Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 24
2 Tekjublaðið 25. júlí 2015 HEILD EHF Rúmfatnaður fyrir hótel og sjúkrastofnanir Stórhöfði 17 • 110 Reykjavík • Sími 5877685 • Netfang: eg.heild@simnet.is • www.egheild.is Vandaður rúmfatnaður 100% cotton satin með 300TH. 60/60µ. Sterk og endingargóð teygjulök, 100% cotton satin með 300TH. Gæða handklæði 500 gsm. Góðar sængur sem má þvo við 95° hita. Dýnuhlífar, þola þvott við 95°, rakaheldnar. R íkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2015 vegna tekna á árinu 2014. Talsverðar breytingar verða á listanum á milli ára og kemur mað- ur í manns stað. Þó eru nokkur vel þekkt andlit úr íslenskum samtíma og nokkrir sem hafa átt sæti á listan- um ár eftir ár. Þórður Rafn Sigurðsson útgerðar- maður er efstur á lista ríkisskatt- stjóra yfir þá sem greiða hæstu opin- ber gjöldin, en Þorsteinn Sigurðsson fylgir honum þar á eftir og þriðja sætið skipar Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Jón Árni Ágústsson, skattakóngur ársins í fyrra, er ekki á meðal þeirra 20 sem greiða mest í opinber gjöld en hann greiddi tæplega 412 millj- ónir kórna í opinber gjöld árið 2013. Þrjár konur eru á listanum og er það mikil fækkun frá því í fyrra þegar sjö konur voru á meðal þeirra 20 greiddu mest í opinber gjöld. Þær eru einnig neðar á listanum en í fyrra en Guðbjörg M. Matthíasdótt- ir er í áttunda sæti listans, María Vig- dís Ólafsdóttir situr í 15. sæti hans og María Rúnarsdóttir er í 18. sæti. n Þessi greiddu mest í skatta n Þau greiddu hæstu skattana árið 2014 n Útgerðarmenn fyrirferðarmiklir á listanum Þórður Rafn Sigurðsson 671.565.763 krónur 1 Þórður er skattakóngur Íslands árið 2014 en hann greiddi alls tæp- lega 672 milljónir króna í skatta á árinu 2014. Hann komst þó ekki á blað yfir hæstu skattgreiðendur í fyrra. Þórður Rafn starfaði í nokkra áratugi við útgerð en hann stofnaði útgerðina Dala-Rafn árið 1993 ásamt eiginkonu sinni Ingigerði R. Eymundsdóttur. Hjónin áttu hvort um sig 50 prósent hlut í félaginu. Hafði Þórður áður gert út togara með sama nafni og var þar skipstjóri lengi vel. Hjónin seldu Dala-Rafn til Ísfélags Vestmannaeyja í byrjun ársins 2014 ásamt togskipinu Dala-Rafni VE 508 og aflaheimildum er námu tæpum 1.600 þorskígildistonnum. Ísfélagið er einmitt í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, sem skipar áttunda sæti á þessum lista. Þórður var valinn Eyjamaður ársins af Eyjafréttum árið 2014 en hann og eiginkona hans komu upp útgerðarsafni í Vestmannaeyjum. Þorsteinn Sigurðsson 304.633.336 krónur 2 Þorsteinn Sigurðsson vermir annað sætið en er samt ekki hálfdrættingur miðað við sjálfan skattakónginn. Þorsteinn greiddi ríflega 300 milljónir í opinber gjöld á síðasta ári. Þar kemur fyrst og fremst til sala á 15% hlut sem hann átti í Stálskipum í Hafnarfirði. Kvóti félagsins og skip voru seld á síðasta ári en félagið var mjög skuldlétt. Kári Stefánsson 277.499.661 krónur 3 Kári Stefánsson færist upp um tíu sæti á listanum í ár og skipar nú þriðja sæti. Hann greindi frá því á fimmtudag að meirihluti gjaldanna sem hann greiði sé