Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 72
Helgarblað 25.–27. júlí 201528 Fólk Viðtal á samkynhneigðum og transfólki. Það er stór munur á þeim sem eru samkynhneigðir og klæða sig í drag, karlmönnum sem eru klæðskipt- ingar og klæða sig í kvenföt fyrir kyn- ferðislegt kikk, og transfólki. Þessu er endalaust ruglað saman í um- ræðunni.“ Ég spyr Toru hvort hún hafi fundið samhljóm með fólki í Samtökunum '78. Svarið kemur mér dálítið á óvart. „Í kringum aldamótin fóru samtök- in að breytast úr félagsskap sem var áður með sterkan fókus á homma og lesbíur, yfir í hóp þar sem trans- fólk var velkomið. Þá skráði ég mig. En innan samtakanna hef ég upp- lifað óvænta fordóma, úr hörðustu átt. Ég hélt að þarna væri ég komin heim – en það var alls ekki tilfinn- ingin. Þegar transfólk varð velkomið inn í samtökin og ég fór að umgang- ast fólk þar, þá kom það mér mjög á óvart að jafnvel fólk, sem gefur sig út fyrir að berjast gegn fordómum og skilningsleysi, gat ekki skilið að ég væri transkona. Mér var ekki sýnd sú tillitssemi sem ég hélt að ég mundi mæta þarna, ég var stöðugt karlgerð, þrátt fyrir að ég gæfi það í skyn með öllu mínu atferli að ég vildi láta koma fram við mig sem konu. Það kom mér mjög á óvart að það virtist alveg skorta vilja til að sýna tilfinninga- legt umburðarlyndi. Ég á mun auð- veldara með að skilja slíkt úti í hinu almenna samfélagi en á þessum stað sem er byggður í kringum að berjast gegn tillitsleysi og skilningsleysi. Ég skal líka alveg viðurkenna að ég er full af fordómum gagnvart fólki sem er með fordóma gagnvart mér,“ segir Tora og hlær. „Enginn er fordóma- laus,“ bætir hún við. Transfólk í menningunni Transfólk hefur alltaf verið til. Í mörgum ættbálkum er hefð fyrir því að við transfólk séum shamanar, segir Tora mér. „Transfólk hefur séð um andlega leiðsögn fyrir aðra, séð um jarðarfarir og sálusorgun, af því það er talið hafa víðari sjóndeildar- hring með sjónarhorn beggja kynja – innsýn í báða heimana. Leifarnar af þessu má til dæmis sjá á þeirri staðreynd að prestar þjóðkirkjunnar klæðast kjólum.“ Transfólk sést oft á tíðum í klám- efni og sem viðfangsefni blætis hjá fólki sem ekki er trans. „Mér finnst sá heimur óþægilegt fyrirbæri. Oft fæ ég fyrirspurnir á netinu frá fólki með alls konar fantasíur en ég vísa þeim bara annað. Ég tek mig alvarlega sem manneskju og nýt þeirra forréttinda að þurfa ekki að selja mig eða eitt- hvað slíkt. Í Taílandi, þar sem ég hef dvalið, draga sumar transkonur fram lífið með vændi. Þær eru kallaðar katohey eða ladyboys, og eru viður- kenndar í samfélaginu. Eitthvað er um að vestrænir menn fari þangað til að prófa kynlíf hjá konum með typpi. Reyndar er mikið að gerast í trans- heiminum í Taílandi, transkonur eru farnar að vinna fyrir sér á eðlilegan hátt og eru smám saman að komast í betri stöðu. Eitt af stóru flugfélögun- um þar var til dæmis að ráða fyrstu flugfreyjurnar sem eru katohey. Skil- yrði var reyndar að þær væru sér- staklega fallegar og kvenlegar. En þetta er skref í rétta átt. Svo eru litl- ir hlutir eins og þriðja klósettið í menntaskólum, fyrir transfólk, sem skipta máli.