Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir Erlent Helgarblað 25.–27. júlí 2015 dk Viðskiptahugbúnaður - Þróaður fyrir íslenskar aðstæður - Öruggur, einfaldur í notkun og veitir góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins - Yfir 5.000 fyrirtæki á Íslandi nýta sér þjónustu okkar dk POS afgreiðslukerfið - Hraðvirkt og einfalt í notkun - Eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðnum í dag - Yfir 900 afgreiðslukerfi um land allt dk Vistun - Heildarlausn í hýsingu forrita og gagna - Örugg vistun og framúrskarandi þjónusta dk hugbúnaður Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sími: 510 5800 www.dk.is Íslenskur hugbúnaður í 16 ár Veldu íslenskan hugbúnað „Við erum að leita að þér, elsku barn“ n Deorr Kunz, tveggja ára, hvarf af tjaldstæði í Idaho n Tveggja vikna leit hefur engan árangur borið H ver myndi vilja skaða okkur svona?“ spyr Jessica Mitchell, móðir tveggja ára drengs sem hvarf þegar hann var í útilegu með foreldrum sínum fyrir tólf dögum. Hvorki tangur né tetur hefur fundist af drengnum, Deorr Kunz, þrátt fyrir víðtæka leit. Sorg foreldra hans er mikil og telja þau að drengurinn hafi verið num­ inn á brott. „Hann fer aldrei neitt án þess að hafa með sér glasið sitt, teppið sitt og leikfangaapann sinn,“ segir Jessica. „Þetta þrennt varð eftir á tjaldsvæðinu.“ Jessica Mitchell og sambýlis­ maður hennar, nafni drengsins, Deorr Kunz eldri, fóru með drengnum, auk langafa drengs­ ins og fleirum, í útilegu þann 10. júlí síðastliðinn á afviknum stað í Idaho í Bandaríkjunum. Þegar foreldrarnir brugðu sér frá hvarf drengurinn. Hvarf á 20 mínútum Það var klukkan hálf þrjú þann 10. júlí sem foreldrar drengs­ ins höfðu samband við lögreglu og óskuðu eftir aðstoð við leit, en þá hafði drengurinn verið með langafa sínum og félaga hans og horfið. Foreldrar hans höfðu brugðið sér í göngu um svæðið og töldu að drengurinn væri í örugg­ um höndum langafa hans. Hann taldi hins vegar, þegar hann fann ekki drenginn, að barnið væri með foreldrum sínum. Barnið var því eitt í um 20–45 mínútur og á þeim tíma virðist hann hafa horfið. Móðir drengsins segir að þau hafi verið á afviknum stað. Þau töldu að drengurinn gæti alltaf verið í augnsýn langafans. „Smá göngutúr“ „Við ákváðum að fá okkur smá göngutúr,“ segir faðir drengsins. „Þetta er lítið svæði – það er það sem margir virðast ekki skilja. Þeir virðast bara draga þá ályktun að við höfum skilið hann eftir. Þetta svæði er ágætlega afgirt og það er í raun ekki nein leið til þess að sjá hann ekki,“ segir hann. Þau höfðu leitað í 20 mínútur þegar þau höfðu samband við lögregluna. „Við erum að leita að þér, elsku barn, við munum finna þig. Við elskum þig meira en allt í heimin­ um. Það eru margir sem elska þig og vinur – við munum finna þig.“ Leita áfram án lögreglunnar „Fótgetinn hefur sagt okkur að hann hafi aldrei vitað annað eins,“ segir amma drengsins, Trina Bates Clegg. „Þeir hafa útilokað þann möguleika að hann hafi runnið út í lækinn.“ Fjölskyldan heldur leitinni áfram en lögregla hefur ákveðið að stöðva skipulagðar leitaraðgerðir. Ástæðan er sú að talið er að allt svæðið hafi verið kembt af mikilli nákvæmni. Notaðar hafa verið þyrlur, leitarhundar, leitarhópar, kafarar, sundmenn, hestar auk þess sem hitamyndavélar hafa ver­ ið notaðar. 300 manns hafa aðstoð­ að við leitina í heild. Foreldrarnir hafa margboðist til þess að fara með lögreglunni og undirgangast próf í lygamæli. Þau telja líklegast að drengurinn hafi verið numinn á brott. „Ef einhver hefur tekið hann þá biðjum við viðkomandi um að skaða hann ekki. Komdu honum bara heim þar sem hann er örugg­ ur,“ segir móðir hans og segist trúa því að drengurinn sé enn á lífi, tæpum tveimur vikum eftir hvarf hans. „Hann er okkur allt.“ Fóget­ inn í Leadore í Idaho segist sjálfur ekki telja foreldrana eða aðra sem voru í ferðinni ábyrga fyrir hvarf­ inu og segist skilja að þau voni að drengurinn hafi verið numinn á brott þar sem það auki líkurnar á því að hann sé enn á lífi. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Við ákváðum að fá okkur smá göngutúr. Mæðgin „Hann fer aldrei neitt án þess að hafa með sér glasið sitt, teppið sitt og leikfangaapann sinn,“ segir Jessica, móðir drengsins. Auglýst eftir drengnum For- eldrarnir hafa útbúið þessar auglýsingar með myndum af barninu í von um að hann finnist. Blaðamenn hurfu Fóru til Sýrlands til að fjalla um borgarastríðið F jórir spænskir blaðamenn eru horfnir í Sýrlandi. Mennirnir voru þar í landi til að fylgja eft­ ir umfjöllun um borgarastríðið í Sýrlandi. Mennirnir, Antonio Pmapli­ ega, Jose Manuel Lopez og Angel Sastre, voru að störfum í norðurhluta Aleppo en þeir voru sjálfstætt starf­ andi blaðamenn í lausamennsku. Spænsku blaðamanna samtökin segja að þeir hafi verið að vinna saman. Sýrland er talið vera hvað hættulegast fyrir blaðamenn og almenna borgara. Fjölmargar fréttastofur hafa kall­ að til baka mannskap sinn frá rík­ inu, enda ástandið mjög óstöðugt og mannfallið mikið. Japanskur blaða­ maður, Jumpei Ysaunda, hefur ekk­ ert látið í sér heyra frá komunni til Sýrlands fyrir mánuði og er óttast um afdrif hans. lsa Gonzalez, formað­ ur spænska blaðamannafélagsins, segir mennina hafa verið að störfum saman og að þeir hafi komi til Sýr­ lands frá Tyrklandi þann 10. júlí og horfið þann 13. júlí síðastliðinn. Meðlimir ISIS hafa ítrekað rænt blaðamönnum og myrt. Þeir hafa hrifsað til sín norður­ og austurhluta Aleppo. n Hurfu í Sýrlandi Angel Sastre er einn blaða- mannanna fjögurra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.