vegna sölu á hlutabréfum erlendis og að hann hefði ekki haft neina tilburði til að draga úr þeim gjöldum. Hann sagðist í samtali við Stundina ánægður með að geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins en að það væri erfitt fyrir sósíalista að sitja uppi með að vera á meðal auðkýfinga í þessu samfélagi. Hann segir sárt að sam- félagið hefði ekki fundið leið til að minnka launamun í samfélaginu. Gunnar Torfason 180.939.049 krónur 4 Ísfirðingurinn Gunnar Torfason stóð í stórræðum í byrjun árs 2014 þegar hann og viðskiptafélagi hans, Bolvíkingurinn Ólafur Jens Daðason, seldu fyrirtækið Völustein og vélbátinn Hálfdán Einarsson ÍS. Með bátnum fylgdi kvóti upp á 1.200 þorskígildistonn. Sölu- verðið var ekki gefið upp en samkvæmt landsmálavefnum á Vestfjörðum, Skutli, var talið að það næmi tveimur milljörðum króna. Athygli vakti að þeir félagar hugðust halda áfram rekstri sínum á Flateyri en ákváðu að selja kvótann til annarra útgerða í Bolungarvík í stað þess að taka hann með sér til Flateyrar. Davíð Freyr Albertsson 173.206.913 krónur 5 Davíð Freyr er framkvæmdastjóri SMI ehf. Síðla árs 2013 var tilkynnt um kaup Eikar fasteignafélags hf. á meginhluta fasteigna í eigu SMI en kaupin gengu í gegn í byrjun árs 2014. Helstu eignir félagsins voru Smáratorg 1-3 og lóð að Smáratorgi 5 auk fasteigna á Akureyri, með- al annars Glerártorg. Davíð Freyr var einn stærsti einstaki hluthafinn í SMI ehf. með 15% hlut samkvæmt ársreikningi 2013. SMI á og rekur enn fasteignir við Korputorg sem og húsnæði Rúmfatalagersins í Skeifunni. Bert Hanson 140.284.145 krónur 6 Bert Martin Hanson er í sjötta sæti á lista ríkisskattstjóra yfir hæstu skattgreiðendur Íslands og greiddi rúmlega 140 milljónir króna í skatt. Hann rataði ekki á lista yfir hæstu gjaldendur í fyrra en á síðasta ári seldi hann framleiðslu- og innflutningsfyrirtækið Íslensk-ameríska til Guðbjargar Matthíasdóttur, líkt og Þórður Rafn, skattakonungurinn sjálfur, gerði með Dala-Rafn. Bert stofnaði ÍSAM hinn 15. apríl 1964 eftir að hann flutti til Íslands frá Bandaríkjunum með konu sinni Ragnheiði Jónasdóttur en fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldunnar. Jón Guðmann 136.371.742 krónur 7 Jón Guðmann Pétursson er í sjöunda sæti yfir þá sem greiða hæstu skattana árið 2014. Jón Guðmann er fyrrverandi forstjóri Hampiðjunnar og lét af störfum í mars 2014. Hann hafði starfað í 27 ár hjá fyrirtækinu og þar af um helming tímans sem forstjóri. Við starfslok sín fékk hann greiddar 1,5 milljónir evra, sem jafngildir 240 milljónum króna, samkvæmt samningi við stjórn félagsins. Stærstur hluti af því var uppgjör á bónusgreiðslu vegna hækkunar á gengi hlutabréfa í félaginu. Árið á undan hafði Jón Guðmann verið annar launahæsti forstjóri landsins með rúmlega 11 milljónir króna í mánaðarlaun. Guðbjörg M. Matthíasdóttir 127.296.164 krónur 8 Útgerðar- konan í Vest- mannaeyjum hefur verið fastagestur á listanum undanfarin ár. Hún greiðir mest Árni Harðarson 121.618.964 krónur 9 Árni skipar 9. sæti á lista ríkis- skattstjóra yfir þá sem greiddu hæsta skatta á landinu árið 2014. Hann