“ Ég skýt inn spurningu um það hvaða almenningsklósett Tora velji þegar hún er á ferðinni. „Það fer eftir ýmsu. Hugarástandi mínu, aðstæðum og auðvitað röðinni,“ segir hún og hlær. Spjallið leiðist að poppmenn- ingunni og því að transfólk hefur á síðustu misserum sést meira og meira í blöðum og sjónvarpi. Skyldi það vera jákvætt? „Mér finnst við að- eins þurfa að passa okkur á þessu. Við erum fæstar einhverjar glæsi píur – flestar eru frekar karlmannlegar og við virkum sennilega ekki sem for- síðumódel. Það er eins og við þurf- um að vera extra kvenlegar til að fá jákvæða athygli. Þú hefðir til dæmis örugglega aldrei sagt „hann“ við Cait- lyn Jenner. Ég veit að þú meintir ekk- ert illt með því en það stingur samt.“ Við erum ekki allar gordjöss Tvær transkonur hafa verið áberandi umfram aðrar á forsíðum blaða og í sjónvarpi, en það eru þær Caitlyn Jenner og Laverne Cox. Tora bend- ir á að þessar konur séu líklega bún- ar að ganga í gegnum heilan hell- ing af aðgerðum og breytingum á líkama sínum. „Við transkonur ger- um það oft meira fyrir umhverfið en okkur sjálfar. Svo það sé auðveldara fyrir ykkur að umgangast okkur sem konur. Það er ein ástæða þess að ég ætla í leiðréttingarferlið, ég er orðin svo endalaust þreytt á þessu. Þetta er samt allt á yfirborðinu og breytir ekki mínum karakter. Helst af öllu vildi ég að þið gætuð bara séð mig sem Toru, en það eiga svo margir erfitt með það og sjá bara karlinn. Þetta er auðvitað sambærilegt við það sem konur búa almennt við. Þú þarft að vera horuð og með eitthvert ákveðið útlit til að fá jákvæða athygli fjölmiðla til dæmis. Það er eitthvað rangt við að transfólk fái fyrst skilning og jákvæða athygli þegar stórstjörnur byrja að koma út. En auðvitað höfum við séð þetta áður, til dæmis þegar HIV-vírus- inn kom fyrst fram, þá þurftu stór- stjörnur og íþróttahetjur að koma út úr skápnum sem smitaðir til þess að samúð kviknaði í samfélaginu. Ég er til dæmis alveg með frekar karl- mannlegt andlit, og verð sennilega í margra augum alltaf gaurinn í pils- inu, nema ég gangi í gegnum skelfi- legar aðgerðir á andliti sem geta far- ið á hvorn veg sem er. Við erum ekki allar gordjöss gellur, frekar en venju- legar konur. Ég lít út eins og Brad Pitt en langar til að líta út eins og Jenni- fer Aniston! Í raun og veru eru allar Hollywood-stjörnur transkonur. Þeim hefur verið breytt í eitthvað sem þær voru ekki áður – sjáðu bara Marilyn Monroe, hún fæddist rauð- hærð og var búttuð sveitastelpa áður en hún varð að ljóshærðri glæsidívu.“ Nýr kafli að hefjast Í haust er Tora að fara í háskólanám. „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Sótti um í vetur í algjöru bríaríi. Ég þurfti virkilega að telja í mig kjark, komin þetta langt í mínu lífi, og hvað ef mér hefði verið hafnað? En bingó! Ég komst í gegnum þetta og var ég sjálf, Tora, í öllu ferlinu og þurfti ekkert að fela mig. Það er eins og allt sé að falla í rétt far núna. Loksins er minn tími kominn, eins og Jóhanna sagði.“ n „Þegar fornleifa- fræðingar grafa mig og þig upp hlið við hlið munu þeir finna beinagrind karls og konu. Ég veit að ég verð aldrei kona, ég er transkona, og breytingaferlið mun hjálpa mér, en ekki leysa öll mín vandamál. Gróðurvin í miðbænum Garðurinn hennar Toru er grænn og notalegur. Trúlofunarhringar - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.