Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 11
Fréttir 11Helgarblað 25.–27. júlí 2015 Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira... Rúmlega 1.000 bætast á biðlista Landspítalans n Kostnaður einstaka tilfellis getur verið hátt í 19 milljónir n Aukin eftirspurn eftir aðgerðum Blikur á lofti „Það var orðið gott jafnvægi á biðlistum fyrir ári síðan,“ segir Guðmundur Bjarnason, formaður Hjartaheilla. „En síðan hefur sigið á ógæfuhliðina á síðustu mánuðum og biðlistar lengst. Menn þurfa að bíða eftir hjartaþræðingu og öðru en sem betur fer hefur tekist að bjarga í alvarlegri veikindum og allar bráðaaðgerðir gerðar. Maður veit svo ekki hvað gerist með fólk sem er mánuðum saman á biðlista án þess að fá viðhlítandi afgreiðslu á sínum meinum. Við hjá Hjarta- heillum heyrum auðvitað að fólk hefur áhyggjur en höfum engin úr- ræði í sjálfu sér annað en bara að vona hið besta og að úr ástandinu rætist þó að vissulega séu blikur á lofti sem er áhyggjuefni.“ Biðlistar Fjöldi á biðlistum (legur)¹ Þeir sem hafa beðið lengur en þrjá mánuði Þeir sem hafa beðið þrjá mánuðir eða skemur Heildarfjöldi á bið- og vinnulistum 15. apríl 2015 15.apríl 2014 Breyting milli ára 15. apríl 2015 15. apríl 2014 15. apríl 2015 15. apríl 2014 Mismunur milli ára Breyting milli ára Hjartadeild 367 284 29% 61% 56% 604 510 94 18% Öldrunarlækningadeildir 32 3 967% 29% 4% 109 80 29 36% Almennar skurðlækningar 216 85 154% 52% 30% 412 288 124 43% Augnlækningar 1.226 892 37% 74% 71% 1.663 1.263 400 32% Brjóstholsskurðlækningar 96 65 48% 60% 68% 161 95 66 69 Bæklunarlækningar 701 559 25% 74% 68% 942 821 121 15% Háls- , nef- og eyrnalækningar 105 99 6% 48% 46% 220 214 6 3% Heila- og taugaskurðlækningar 19 12 58% 25% 30% 77 40 37 93% Lýtalækningar 113 60 88% 74% 50% 153 119 34 29% Þvagfæraskurðlækningar 62 39 59% 31% 27% 198 142 56 39% Æðaskurðlækningar 1 2 -50% 7% 14% 14 14 0 0% Kvenskurðlækningar 299 304 -2% 60% 53% 496 573 -77 -13% Alls 3.237 2.404 35% 64% 58% 5.049 4.159 890 21% ¹) Frá júní 2014 er hætt að birta biðlistatölur fyrir innlagnir á geðdeildir þ.e. þar hefur tekist að sinna nær öllum innan þriggja mánaða tímarammans. annars staðar en á öldrunar- og endurhæfingardeildum spítalans eftir vistunarúrræðum utan hans. „Síðan erum við líka, fyrir utan þessa 17 einstaklinga, með aðra 20 á lyflækninga- eða skurðlækn- ingasviði, sem eru að bíða eftir því að komast inn á öldrunardeild á Landakoti. Þetta er keðjuverkun: þeir komast ekki inn á Landakot, því þar er allt fullt, en Landakot getur ekki sent sjúklinga á hjúkr- unarheimili.“ Kostnaður vegna einstaka tilfellis hátt í 19 milljónir Helga segir bráðadeildir vera dýrasta þjónustuform spítalans. „Vandamálið er fyrst og fremst það að þetta kostar. Dagur á bráða- legudeild kostar um 90 þúsund krónur.“ Að því gefnu má áætla að kostn- aður vegna legu aldraðs einstak- lings í sjö mánuði á bráðadeild sé afar mikill. Ef gert er ráð fyrir 30 dögum í einum mánuði, ligg- ur einstaklingur í alls 210 daga í bið. Þegar sá fjöldi er margfald- aður með kostnaði vegna legu á bráðalegudeild í einn dag, 90 þús- und krónum, er heildarkostnað- ur aldraðs sjúklings sem bíður í sjö mánuði á bráðalegudeild eftir vistunarúrræði utan spítalans allt frá 18.900.000 milljónum króna. „Þetta er það sem spítalinn er að kljást við á öllum stundum og hefur áhrif á biðlista, starfsgetu starfsfólks og starfsemi spítalans. Síðan koma verkföllin auðvitað inn í þetta og hafa enn meiri áhrif á biðlistann.“ Á hinum Norðurlöndunum hefur verið brugðist við sambæri- legum vandamálum með ýmsum hætti. Sums staðar er heimaþjón- usta mjög öflug en framkvæmdin er þar að auki víðast hvar sú að sveitarfélög sjúklinganna eru látin taka þátt í kostnaði vegna fráflæðisvanda með því að greiða sjúkrahúsum daggjöld fyrir þá sjúklinga sem þurfa að liggja á sjúkrahúsi fram yfir meðferðarlok. Meiri eftirspurn eftir aðgerðum en áður Helga segir biðlistana endurspegla meiri eftirspurn eftir þjónustu en áður. „Við höldum ekki alveg í við eftirspurn. Það er meðal annars vegna ofangreindra þátta, tækni- framfara og öldrunar þjóðarinn- ar.“ Í kjölfar þess að tækninni hef- ur fleytt fram séu til dæmis elstu aldurshópar meðhöndlaðir í ríkara mæli og ekki sé óeðlilegt að skurðaðgerðir séu gerðar á jafnvel níræðum einstaklingum. Einkareknar læknastofur hafa hins vegar ekki mikil áhrif á eftir- spurn eftir þjónustu Landspítala þar sem oftast nær er ekki um sömu aðgerðir eða sambærilega sjúklingahópa að ræða. Verkfallið hafði áhrif á heildar- fjölda á bið- og vinnulista Aukning heildarfjölda á bið- og vinnulistum nemur 21 prósenti á milli áranna 2014–2015, einstak- lingum á öllum bið- og vinnulist- um hefur fjölgað úr 4.159 í 5.049. „Þessi fjölgun er ekki jafn mikil og hefur verið hjá þeim sem bíða lengur en þrjá mánuði eftir að- gerðum. Læknaverkfallið hafði þarna mikil áhrif en þetta var fyrir verkfallsaðgerðir hjúkrunar- fræðinga enda listinn frá því í apríl. Þetta er í raun lægri prósenta en við bjuggumst við,“ segir Helga. Mögulegar útskýringar á því eru að hugsanlega hafi sjúklingar dregið að leita sér læknishjálpar og ekki viljað lenda í vandræðum vegna verkfalla. Þá er einnig hugsanlegt að læknar hafi ráðlagt fólki að bíða með að fara á biðlista í þeim tilvik- um sem það var hægt. n „Þónokkrir aldraðir sjúklingar liggja á bráðalegudeild spítalans og dæmi eru um að aldr- aðir sjúklingar liggi þar í sjö mánuði vegna biðar. „Það þarf ekki nema eitt svona tilfelli sem teppir þá eðlilega uppvinnslu af biðlista í þennan tíma. Guðmundur Bjarnason Formaður Hjartaheilla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.