Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Þ essi fjölgun einstaklinga á biðlista sem bíða í þrjá mánuði eða lengur tengist fyrst og fremst verkföllum lækna og fráflæðis­ vanda,“ segir Helga H. Bjarnadóttir, deildar­ stjóri hagdeildar Landspítalans. Um 3.200 manns hafa verið á biðlista á Landspítal­ anum í þrjá mánuði eða leng­ ur samkvæmt töl­ um Landspítalans um biðlista frá apr­ íl 2015. Á sama tíma í fyrra var fjöldi þeirra um 2.400. Fjölgunin nemur því 35 prósentum. Hlutfall sjúklinga sem verið hafa biðlista í þrjá mánuði eða lengur miðað við heildarfjölda allra á bið­ og vinnulistum er 64 prósent árið 2015. Sú tala hef­ ur farið hækkandi frá árinu 2013. Sífellt fleiri bíða því í þrjá mánuði eða lengur eftir nauðsynlegri læknishjálp frá ári til árs. Heildarfjöldi allra þeirra sem eru á bið­ og vinnulistum, einnig skemur en í þrjá mánuði, hefur aukist um um 1.000 manns frá sama tíma í fyrra. Heildarfjöldi þeirra í apríl 2015 var um 5.050 en í fyrra voru þeir hátt í 4.200 talsins. Tölur þessar eiga við um stöðu biðlista áður en hjúkrunar­ fræðingar fóru í verkfall. Embætti landlæknis vinnur nú að greiningu á biðlistum sem lengst hafa í kjölfar liðinna verk­ falla í heilbrigðiskerfinu. Að því er fram kom á opnum fundi með velferðarnefnd Alþingis í liðinni viku mun Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra óska eftir fjár­ aukaframlagi til að vinna á þeim biðlistum sem skapast hafa. Biðlisti eftir almennum skurðlækn- ingum lengst um 154% „Með fráflæðisvanda er fyrst og fremst átt við að tafir verði á út­ skrift aldraðra sem annað­ hvort eru með eða eru að bíða eftir svokölluðu færni­ og heilsumati áður en hægt er að út­ skrifa þá á hjúkrunarheimili eða heimili sín,“ útskýrir Helga. Biðin getur oft verið löng og getur endað með því að aldraðir liggi á legudeildum spítalans svo vikum skiptir; ákveðin teppa myndast á spítalanum þar sem fólk á biðlistum kemst síður að og biðlistar lengjast. „Verkfallið hafði mest áhrif á bæklunarlækningar, almennar skurðlækningar, augnlækningar og fleiri sérgreinar,“ segir Helga. Ástæða þess var sú að ekki var hægt að framkvæma stórar að­ gerðir þar sem þörf var á blóði enda náttúrufræðingar hjá Blóð­ bankanum í verkfalli. Einungis var hægt að sinna bráðatilfellum. Fólki á biðlistum eftir bæklunar­ lækningum hefur fjölgað um 162 eða 25 prósent. Fólki sem bíð­ ur eftir almennum skurðlækning­ um hefur fjölgað um 131, eða 154 prósent, fjöldi á biðlista eftir augn­ lækningum hefur aukist um 334, eða 37 prósent, og svo framvegis. Hlutfall sjúklinga sem beðið hafa lengi hækkar Hlutfall þeirra sem verið hafa á biðlistum í þrjá mánuði eða leng­ ur miðað við heildarfjölda þeirra sem eru á biðlista á Landspítal­ ans fer hækkandi frá árinu 2013 til 2015 og nemur nú 64 prósentum. Í fyrra var hlutfall sjúklinga sem beðið höfðu lengur en þrjá mánuði 58 prósent af öllum þeim sem voru á bið­ og vinnulistum og árið 2013 voru þeir 51 prósent. Aldraðir sjúklingar taka plássið „Við erum, í vaxandi mæli, að með­ höndla sjúklinga sem eru aldraðir og hafa fengið afgreiðslu á færni­ og heilsumati og bíða einfald­ lega eftir plássi utan spítalans. Þó­ nokkrir aldraðir sjúklingar liggja á bráðalegudeild spítalans og dæmi eru um að aldraðir sjúklingar liggi þar í sjö mánuði vegna biðar,“ segir Helga. Ef reiknað er með því að meðal­ legutími fyrir mjaðmaaðgerð sé fimm dagar væri hægt að afgreiða 42 sjúklinga sem beðið hafa eftir þess konar aðgerð á sjö mánaða tímabili. „Það þarf ekki nema eitt svona tilfelli sem teppir þá eðli­ lega uppvinnslu af biðlista í þenn­ an tíma.“ Helga segir fráflæðisvandann aðallega vera tilkominn vegna skorts á hjúkrunarrýmum í þjóð­ félaginu, fyrst og fremst í Reykja­ vík, eða heimahjúkrun. „Ef heimahjúkrun væri öflugri hér á landi væri hægt að útskrifa ein­ hvern hluta þessa fólks heim.“ Í júní 2015 beið 71 sjúklingur vistunarúrræða utan spítalans. Þar af er 41 sjúklingur á Vífilsstöð­ um en þar bíða sjúklingar eftir vist á hjúkrunarheimili, 13 sjúklingar eru á öldrunardeildum Landakots þar sem fram fer greining og mat á heilsufari aldraðra auk endurhæf­ ingar, átta sjúklingar bíða á bráða­ deildum lyflækningasviðs, fimm bíða á Grensásdeild og fjórir bíða á bráðadeildum skurðlækningasviðs. Allt í allt eru 17 manns sem bíða Helgarblað 25.–27. júlí 2015 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Rúmlega 1.000 bætast á biðlista Landspítalans n Fjöldi einstaklinga á biðlistum eykst n Aldraðir liggja á legudeildum og teppa myndast Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is Biðlistar eftir almennum skurðlækningum hafa lengst um mánaða bið aldr- aðra veldur töfum á 42 mjaðma- aðgerðum sem annars væri hægt að framkvæma 154% einstaklingar hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista 3.237 7 Kostnaður vegna einstaka tilfellis er hátt í 19 milljónir Helga H. Bjarnadóttir Segir fjölgun á biðlista Landspítalans tengjast verkföllum og fráflæðisvanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.