Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 20
Helgarblað 25.–27. júlí 201520 Umræða L andnám Ingólfs í Reykjavík hefur verið í hugum manna að undanförnu og verð- ur vonandi áfram, enda fátt jafn heillandi og að reyna að lifa sig inn í hvernig það hefur ver- ið koma að óbyggðu stóru landi sem marar langt út í hafinu, velja sér stað til að búa, þegar allt er í boði, fara að kanna landið og átta sig á lífsmöguleikum. Nú er fyrirhugað að hefja siglingar á víkingaskipum um Sundin, en þau skip voru byltingar- kennd galdratæki í samgöngumál- um á sínum tíma, eiginlega eins og flugvélar urðu síðar. Og svo eru enn að finnast rústir stórra húsa frá land- náms- eða víkingaöld, og hefur það orðið sumum tilefni til að segja að það merki að við verðum að skoða okkar upprunasögu alveg upp á nýtt, þótt reyndar sé erfitt að sjá rökin fyrir slíkum ályktunum. Rifjum fyrst upp víkingaskip- in. Það virðist nokkuð útbreidd hugmynd að útrás víkinganna frá Skandinavíu, aðallega á níundu og tíundu öld, hafi fyrst og fremst byggst á því að þeir hafi verið hraust- ir og duglegir stríðsmenn, óttalausir og með góð vopn. En trúlega hafði árangur þeirra minnst með þetta að gera: í flestum þeim löndum sem þeir herjuðu á voru líka hraustir stríðsmenn, og hægt að safna saman fjölmennum herjum til að verjast innrásum, enda fór það yfirleitt svo að víkingarnir fóru halloka ef kom- ið var út í skipulegan hernað. Nei, snilli víkinganna og ástæða þess að þeir gátu komið sér upp heims- veldi byggðist fyrst og fremst á þess- um ótrúlegu, hraðskreiðu og ör- uggu skipum sem þeir byggðu sér, og sömuleiðis þeirri byltingarkenndu siglingafræði og siglingatækni sem þeir þróuðu. Og gerði þeim fært að sigla markvisst um opið haf, og herja þar á lönd þar sem engir áttu von á skipi af sjó, nema þá kannski hrökt- um mönnum í hafvillum. Ultima Thule Fyrir tíma víkinganna, til dæmis á stórveldistíma Rómverja mörgum öldum fyrr, voru auðvitað skip í för- um; þau sigldu til að mynda út um Gíbraltarsund og til Bretlandseyja. En þeir sem þar sigldu hafa líklega verið háðir því að vera nálægt strönd- um til að geta ratað. Áhafnir skipa sem hröktust á haf út urðu trúlega að stóla á lukkuna með það hvar skipin bæri næst að landi, ef lánið léki við skipverja yfirleitt. Sumum sæfarend- um blésu stormar langt norður í höf og alla leið hingað, og þeir sem nutu þeirrar gæfu að komast aftur heim sögðu frá undarlegri óbyggðri eyju sem þeir kölluðu „Ultima Thule“ og var þannig land að þar gátu menn tínt af sér lýs um miðnætti á sumr- um – þetta eru fyrstu rituðu heimild- ir um land vort, eins og getið er um í Landnámu. Víkingaskipin hröktust á sinni tíð að sjálfsögðu líka undan höstum veðrum, og oft óralangt úr leið. En hinir norrænu sæfarendur réðu yfir tækni til að staðsetja sig þegar veðr- um slotaði, þeir tóku sólarhæð eða miðuðu út stjörnur þegar svo bar undir, og gátu tekið markvissa stefnu og siglt óhikað í átt að þeirri vík eða þeim firði sem þeir áttu erindi til, hvort sem það var í Noregi, á Bret- landseyjum, Færeyjum, Íslandi eða Grænlandi; já og Ameríku. Þannig rákust víkingar eins og Naddoður og Garðar Svavarsson hingað út og sögðu heimkomnir frá því óbyggða landi, svo að fólk á borð við þau hjón Ingólf Arnarson og Hallveigu Fróða- dóttur ákváðu að pakka niður í skip því sem þau gátu farið með og halda hingað til búsetu. Sjóræningjar