Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 84
40 Fólk Helgarblað 25.–27. júlí 2015 VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS O-GRILL O-Grill 3500 kr. 32.950 O-Grill 1000 kr. 27.950 Borðstandur kr. 9.595 Taska kr. 2.995 Í ferðalagið Á svalirnar Í garðinn Á pallinn Allt árið 23/8 Nafn hópsins er ekki innblásið af flóknum djasstöktum heldur er 23. ágúst afmælisdagur bæði Stínu og Önnu Grétu. Mynd ÞorMar Vignir gunnarsson Kristján guðjónsson kristjan@dv.is Björk djössuð upp stína og anna gréta nefna djasshópinn eftir sameiginlegum afmælisdegi, 23/8 B jörkologi er nýtt tilrauna­ verkefni djasshópsins 23/8 en hópurinn leikur lög úr safni Bjarkar Guðmunds­ dóttur og útsetur á djass­ vísu. Hópurinn, sem hefur áður vak­ ið mikla lukku fyrir leik sinn á lögum sænsku djasssöngkonunnar Moniku Zetterlund, samanstendur af Stínu Ágústsdóttur söngkonu, Önnu Grétu Sigurðardóttur djasspíanóleikara, Svíanum Leo Lindberg á bassa og Dananum Emil Norman á trommur, en öll eru þau búsett í Stokkhólmi. Eiga sama afmælisdag „Anna Gréta er dóttir Sigurðar Flosasonar saxófónleikara og ég hef sungið svolítið með honum. Eftir að hún flutti til Stokkhólms til að læra fórum við að spila saman. Mig vantaði undirleikara í brúðkaup eða skírnarveislu eða eitthvað álíka og svo fórum við að spila reglulega saman,“ segir Stína. Nafn hópsins kemur til af því að Anna Gréta og Stína eru báðar fædd­ ar 8. ágúst og þótti því nafnið við­ eigandi fyrir samstarfið. 23/8 vakti nokkra athygli í janúar þegar sveitin lék lög Moniku Zetterlund í Norræna húsinu. Eftir þá tónleika fór hópurinn að leita að nýju verkefni og sú hugmynd kviknaði að takast á við lagasmíð­ ar Bjarkar, en Stína segir að þau hafi þó verið á báðum áttum til að byrja með. „Tónlistin er stundum svo of­ boðslega abstrakt og elektrónísk, svo spurningin var hvernig maður færi að því að spila tónlistina í djass­ kvartett?“ segir Stína. „En svo ákvað ég bara að hlusta á öll lögin henn­ ar. Ég hef hlustað þó nokkuð á hana í gegnum tíðina, sumar plötur þó minna en aðrar af því að þær hafa verið erfiðari. En eftir það dembdum við okkur bara í þetta og útkoman er bara mjög áhugaverð, held ég. Ætli við höfum ekki verið að vinna í þessu frá því í febrúar en æfingar hafa verið tíðari að undanförnu auðvitað.“ Tvær heilar æfingar af hausverk Hvernig hefur svo gengið að þýða til­ raunakennda popptónlist Bjarkar yfir á form sem hentar djasskvartett? „Það hefur gengið mjög misjafnlega – en alltaf vel að lokum. Þessi lög hafa verið mjög miserfið en spennandi. Við tökum til dæmis tvö lög af nýjustu plötunni hennar, Vulnicura, og það voru tvær heilar æfingar af hausverk. Tvær æfingar sem fóru í að finna út úr talningum og hinu og þessa.“ Hljómsveitin leikur á sex tónleikum í lok júlí; í Grindavík, Stykkis hólmi, á Akureyri, Mývatni og á tvennum tónleikum í Reykjavík. „Við ákváðum að hafa tvenna tón­ leika í Reykjavík því síðast þegar við spiluðum á Íslandi slóst fólk nán­ ast um stóla,“ segir Stína og hlær. Þá kemur sveitin einnig fram á Jazzhátíð Reykjavíkur og á djasshátíð á Skógum í ágúst. n „Tónlistin byggir rosalega mikið á hljóðumhverfi eða „soundscape“ og byggir oft á tilfinningu frekar en hefðbundnu formi. Seldi rúm með mikla reynslu Fjölnir Þorgeirsson var