. Hámarks orkusparnaður. sen dum frÍ tt Út Á l and * „Notagildi er aukaatriði“ n Safnar tilgangslausum eldhúsáhöldum n Stofnaði Facebook-hóp um áhugamálið „Það er ekkert vinnurými eft- ir, konan mín er alveg að gefast upp á þessu Bananaskeri Eitt af uppáhaldsáhöldum Vigfúsar, aðeins notað einu sinni. Eggjaskiljari Eggið er skorðað efst og svo brýtur tækið eggið en heldur skurninni eftir. Hægt er að setja körfuna á áhaldið til þess að grípa rauðuna. Ferköntuð egg Í raun og veru er fáránlegt að þessi græja sé ekki staðalbúnaður á sérhverju heimili. Vigfús Ingvarsson Á erfitt með að gera upp á milli eldhúsáhaldanna en lætur undan ágengni blaðamanns og tilnefnir bananaskerann. „Stelpan í búðinni hristi bara hausinn og spurði; hvað í ósköpunum er þetta?“ segir Vigfús. Margt sniðugt Það kennir ýmissa grasa í eldhúsáhaldasafni Vigfúsar. Áhugavert Það er líklega ekki allra að finna út hvað tækin gera, nema leiðbeiningar fylgi með. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.