Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 75

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 75
Helgarblað 25.–27. júlí 2015 Skrýtið Sakamál 31 Í franska bænum Grande Motte er að finna Venusia-klúbbinn. Í þann klúbb sækir fólk sem lif- ir frjálsu og óheftu kynlífi með ókunnugum. Á meðal þess fólks voru hjónin Paul og Diane Mistler. Þau voru í sjálfu sér dæmigerð hjón og þegar hér er komið sögu var Paul sextugur og Diane fertug. Þau voru ágætlega stöndug, Paul, fyrrverandi bankastjóri, átti tvær fataverslanir, sem Diane sá um að reka, og var að auki með fleiri járn í eldinum. Hjónakornin voru fastagestir í Venusia-klúbbnum og öðrum klúbbum af þeim toga. Frjálslyndi þeirra í kynferðismálum var slíkt að Diane hafði, með vitn- eskju Pauls, komið sér upp ágætu safni ástmanna, 48 í allt. Morð í kvöldhúmi Að kvöldi 22. apríl 2007 yfirgáfu Mistler-hjónin, einu sinni sem oft- ar, Venusia-klúbbinn. Þau höfðu ekki gengið langt þegar Paul rak upp ógnarvein og hneig til jarðar. Út úr baki hans stóð skut- ull eins og kafarar nota og hryllingsvein Diane bárust út í rökkrið. Í stað hjálpar kom árásarmaðurinn út úr runnagróðri, réðst á hjálparvana fórnarlamb sitt og stakk það 20 sinnum með blaðlöngum slátrarahníf og hvarf síðan jafnskjótt og hann hafði birst. Paul varð ekki lífs auðið, eins og gefur að skilja. Blóði drifinn þjónn Lögreglan kom fljótlega á stað- inn, sá að Paul myndi ekki geta kembt hærurnar og einhenti sér í leit í nágrenninu. Lánið lék við lag- anna verði því í hnipri í skjóli af bif- reið í grenndinni fundu þeir Frantz Diguelman. Frantz þessi var 46 ára þjónn af svissnesku og frönsku bergi brotinn og, það sem meira var, gegndrepa af blóði. Þetta virt- ist ekki flókið mál og á lögreglu- stöðinni játaði Frantz að hafa sent Paul yfir móðuna miklu. Í fórum sínum hafði Frantz handskrifað kort af nágrenni Venusia-klúbbn- um og þurfti enginn að fara í graf- götur um að hann hafði setið fyrir fórnarlambi sínu. Málið flækist En síðan tók málið nýja og óljósa stefnu því Frantz sagði að Diane hefði verið ástkona hans. „Hún sagði mér að hún væri búin að fá sig fullsadda af eiginmanni sínum. Hún sagði að hann legði á hana hend- ur, nauðgaði henni, neyddi hana í vændi og hún færi nauð- ug viljug með honum í kynlífsklúbba,“ sagði Frantz. Mánuðir liðu, Frantz beið réttarhalda og ým- islegt nýtt kom upp úr kafinu, meðal annars að því fór fjarri að hann væri eini karlmaðurinn sem Diane hefði dregið í dyngju sína. Þá breytti Frantz frásögn sinni: „Hún sagði mér að drepa eigin- mann sinn. Hún sagðist hafa reynt að fyrirkoma honum með töfradufti en það gekk ekki.“ Frantz bætti við að Diane hefði beðið hann að finna leigumorðingja en hann hefði ekki haft erindi sem erfiði í þeirri við- leitni og þá hefði hún beðið hann sjálfan að sjá um það: „Hún stakk meira að segja sjálf upp á skutlin- um.“ Diane virðist laus allra mála Diane skóf ekki utan af því þegar ávirðingarnar voru bornar á hana og sagði Frantz bulla eins og hon- um væri borgað fyrir það. „Eigin- maður minn og ég fórum bæði af fúsum og frjálsum vilja í kynlífs- klúbbana. Hann vissi allt um ást- menn mína. Frantz var bara einn þeirra,“ sagði hún. Diane sagði enn fremur að Frantz hefði skáldað upp alla söguna og hvað kortið sem fannst í fórum hans varðaði þá hefði hún ekki komið nálægt gerð þess. Rann- sókn á umræddu korti leiddi enda í ljós að hæpið væri að bendla hana við gerð þess og rannsóknardóm- ari ákvað að rannsaka Diane ekki frekar. Ákæruvaldið var ósátt við þann úrskurð, áfrýjaði og vann og Diane fékk á ný stöðu grunaðs vitorðs- manns. Árið 2011 voru Diane og Frantz dæmd fyrir morðið á Paul Mistler; Diane fékk 25 ára dóm og Frantz 23 ár. Skötuhjúin áfrýjuðu bæði með þeim árangri að dóm- ur Diane styttist í 18 ár og dómur Frantz í 15 ár. n Slatti af áStmönnum og Steindauður eiginmaður n Mikið frelsi einkenndi kynlíf Mistler-hjónanna n Það kostaði eiginmanninn lífið „Hún sagði mér að drepa eiginmann sinn. Hún sagð- ist hafa reynt að fyrirkoma honum með töfradufti en það gekk ekki Dæmd Árið 2011 voru Diane og Frantz dæmd fyrir morðið á Paul Mistler; Diane fékk 25 ára dóm og Frantz 23 ár. Þjóninn ólánsami Ástin tók hugsanlega völdin af Frantz Digu- elman. Paul Mistler Endaði ævina með skutul í bakinu. Kauptúni 3, 210 Garðabær | S. 771 3800 | signature.is Opið: mán.-fös. 12-18 og lau. 12-16 Aspen Hvítt glerborð 160x90 sm með 4 staflanlegum stólum með nylon- áklæði. Létt og skemmtilegt sett úr áli. Tilboðsverð 79.000 kr. Útisófasett í mörgum stærðum og gerðum Verð frá 99.000 kr. CelesTe Granítborð 183x100 sm Tilboðsverð 165.000 kr. stólar frá 15.920 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.