eða bændur? Nú bregðast margir ókvæða við þegar talað er um að víkingar hafi numið Ísland, og telja að þá sé ein- göngu átt við sjóræningja. En vík- ingar voru fyrst og fremst, eins og hér hefur verið sagt, siglingagarpar, og víst er að engir nema slíkir hefðu get- að komist hingað. Trúlega voru þeir kenndir við víkur, sem margar eru í Skandinavíu, eða þá við Víkina – landsvæðið þar sem Ósló er nú. Sumir hafa sagt að kannski hafi þessi Ingólfur aldrei verið til og sé bara ágiskun seinni tíma manna sem festu frásagnir um landnámið á skinn mörgum öldum eftir að það átti sér stað. Og auðvitað er það rétt að tilvera manns með þessu nafni verður tæpast sönnuð héðan af. En hitt er annað mál að það er engin sérstök ástæða til að halda að Ingólf- ur hafi ekki verið til: einhver var það sem valdi sér fyrstur búsetu í Reykja- vík með sitt fólk, og kynslóðunum sem á eftir honum komu er ágætlega treystandi til að hafa fest sér í minni nafnið á slíkum tímamótamanni. Og svo eru auðvitað örnefni eins og Ing- ólfshöfði og Ingólfsfjall sem benda til að hér hafi einhver með þessu nafni gengið um garða. Fjöldi manna fylgdi Ingólfi og Hallveigu Það hefur verið almenn hugmynd að Ingólfur og Hallveig hafi komið hingað nálægt árinu 870, tekið land þar sem nú er gamla höfnin, rutt veg í suðurátt til Tjarnarinnar, veg sem síðan heitir Aðalstræti, og byggt sér þar hús. Og allar fornleifarannsókn- ir hafa rennt stoðum undir þá hug- mynd. Nú, þegar fundist hafa rúst- ir annars húss sem stóð við Lækinn, við hlið Iðnaðarbankahússins gamla sem nú á að víkja fyrir hóteli, þá hafa sumir spurt hvort það kollvarpi ekki öllum gefnum sannindum. En þarna verða menn að átta sig á að það sigldi enginn einsamall, nema með konu og börn, á víkingaskipi yfir út- hafið. Á hverju skipi var fjöldi manns í áhöfn. Við getum haft til saman- burðar frásögn Egils sögu af land- námi Skallagríms á Borg á Mýrum. Hann og hans menn sigldu á tveim- ur skipum inn Borgarfjörðinn. Nafngreindir fylgdarmenn hans byggðu sér svo hús í námunda við foringjann, þeir höfðu viðurnefni á borð við Jarðlangur, Beigaldi og Þurs, og enn sér þeirra stað í örnefnum í landnámi Skallagríms. Svo má bæta því við að þótt finnist önnur hús en „bær Ingólfs“ í Reykjavík frá víkinga- eða landnámsöld þá verða menn að hafa í huga að það getur verið langt tímabil: landnámsöldin stóð í sextíu ár, víkingatíminn meira en heila öld enn frá landnámi; börn fyrstu land- námsmanna hljóta að hafa byggt sér marga íverustaði á öllum þeim tíma, svo eitthvað sé nefnt. Landnámsþorp? Menn hafa velt því fyrir sér hve þessi hús, sem hafa fundist leifar af, hafi staðið nálægt hvert öðru, og þá getið sér þess til að í Reykjavík hafi ver- ið landnámsþorp. Og það er reynd- ar ekkert ósennilegt, vegna þess að fyrstu árin höfðu menn ekki bú- smala til að lifa á, og þurfti að hafa víðáttumikil tún til að heyja ofan í. Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „Eins og ég nefndi þá hef ég spurn- ir af því að hingað til Reykjavíkur séu menn komnir með víkingaskip og ætli að bjóða upp á skoðunarferðir um Sund- in. Ég hitti þessa menn, en þeir sigldu hingað frá Dýrafirði. Víkingaskip Hraðskreið og örugg skip. H E I L S U R Ú M Sumartilboð ROYAL ALEXA (153x200 cm) Fullt verð 212.980 kr. TILBOÐ 170.040 kr. Ingólfur, landnámið og víkingarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.