Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 6
6 Fréttir
V
ið erum hér í mikilli vinnu
og erum hvergi nærri hætt.
Viðfangsefnið er óendan-
legt og aukningin hefur ver-
ið þannig að við erum og
höfum verið að elta skottið á okkur,“
segir Ragnheiður Elín Árnadóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fjöldi
erlendra ferðamanna á Íslandi hef-
ur aldrei verið meiri og stefnir í að
yfir ein milljón sæki landið heim á
þessu ári. Stjórnvöld hafa verið harð-
lega gagnrýnd vegna skipulags- og
aðgerðarleysis hvað varðar upp-
byggingu ferðamannastaða og
skemmst er að minnast umræðunn-
ar um laka salernisaðstöðu víða um
land.
Hægt að vera vitur eftir á
Hefðuð þið ekki mátt undirbúa ykk-
ur betur fyrir þennan mikla fjölda
ferðamanna? „Þetta er ekkert nýtt
viðfangsefni og er löngu tilkomið
fyrir okkar tíð í þessu ráðuneyti. Það
er alveg hægt að vera vitur eftir á og
segja: „Jú, við hefðum átt að bregðast
við miklu fyrr“ og þá er alveg sama
hver var þá við völd en það þýðir ekk-
ert að gera það. Við höfum brugðist
við með mjög myndarlegum hætti
á síðustu tveimur árum,“ fullyrðir
Ragnheiður Elín.
Gistináttagjaldið
gefur mjög lítið
Framkvæmdasjóður ferðamanna-
staða var settur á laggirnar árið 2011.
Honum er þannig stillt upp að hann
eigi að fá þrjá fimmtu hluta tekna
þeirra sem koma inn af gistinátta-
gjaldinu. „Gistináttagjaldið er að
gefa mjög lítið. Það er lágt og það
er óhagkvæmur skattstofn, þannig
að fjármögnunin hefur hvergi nærri
staðið undir þeirri uppbyggingarþörf
sem er til staðar,“ segir hún.
Þurfum að vinna betur saman
„Framkvæmdasjóður ferðamanna-
staða hefur frá upphafi úthlutað 2,3
milljörðum króna og þar af eru rúm-
lega 1,7 milljarðar í okkar tíð hér. Á
síðustu tveimur árum, frá því að við
tókum við þessum málaflokki, hef-
ur verið gefið mjög í en það er ekki
bara skortur á fjármagni sem tef-
ur uppbygginguna, heldur eru það
fjölmörg önnur atriði. Það þarf að
hanna og skipuleggja, það þarf að
taka ákvörðun um hvernig og hvar
eigi að byggja upp og þetta er á for-
ræði mjög margra aðila,“ segir hún.
„Þetta er stórt og mikið verkefni sem
við þurfum að vinna betur saman.
Náttúrupassinn átti að tryggja stöð-
uga fjármögnun til lengri tíma og
taka á alls konar málum en það fór
eins og það fór.“
Náttúrupassinn er ákjósanleg
leið
Ragnheiður Elín segir að vinnan
sem lögð var í frumvarpið um nátt-
úrupassann hafi ekki verið til einskis
því byggt hafi verið á henni við vinnu
á nýrri stefnumótun í ferðamennsku
en niðurstöður hennar verða kynnt-
ar í næsta mánuði. Hún var unnin
með Samtökum ferðaþjónustunn-
ar og Ferðamálastofu. Guðfinna
Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor og
alþingismaður, hefur leitt vinnuna.
