Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Side 10
10 Fréttir Þ essi fjölgun einstaklinga á biðlista sem bíða í þrjá mánuði eða lengur tengist fyrst og fremst verkföllum lækna og fráflæðis­ vanda,“ segir Helga H. Bjarnadóttir, deildar­ stjóri hagdeildar Landspítalans. Um 3.200 manns hafa verið á biðlista á Landspítal­ anum í þrjá mánuði eða leng­ ur samkvæmt töl­ um Landspítalans um biðlista frá apr­ íl 2015. Á sama tíma í fyrra var fjöldi þeirra um 2.400. Fjölgunin nemur því 35 prósentum. Hlutfall sjúklinga sem verið hafa biðlista í þrjá mánuði eða lengur miðað við heildarfjölda allra á bið­ og vinnulistum er 64 prósent árið 2015. Sú tala hef­ ur farið hækkandi frá árinu 2013. Sífellt fleiri bíða því í þrjá mánuði eða lengur eftir nauðsynlegri læknishjálp frá ári til árs. Heildarfjöldi allra þeirra sem eru á bið­ og vinnulistum, einnig skemur en í þrjá mánuði, hefur aukist um um 1.000 manns frá sama tíma í fyrra. Heildarfjöldi þeirra í apríl 2015 var um 5.050 en í fyrra voru þeir hátt í 4.200 talsins. Tölur þessar eiga við um stöðu biðlista áður en hjúkrunar­ fræðingar fóru í verkfall. Embætti landlæknis vinnur nú að greiningu á biðlistum sem lengst hafa í kjölfar liðinna verk­ falla í heilbrigðiskerfinu. Að því er fram kom á opnum fundi með velferðarnefnd Alþingis í liðinni viku mun Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra óska eftir fjár­ aukaframlagi til að vinna á þeim biðlistum sem skapast hafa. Biðlisti eftir almennum skurðlækn- ingum lengst um 154% „Með fráflæðisvanda er fyrst og fremst átt við að tafir verði á út­ skrift aldraðra sem annað­ hvort eru með eða eru að bíða eftir svokölluðu færni­ og heilsumati áður en hægt er að út­ skrifa þá á hjúkrunarheimili eða heimili sín,“ útskýrir Helga. Biðin getur oft verið löng og getur endað með því að aldraðir liggi á legudeildum spítalans svo vikum skiptir; ákveðin teppa myndast á spítalanum þar sem fólk á biðlistum kemst síður að og biðlistar lengjast. „Verkfallið hafði mest áhrif á bæklunarlækningar, almennar skurðlækningar, augnlækningar og fleiri sérgreinar,“ segir Helga. Ástæða þess var sú að ekki var hægt að framkvæma stórar að­ gerðir þar sem þörf var á blóði enda náttúrufræðingar hjá Blóð­ bankanum í verkfalli. Einungis var hægt að sinna bráðatilfellum. Fólki á biðlistum eftir bæklunar­ lækningum hefur fjölgað um 162 eða 25 prósent. Fólki sem bíð­ ur eftir almennum skurðlækning­ um hefur fjölgað um 131, eða 154 prósent, fjöldi á biðlista eftir augn­ lækningum hefur aukist um 334, eða 37 prósent, og svo framvegis. Hlutfall sjúklinga sem beðið hafa lengi hækkar Hlutfall þeirra sem verið hafa á biðlistum í þrjá mánuði eða leng­ ur miðað við heildarfjölda þeirra sem eru á biðlista á Landspítal­ ans fer hækkandi frá árinu 2013 til 2015 og nemur nú 64 prósentum. Í fyrra var hlutfall sjúklinga sem beðið höfðu lengur en þrjá mánuði 58 prósent af öllum þeim sem voru á bið­ og vinnulistum og árið 2013 voru þeir 51 prósent. Aldraðir sjúklingar taka plássið „Við erum, í vaxandi mæli, að með­ höndla sjúklinga sem eru aldraðir og hafa fengið afgreiðslu á færni­ og heilsumati og bíða einfald­ lega eftir plássi utan spítalans. Þó­ nokkrir aldraðir sjúklingar liggja á bráðalegudeild spítalans og dæmi eru um að aldraðir sjúklingar liggi þar í sjö mánuði vegna biðar,“ segir Helga. Ef reiknað er með því að meðal­ legutími fyrir mjaðmaaðgerð sé fimm dagar væri hægt að afgreiða 42 sjúklinga sem beðið hafa eftir þess konar aðgerð á sjö mánaða tímabili. „Það þarf ekki nema eitt svona tilfelli sem teppir þá eðli­ lega uppvinnslu af biðlista í þenn­ an tíma.“ Helga segir fráflæðisvandann aðallega vera tilkominn vegna skorts á hjúkrunarrýmum í þjóð­ félaginu, fyrst og fremst í Reykja­ vík, eða heimahjúkrun. „Ef heimahjúkrun væri öflugri hér á landi væri hægt að útskrifa ein­ hvern hluta þessa fólks heim.“ Í júní 2015 beið 71 sjúklingur vistunarúrræða utan spítalans. Þar af er 41 sjúklingur á Vífilsstöð­ um en þar bíða sjúklingar eftir vist á hjúkrunarheimili, 13 sjúklingar eru á öldrunardeildum Landakots þar sem fram fer greining og mat á heilsufari aldraðra auk endurhæf­ ingar, átta sjúklingar bíða á bráða­ deildum lyflækningasviðs, fimm bíða á Grensásdeild og fjórir bíða á bráðadeildum skurðlækningasviðs. Allt í allt eru 17 manns sem bíða Helgarblað 25.–27. júlí 2015 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Rúmlega 1.000 bætast á biðlista Landspítalans n Fjöldi einstaklinga á biðlistum eykst n Aldraðir liggja á legudeildum og teppa myndast Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is Biðlistar eftir almennum skurðlækningum hafa lengst um mánaða bið aldr- aðra veldur töfum á 42 mjaðma- aðgerðum sem annars væri hægt að framkvæma 154% einstaklingar hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista 3.237 7 Kostnaður vegna einstaka tilfellis er hátt í 19 milljónir Helga H. Bjarnadóttir Segir fjölgun á biðlista Landspítalans tengjast verkföllum og fráflæðisvanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.