Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 77
Helgarblað 25.–27. júlí 2015 Lífsstíll 33
Göldrótt súpa og
gómsætur humar
Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550
info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is
F
eng shui er ævaforn kínversk
speki sem fjallar um að harm-
ónísera manneskjuna við um-
hverfi hennar til að hámarka
árangur, hvíld, vellíðan og
tækifæri. Hugtakið, sem beinþýtt er
vindur-vatn úr kínversku, er oft not-
að í tengingu við arkitektúr og innan-
hússhönnun. Þá er mikilvægt hvern-
ig við röðum umhverfinu upp þannig
að orkuflæðið hafi sem best áhrif á
manneskjuna sem í því dvelur. Til eru
fjölmargar bækur og rit þar sem hægt
er að fræðast um feng shui-listina.
Hönnunarhornið gefur hér nokk-
ur góð ráð sem vert er að hafa í huga
þegar kemur að innréttingu rýma
með tilliti til feng shui. n
Að innleiða feng
shui á heimilið
Svefnherbergi Feng shui-svefnherbergi
er heilagur griðastaður þar sem maður á að geta slapp-
að vel af, fengið góðan nætursvefn eða átt rómantíska
stund með makanum.
Burtu með sjónvarpstæki, síma og tölvur: Þessi tæki
bæta stressi og áreiti inn í líf þitt og trufla þar af leiðandi
heilaga hvíldarveru.
Nægt súrefnisflæði: Mikilvægt er að vera með góðan
glugga eða svalahurð og lofta reglulega út til að fá nóg
af frísku lofti inn í svefnherbergið. Öll þurfum við nægt
súrefni til að endurnærast.
Ekki stilla upp rúmi á móti hurð: Rúmið á að vera jafn
aðgengilegt frá báðum hliðum og ekki stillt upp við
vegg. Einnig segir feng shui okkur að við eigum að vera
með góða dýnu og góð rúmföt úr náttúrulegum efnum
til að endurnærast vel.
Róandi litaval: Samkvæmt fræðinni á einungis að nota
róandi húðliti frá mjólkurhvítum tónum yfir í súkkulaði-
brúna. Þessir litir eru sagðir harmónera orkuflæði
herbergis.
Mismunandi ljósastyrkleiki: Gott er að geta valið á milli
ljósastyrkleika eftir stemningu og því mælir feng shui
með því að setja birtudeyfi á ljósrofa í svefnherbergjum.
Sofðu með dyrnar lokaðar: Það passar upp á að
góða orkan haldist inni í rýminu þar sem þú sefur og þú
vaknar enn endurnærðari fyrir vikið.
Stofa Stofan er samverustaður fjölskyldunnar og því
þarf orkan þar að tryggja auð, heilsu og hamingju hennar.
Blandaðu saman formum: Mikilvægt er að nýta alls
kyns form inni í stofunni. Hafa skal í huga að ferhyrn-
ingar tákna jörð, rétthyrningar tákna tré og þríhyrningar
eru tákn fyrir eld. Gott er að umvefja náttúrunni inn í
stofuna. Stofuborðið, sem oft er miðpunktur rýmisins,
ætti að vera kringlótt til að leyfa góðu orkunni að flæða
fyrirhafnarlaust í kringum það.
Stilltu sófanum upp við vegg: Mikilvægt er að
staðsetja sófann upp við miðju á heilsteyptum vegg
fyrir hámarks feng shui. Spekin segir einnig að þú átt
alltaf að geta horft á inngang stofunnar þegar þú situr í
sófanum til þess að vera meðvitaður um það sem um er
að vera og hámarka þannig tækifærin í lífi þínu.
Myndir: Veldu einungis myndir sem vekja upp gleðilegar
minningar til að skreyta stofuna. Þegar um myndlist er
að ræða skal einnig hafa gleði í huga. Forðastu að velja
list sem tengist sorg á einn eða annan hátt, því þetta
allt hámarkar jákvæð áhrif á þig.
Röð og regla: Mundu að hver hlutur á sinn stað!
Skipulagning einfaldar lífið á sama tíma sem það minnkar
áreiti í kringum þig. Þá er gott að takmarka hluti í stofunni.
Blóm í tóm rými: Það er gott að bæta lífi í kringum sig
og því er mælt með að fylla auð rými með plöntum. Það
hreinsar loftið og eykur orkuflæði.
Eldhús Eldhúsið er mikilvægasti
viðverustaður hússins vegna þess að það er
rýmið sem nærir og viðheldur lífi samkvæmt
feng shui.
Eldhús á ekki að vera staðsett nálægt
útidyrahurð: Það hleypir orkuflæðinu
auðveldlega út úr heimilinu.
Hollusta er gott feng shui: Fylltu eldhúsið af
hollustu og næringu. Það segir sig bara sjálft.
Takmarka dót: Hafðu röð og reglu í
eldhúsinu og losaðu þig við óþarfa dót. Ekki
geyma marga hluti uppi á borðum því það
eykur áreiti.
Ávaxtaskál og blóm: Vendu þig á að
skreyta eldhúsborðið, annaðhvort með
ávaxtaskál eða lifandi blómum.
Notaðu hressilega liti: Mælt er með
að nota uppörvandi liti í eldhúsið og þá
sérstaklega gulan því hann er sagður virka
vel á meltinguna.
Hönn-
unar-
Horn
Kolfinna Von Arnardóttir
kolfinna@artikolo.is
n Ævaforn kínversk speki n Hvað er gott að hafa í huga? n Eldhúsið best í hressandi litum
Dæmigert herbergi Hið dæmigerða
svefnherbergi samkvæmt feng shui. Hér má
sjá litaval, uppröðun, og fylgihluti, svo sem
plöntu, sem bæta jákvæða orku í rýmið
Mismunandi form Hin dæmigerða feng shui-stofa.
Hér má sjá mismunandi form í skenknum, málverkinu
og borðinu. Kaffiborðið er rúnnað og sófinn er upp við
heilsteyptan vegg. Litavalið er einnig dæmigert fyrir
feng shui.
Notaðu hressa liti Hér má
sjá dæmigert feng shui-eld-
hús. Það er í hressandi lit, afar
skipulagt og sjá má glitta í
plöntu og ávexti. Maður getur
ímyndað sér að mikil jákvæð
orka streymi um rýmið.