Ragnheiður Elín segir það engu að
síður vonbrigði að náttúrupassinn
komst ekki í gegnum þingið. „Auð-
vitað, við vorum búin að leggja mikla
vinnu í þennan passa en ég er enn
þeirrar skoðunar að þetta sé ákjós-
anleg leið. Þetta er búið að vera við-
fangsefni í áratugi. Menn eru bún-
ir að rífast og rökræða um þetta mál
svo lengi sem elstu menn muna. Ég
var að að vona að þetta myndi loks-
ins takast með náttúrupassanum
því við þurfum að fá niðurstöðu þótt
allar þessar leiðir hafi bæði kosti og
galla,“ segir hún en passinn átti að
gefa rúman milljarð króna á ári til
viðhalds og uppbyggingar á ferða-
mannastöðum. „Náttúrupassaað-
ferðin til gjaldtöku er ekkert heilög í
mínum huga en það sem við vorum
að reyna að gera með þessu var að
leysa mörg af þessum viðfangsefn-
um með heildstæðum hætti.“
Hvalaskoðun og Bláa lónið
Formaður Landverndar sagði nýlega
við DV að ekki væri nauðsynlegt að
vera með eina endanlega lausn í stað
náttúrupassans. Hægt væri að beita
mörgum aðferðum eins og breyttu
gistináttagjaldi, bílastæðagjaldi og
fleiri þjónustugjöldum. Ragnheiður
segist aldrei hafa verið talsmaður
hinna svokölluðu blönduðu leiða.
„Það var þess vegna, að vel athuguðu
máli, sem við lögðum til þá leið sem
við settum fram en nú er þetta eitt-
hvað sem við þurfum að skoða.“
Hún horfir til þess að með breikk-
un skattstofna verði hægt að taka
inn þær greinar ferðaþjónustunnar
sem hafa verið undanþegnar virðis-
aukaskatti. „Það er ekki síst að þeirra
ósk og Samtaka ferðaþjónustunnar
sem þessi vinna fer af stað. Það mun
skila sér í auknum tekjum,“ segir hún
og nefnir hvalaskoðun, Bláa lónið,
hópferðabíla og leigubíla sem dæmi
um innheimtu í gegnum virðis-
aukaskattinn.
Áhersla á ríka ferðamenn
Ragnheiður Elín er ekki sammála
því að takmarka beri fjölda ferða-
manna til Íslands. „Við ráðum við
miklu meiri fjölda ferðamanna.
Við sjáum það ef við berum okk-
ur saman við önnur lönd sem eru
miklu minni en við. Við þurfum
hins vegar að skipuleggja okkur,“
segir hún og telur að leggja eigi
áherslu á vel borgandi ferðamenn
í allri markaðssetningu. Samt eigi
Íslendingar að vera tilbúnir til að
taka á móti öllum sem vilja heim-
sækja landið. „Flest höfum við ver-
ið blankir stúdentar og farið í ferðir
sem kosta minna en ferðirnar sem
við förum í seinna á lífsleiðinni
en við förum aftur á þá staði síðar
meir. Ég hef þá tilhneigingu að vilja
hafa þetta í bland en markaðssetn-
ingin á kannski að vera með frekari
áherslu á þá sem eru vel borgandi.“
Hún telur að auka þurfi ferða-
mennsku á stöðum sem hafa ver-
ið minna í umræðunni, í litlum
byggðum úti á landsbyggðinni.
Hún nefnir Langanes sem dæmi
og einnig Vestfirði. „Það er rými
fyrir miklu fleiri ferðamenn þar. Í
stefnumótuninni er markmiðið að
dreifa ferðamönnum betur yfir árið
en einnig betur um landið og fjölga
viðkomustöðunum.“
Gott viðhorf til ferðamanna
Hún segir ferðaþjónustuna vera
í mjög góðri sátt við samfélagið.
„Ferðamálastofa hefur verið að
vinna þolmarksrannsóknir og þar
hefur komið í ljós að viðhorf Ís-
lendinga til ferðamanna er mjög
Helgarblað 25.–27. júlí 2015
„Við höfum verið að
elta skottið á okkur“
n Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að það sé auðvelt að vera vitur eftir á n Ætlum að
Ragnheiður Elín Árnadóttir Kynnt verður ný stefnumótun í ferðamálum í næsta mánuði. MyNd ÞoRMaR ViGNiR GuNNaRssoN„Það er beinlínis
rangt hjá Össuri að
halda því fram að ekk-
ert hafi gerst í okkar tíð.
Það væri kannski ráð að
spyrja Össur af hverju þau
voru ekki byrjuð á þessari
vinnu fyrr.
„Náttúrupassinn
átti að tryggja
stöðuga fjármögnun
til lengri tíma og taka
á alls konar málum en
það fór eins og það fór
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is