Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 25.–27. júlí 2015
H
ar
ðp
ar
ke
t
Þýsk gæði!
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is
Vildi hámark dagsekta
upp á 100 milljónir
n Hámark dagsekta vegna sniðgangs á höftum afnumið að ósk Seðlabankans
E
kkert hámark er núna á fjár-
hæð dagsekta sem Seðla-
banki Íslands getur lagt á þau
innlendu félög sem sinna
ekki kröfum bankans um að
láta af háttsemi þar sem fjármagns-
höftin eru sniðgengin. Taldi Seðla-
bankinn mikilvægt að afnema há-
mark dagsekta – eða hækka það í allt
að 100 milljónir á dag – í því skyni að
raunhæft yrði að þvinga fram úrbæt-
ur slíkra aðila á brotlegri starfsemi.
Áður var hins vegar gert ráð fyrir því í
lögum um gjaldeyrismál að dagsektir
gætu að hámarki aðeins numið einni
milljón króna.
Að ósk gjaldeyriseftirlits Seðla-
bankans lagði efnahags- og við-
skiptanefnd til þá breytingu á
frumvarpi fjármálaráðherra um
stöðugleikaskatt, sem varð að lögum
3. júní síðastliðinn, að bætt yrði inn
ákvæði sem kvæði á um afnám á fjár-
hæðarþaki dagsekta í þeim tilvikum
þegar aðilar verða ekki við því að láta
af starfsemi sem brýtur gegn lögum
um gjaldeyrismál.
Í minnisblaði sem gjaldeyris-
eftirlitið sendi til fjármála- og efna-
hagsráðuneytisins hinn 24. júní sl.
kemur fram að ef ráðuneytið telji aft-
ur á móti nauðsynlegt að hafa há-
mark á dagsektum í slíkum tilfellum
þá teldi Seðlabankinn „varhugavert“
að hafa það lægra en 50 til 100 millj-
ónir króna eigi ákvæðið að skila til-
ætluðum árangri. Sú fjárhæð er
hundrað sinnum hærri í samanburði
við fyrra ákvæði um hámark dagsekta
en því var einkum beitt ef aðilar af-
hentu ekki Seðlabankanum upplýs-
ingar og gögn sem óskað var eftir. Í
rökstuðningi gjaldeyriseftirlits Seðla-
bankans er bent á að horft sé til „ný-
legra tilvika sem upp hafa komið hjá
gjaldeyriseftirliti og lagt mat á það
hvaða fjárhæðir væru líklega til þess
fallnar að fá aðila til að láta af eða
leiðrétta tiltekna háttsemi með skjót-
um hætti.“
Hætta á sniðgangi
við losun hafta
Niðurstaðan varð hins vegar sem
fyrr segir sú að efnahags- og við-
skiptanefnd taldi æskilegra að
afnema þakið í stað þess að hækka
það umtalsvert í samræmi við tillögu
Seðlabankans. Í áliti nefndarinnar,
sem allir þingmenn hennar studdu,
er þó áréttað að Seðlabankanum ber
að „gæta að meðalhófsreglu og taka
tillit til eðlis brots og fjárhagslegs
styrkleika viðkomandi aðila við
ákvörðun fjárhæðar dagsekta.“
Sú staðreynd að Seðlabankinn
hafi talið „varhugavert“ að hafa há-
mark slíkra dagsekta lægra en 50 til
100 milljónir endurspeglar þá miklu
hagsmuni sem sumir innlendir aðilar
kynnu að hafa við að koma fjármun-
um úr landi með því að sniðganga
höftin. Frumvarp þar sem lagðar
voru til ýmsar breytingar á lögum um
gjaldeyrismál – og samþykkt var með
flýti sunnudagskvöldið 7. júní síðast-
liðinn – var einmitt ætlað að mæta
hættu á slíkum sniðgangi samhliða
því að losun fjármagnshafta er fram-
kvæmd í skrefum.
Ein þeirra breytinga sem voru
lagðar til í frumvarpinu laut að
heimildum vegna samstæðuláns
og ábyrgða innan samstæðu. Í ljósi
mikil vægis slíkra lána fyrir viðskipta-
lífið hafa fjármagnshreyfingar á
milli landa vegna samstæðulána og
ábyrgða innan samstæðu verið heim-
ilar samkvæmt lögum um gjaldeyris-
mál. Þannig var innlendum aðilum
heimilt að kaupa erlendan gjaldeyri
hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum til
að endurgreiða lán til erlendra aðila,
þar á meðal innan sömu samstæðu.
Með þessum hætti gátu félögin snið-
gengið almennt bann við fjármagns-
höftum og því þótti nauðsynlegt að
sporna við þeim möguleika að aðilar
innan samstæðna gætu komist yfir
erlendan gjaldeyri með lántökum og
lánveitingum sín á milli til skamms
tíma.