hefur verið náinn samstarfmaður Ró- berts Wessman forstjóra lyfjafyrirtækisins Alvogen og starfar nú sem yfirlögfræðingur hjá fyrirtækinu. Kristján V. Vilhelmsson 110.473.857 krónur 10 Kristján er einn eigenda útgerðar- fyrirtækisins Samherja á Akureyri ásamt frænda sínum Þorsteini Má Baldvinssyni. Áður sat Kristján í sjötta sæti listans og greiddi 189.902.544 krónur í skatta árið 2013. Nú greiðir hann 110.473.859 milljónir króna í skatta og hefur því fallið niður um fjögur sæti. Stefán Hrafnkelsson 103.185.589 krónur 11 Stefán er stofnandi hugbúnað- arfyrirtækisins Betware og situr í ellefta sæti yfir þá sem greiddu hæstu skatta á landinu í fyrra en hann greiddi rúmar 103 milljónir króna í skatta. Í lok ársins 2013 seldi Stefán 90 prósent hlut í Betware til austurrískrar fyrirtækjasam- steypu, Novomatic, en kaupverðið var sagt vera trúnaðarmál. Stefán á þó enn 10% hlut í fyrirtækinu með áður helstu stjórnend- um þess og er enn framkvæmdastjóri. En fyrirtækið sérhæfir sig í þróun peningaleikja fyrir rekstraraðila sem leyfi hafa til þess frá Adolf Guðmundsson, Guðjón Harðarson og María Vigdís Ólafsdóttir 102.093.894 / 96.516.183 og 94.486.876 krónur 12, 14, 15 Þremenningarnir eru öll frá Seyðisfirði og högnuðust verulega á sölu útgerðarinnar Gullbergs til Síldar- vinnslunnar í fyrra. Gullberg var stofnað árið 1963 og eigandi þess, Ólafur Marel Ólafsson, betur þekktur sem Óli Óla, lést árið 2009 og átti þrjár dætur; áðurnefnda Maríu Vigdísi, Theódóru og Hrönn. Adolf er eiginmað- ur Theódóru og Guðjón er eiginmaður Hrannar. Adolf og Guðjón störfðu báðir hjá fyrirtækinu en Adolf var framkvæmdastjóri Gullbergs og var formaður LÍÚ frá árinu 2008 til 2014. Grímur Karl Sæmundsen 96.753.634 krónur 13 Grímur Karl Sæmundsen, læknir og forstjóri Bláa lónsins, situr í 13. sæti á lista ríkisskattstjóra yfir hæstu skattgreiðend- ur á Íslandi árið 2014. Grímur hefur frá árinu 1992 byggt upp Bláa lónið en rekstur þess hefur gengið afar vel og er geysivinsælt meðal ferðamanna. Uppbygging er nú hafin á svæðinu sem felst meðal annars í byggingu nýs lúxushótels. Rekstur fyrirtækisins hefur frá árinu 2008 verið í evrum. Grímur var kjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunn- ar árið 2014 en auk þess var hann meðal tíu hæst launuðu forstjóra landsins sama ár. kvenna en fellur þó niður um nokkur sæti yfir þá einstaklinga sem greiddu hæstan skatt frá því á árinu 2013 þegar hún var í öðru sæti. Nú situr Guðbjörg í áttunda sæti listans og greiðir 127.296.164 króna í skatta. Guðbjörg greiðir meira en helmingi minni skatt frá því í fyrra þegar hún greiddi 389.183.843 krónur í opinber gjöld. Guðbjörg rekur eina stærstu útgerð landsins, Ísfélagið í Vestmannaeyjum, en útgerðin á mikinn kvóta. Síðastliðin ár hefur Guðbjörg verið einn helsti hluthafi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. stjórnvöldum viðkomandi lands. Fyrirtækið skilaði 130,2 milljóna króna hagnaði árið 2013 en eignir Betware námu um áramótin 2013 alls 427,6 milljónum króna en skuldir námu 184,9 milljónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.