Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 14
14 Fréttir Erlent R éttarhöld yfir Hissene Habre, fyrrverandi leiðtoga Afríkuríkisins Tsjad, hófust síðastliðinn mánudag en daginn eftir var þeim frestað til 7. september. Ástæðan er sú að hvorki Habre né lögfræðingar hans vildu segja aukatekið orð við dómarann. Sagðist hann vera sak- laus af öllum ákærum. Með 40 þúsund morð á samviskunni Hinn 72 ára Habre er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu og er sagður hafa borið ábyrgð á yfir 40 þúsund pólitískum morðum og pyntingum á mönnum í hundruð þúsunda tali á þeim átta árum sem hann var við völd, frá 1982 til 1990. Honum hefur verið lýst sem afrísku útgáfunni af suðurameríska ein- ræðisherranum Augusto Pinochet en báðir voru þeir lengi í útlegð án þess að réttað væri yfir þeim. Stuðningur frá CIA Habre hrifsaði til sín völdin í Tsjad af Goukouni Queddei, félaga sínum og fyrrverandi uppreisnarmanni sem hafði unnið kosningarnar í landinu. Talið var að Habre hefði notið stuðnings bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, til að ná völdum í von um að hann aðstoðaði Banda- ríkin í baráttunni gegn Muammar Gaddafi, þáverandi leiðtoga Líbíu. Valdaránið fór fram á sama tíma og Tsajd var í stríði við Líbíu vegna Aozou-svæðisins, sem er við landa- mæri landanna tveggja. Með að- stoð Bandaríkjanna og Frakka tókst hersveitum Habre að hrekja líbíska herinn úr landinu árið 1983. Tók evrópska gísla Habre vakti fyrst heimsathygli árið 1974 þegar hópur uppreisnar- manna á hans vegum tóku þrjá Evrópumenn sem gísla og kröfðust lausnargjalds. Einn gíslanna, franski vísindamaðurinn Francoise Claustre, var 33 mánuði í haldi í hellum í norðurhluta Tsjad. Það kom samt ekki í veg fyrir að Frakkar aðstoðuðu Habre nokkrum árum síðar, að því er fréttavefur BBC greindi frá. Margar fjöldagrafir Á meðan Habre var við völd þurfti hann að brjóta á bak aftur margar uppreisnir en mannréttindasam- tökin Amnesty International segja að það afsaki ekki brotin sem voru framin í stjórnartíð hans. „Stjórnvöldin í Tsjad beittu hræðslustjórnun af yfirlögðu ráði til að stöðva allan mótþróa,“ sagði Amnesty en fjöldi fólks hvarf spor- laust í landinu á þessum tíma og undanfarin ár hafa þar fundist margar fjöldagrafir. Pyntingar í gamalli sundlaug Talið er að Habre hafi séð persónu- lega um að stjórna lögreglusveitinni DDS, sem almenningur í landinu hræddist mjög. Einn af stöðunum sem sveitin notaði til að pynta fólk var neðanjarðar þar sem áður hafði verið sundlaug. Raflost var gefið, fólk var kæft þangað til það var nær dauða en lífi, gasi var sprautað í augu þess og notast var við pyntingaraðferðina „supplice des baguettes“ þar sem tvær spýtur þrýstu hvor sínum megin á höfuð fólks og krömdu þau. Einn þeirra sem lifðu pyntingarnar af hélt að heilinn í honum væri að springa þegar hann gekk í gegnum „supplice des baguettes“. Aðrir voru settir í svokallaða „diete noire“ eða hungurmegrun og þeirra beið ekkert annað en dauðinn. Að sögn Mannréttinda- vaktarinnar voru meðlimir hreyf- inga allra þjóðarbrota Tsjad undir smásjá lögreglusveitarinnar. Flúði til Senegal Á endanum tókst núverandi for- seta landsins, Idriss Deby, að hrekja Habre frá völdum. Í kjölfarið flúði Habre til Senegal þar sem hann hef- ur látið lítið fyrir sér fara í 22 ár. Meint fórnarlömb hans, með að- stoð Mannréttindavaktarinnar, hafa í áraraðir reynt að koma honum fyrir dómstóla. Það bar engar árangur fyrr en dómstólar í Belgíu fyrirskipuðu handtöku hans árið 2005 eftir fjögurra ára rannsókn. Senegölsk yf- irvöld brugðust við með því að setja Habre í stofufangelsi og núna á loks- ins að rétta yfir honum. Horfist í augu við fórnarlömbin Réttarhöldin fara fram í Dakar í Senegal og er þetta í fyrsta sinn sem réttað er yfir fyrrverandi leið- toga Afríkuríkis í öðru Afríkuríki. Ólíkt Pinochet sem dó áður en hægt var að rétta yfir honum þarf Habre núna að horfast í augu við fórnar- lömb sín fyrir dómstólum. n Helgarblað 25.–27. júlí 2015 Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A Loksins réttað yfir aLræmdum afríkuLeiðtoga Habre Stjórnaði Tsjad með harðri hendi frá 1982 til 1990. n Hissene Hibre er sakaður um glæpi gegn mannkyni n Var í útlegð í Senegal n Sakaður um aðild að 40 þúsund morðum Með páfanum Habre ásamt Jóhannesi Páli páfa í opinberri heimsókn hins síðarnefnda til Tsjad árið 1990. Fimmta stærsta Afríkuríkið Tsjad er staðsett í Mið-Afríku og á landamæri að Líbíu, Súdan, Mið-Afríkulýðveldinu, Kamerún, Nígeríu og Níger. Tsjad er fimmta stærsta ríki Afríku að flatarmáli og þar búa um tíu milljónir manna. Árið 1960 öðlaðist Tstjad sjálfstæði frá Frökkum. Opinber tungu- mál eru arabíska og franska. Fjölmörg þjóðarbrot eru í landinu og hafa átök og uppreisnir þar verið tíðar. Freyr Bjarnason freyr@dv.is Hækka gift- ingaraldur Spánn hefur ákveðið að breyta lögum um hjónaband og nú verða einstaklingar sem vilja gifta sig að vera orðnir sextán ára. Áður gátu drengir og stúlkur sem voru orðin fjórtán ára gengið í hjóna- band með leyfi dómstóla. Þessu hefur nú verið breytt og eru lögin nú á pari við lög í flestum ríkjum Evrópu. Á árinum 2000–2014 giftu 365 börn á aldrinum 14–16 ára sig. Stutt er síðan Spánn breytti lögum um það að einstaklingar sem hefðu náð þrettán ára aldri mættu stunda kynlíf og er nú lög- brot að hafa kynmök við börn undir sextán ára aldri. Gera þig að pókersnillingi Virti vísindarannsóknaskólinn MIT, Massachusetts Institute of Technology, í Cambridge í Bandaríkjunum hefur ákveðið að bjóða upp á ókeypis námskeið í póker. Það er viðskiptafræðingur sem ákveðið hefur að setja öll námsgögn sín á vefinn og gefa óhindraðan aðgang að þeim. Nemendur geta æft sig á spjall- borðum og í rauntímaleikjum með gervipeningum. Hugmyndin er sú að námskeiðið geti kennt nemendum sitthvað á viðskipta- heiminn og er hluti af opnu há- skólakerfi skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.