„Kunna að nema
verulegum fjárhæðum“
Samkvæmt heimildum DV er gjald-
eyriseftirlit Seðlabankans meðal
annars að vísa til tilvika er varða
eignaumsýslufélagið Klakka þegar
það nefnir „nýleg tilvik sem upp hafa
komið“ sem rökstuðning fyrir því að
hámark dagsekta mætti ekki vera
lægra en á bilinu 50 til 100 milljónir
í því skyni að fá aðila til að láta af
háttsemi þar sem verið sé að reyna
sniðganga lög um gjaldeyrismál. Að
öðrum kosti myndi sektarákvæðið
ekki skila tilætluðum árangri enda
eru „þær ráðstafanir, sem lagt er til
að Seðlabankanum verði heimilt að
bregðast við, kunna að nema veru-
legum fjárhæðum,“ eins og segir í
minnisblaði gjaldeyriseftirlitsins.
Eftir að breytingar voru gerðar
á lögum um gjaldeyrismál í mars
2012, þar sem tilteknar undanþágur
frá fjármagnshöftum voru afnumdar,
hefur eignaumsýslufélagið ekki getað
greitt út laust fé til erlendra eigenda
og kröfuhafa í samræmi við ákvæði
nauðasamnings frá árinu 2010. Á ár-
unum 2012 og 2013 nam þessi fjár-
hæð samtals 12,4 milljörðum króna
og hefur samsvarandi upphæð því
verið sett til hliðar sem bundin
bankainnstæða. Er Klakka óheimilt
að inna af hendi frekari greiðslur til
erlendra aðila nema með sérstakri
undanþágu frá Seðlabankanum.
Langsamlega stærsta eign Klakka
er fjármögnunarfyrirtækið Lýsing
en helstu eigendur Klakka eru vog-
unarsjóðurinn Burlington Loan
Management, Arion banki og slitabú
Glitnis og Kaupþings. Burlington
er jafnframt lánveitandi Lýsingar
eftir að sjóðurinn endurfjármagnaði
erlendar skuldir félagsins í október
2013. n
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Gjaldeyriseftirlit
Seðlabankans
Vísaði til nýlegra til-
vika sem rökstuðning
fyrir dagsektum upp
á allt að 100 milljónir.
Mynd SiGtryGGur Ari
„Varhugavert að
hafa það lægra
en 50 til 100 milljónir
króna eigi ákvæðið að
skila tilætluðum árangri.
Vanlíðan
öskur á hjálp
Guðfinna Jóhanna Guðmunds-
dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar-
flokks og flugvallarvina, birti stutt-
an pistil á Facebook-síðu sinni þar
sem hún þakkar þeim sem hafa
stigið fram og sagt frá kynferðis-
ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir.
Hún segir það hafa hjálpað henni
mikið við að finna hugrekkið til að
segja sína sögu.
Í færslunni greindi hún frá
grófu kynferðislegu ofbeldi sem
hún varð fyrir af hendi nágranna
vinkonu sinnar þegar hún var
barn.
Hún segir mikilvægt að aflétta
þeirri þöggun sem hefur hvílt yfir
kynferðisofbeldi og afleiðingum
þess.
„Það er erfitt að stíga fram og
segja frá einhverju sem mað-
ur hefur falið svo lengi en það er
líka erfitt að halda því leyndu. Ég
viðurkenni það fúslega að það að
viðurkenna að hafa verið nauðgað
og setja þessa færslu hér er eitt það
erfiðasta sem ég hef gert en samt
ekki jafn erfitt og að hafa lifað með
afleiðingum þess í áratugi,“ segir
Guðfinna í færslunni.
Guðfinna segir að ein af af-
leiðingunum sé áfallastreiturösk-
un og að hún hafi mikil áhrif á líf
þeirra sem kljást við hana, meðal
annars hafi sjúkdómurinn lagst
þungt á hana sjálfa. Hún segir
því mjög mikilvægt að opna um-
ræðuna.
„Kvíðinn, reiðin, óttinn,
skömmin, martraðirnar, endur-
upplifunin, þráhyggjan, feluleik-
urinn við að brynja sig svo enginn
viti hvað maður hefur gengið í
gegnum, dagarnir sem maður
hefur þurft að tala sjálfan sig í
gegnum daginn til að komast af,
félagsfælnin, vonleysið, vörnin,
myrkfælnin og allt hitt sem fylgir
er erfitt að lifa með og getur bitnað
á mörgum enda fylgir slíkri vanlíð-
an oft hegðun sem enginn skilur
en er í raun öskur á hjálp.“