hreinskilinn í auglýsingu F jölnir Þorgeirsson, ritstjóri Hesta­ frétta og kvennagull með meiru, var nokkuð hreinskilinn þegar hann auglýsti rúmið sitt til sölu á sölusíðunni Brask og brall á Facebook á dögunum. „Amerískt rúm 2x2 með mikla reynslu fæst fyrir 10 þús kr,“ skrif­ aði kappinn á síðuna. Ekki fylgdi mynd með auglýsingunni en hún vakti engu að síður mikla lukku og tæplega þrjá­ tíu manns líkaði við hana. Sem þykir ansi mikið fyrir auglýsingu á síðunni. Sprelligosar létu þetta tækifæri sér ekki úr hendi sleppa og skildu nokkrir eft­ ir ansi spaugilegar athugasemdir þrátt fyrir að hafa ekki áhuga á rúminu sem slíku. Einn þeirra sem skrifuðu athugasemd við auglýsinguna var Freyr Einarsson, fyrrverandi dagskrár­ stjóri á Stöð 2: „Ef þetta rúm gæti talað væri það líklega milljón dollara virði!“ Fjölnir kunni að sjálfsögðu að meta þetta innlegg félaga síns. Það gerði jafnframt Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlands. Tveir höfðu á orði að rúmið ætti í raun heima á safni og að það væri kominn tími til að stofna Fjölnissafn. Þar fyrir neðan tók einn sprelligosi sig til og taldi upp nokkur afrek Fjölnis í gegnum tíðina, til dæmis þegar hann kom þremur stúlkum til bjargar fyrr á þessu ári, eftir að þær höfðu lent í bílveltu í Þrengsl­ unum. Og þegar hann bjargaði hestum upp úr Reykjavíkurtjörn eftir að þeir féllu niður um ís. Einn benti Fjölni á að bjóða frían prufutíma með rúminu og þá seld­ ist það eins og skot. Skömmu síðar skrifaði hann sjálfur athugasemd við auglýsinguna og sagði rúmið selt, á 600 þúsund krónur. Líklega var hann að eitthvað að ýkja en ætla má að eftir­ spurnin eftir rúminu hafi verið einhver, ef marka má athugasemdirnar. Það seldist að minnsta kosti samdægurs. Það fylgdi ekki sögunni hvernig rúm Fjölnir fékk sér í staðinn, en hann og unnustan, Þóra Steina Jónsdóttir, hafa eflaust valið saman eitthvað notalegt rúm. Þá væntanlega reynslulaust. n selt samdægurs Auglýsing Fjölnis virkaði ansi vel og rúmið fór strax, þrátt fyrir að hafa mikla reynslu. Slær í gegn á Snapchat indiana svala tekur sig ekki of hátíðlega Snapchat keppenda í Ungfrú Ís­ land hefur verið að slá í gegn síð­ ustu daga, en hver og einn kepp­ andi sér um bæði snapchat­ið og instagram­ið í einn sólarhring. Stelpurnar eru misjafnlega virkar á þessum samfélagsmiðlum og deila mismiklum upplýsingum. Þær sem þora að vera örlítið persónulegar vekja að sjálfsögðu mesta athygli. Hin tvítuga Indiana Svala Ólafs­ dóttir er ein þeirra sem voru mjög virkar þegar hún sá um snapchat­ið í byrjun vikunnar. Hún svaraði fjölmörgum spurn­ ingum frá forvitnum Íslendingum sem spurðu hana spjörunum úr og reyndi ekkert að fegra stað­ reyndirnar. Hún var meðal annars spurð út í af hverju hún hefði skráð sig í keppnina, og svarið var einfalt, hún vildi bara kanna hvort hún kæmist inn. Á nokkrum myndskotunum var hún svo að borða á meðan hún talaði, virtist ekki taka sig of hátíðlega og var með húmorinn í lagi. Þá er hún að taka vinnuvélapróf um þessar myndir og fylgjendur á Snapchat fengu að sjá hana að störfum, meðal annars bakka vörubíl og stýra gröfu. Ef marka má upplýsingarnar sem Indiana Svala deildi á sólarhring má ætla að hér sé mikið hörkukvendi á ferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.