Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 78
34 Menning Helgarblað 25.–27. júlí 2015 V A R M A D Æ L U R 19 dBA *Við ábyrgjumst lægsta eða sama verð og sambærileg varmadæla frá öðrum söluaðilum. Smiðjuvegur 70 - gulgata - 200 Kópavogur Gæði, þjónusta og gott verð. Hámarks orkusparnaður. sen dum frÍ tt Út Á l and * Þær bestu í heimi Í bókinni Fótbolti - Bestu konurnar er sagt frá flinkustu knattspyrnukonum heims. Rakin eru helstu æviatriði þeirra og sagt frá snilli þeirra og sterkustu hlið- um. Bókin er vitanlega ríkulega myndskreytt. Öflugir fótboltakappar Fótbolti – Bestu karlarnir er bók þar sem sagt er frá öflugustu fótboltamönnum heims. Nóg er af myndum af köppunum og ýmiss konar staðreyndir og fróðleikur fylgir vitaskuld með. Hostelvæðing grasrótarinnar n Er ferðamannaiðnaðurinn að gera út af við grasrótina? n Túristabylgjan N ýlega bárust fréttir af hug- myndum lóðaeiganda um að breyta húsaþyrpingunni sem nú hýsir Húrra, Gamla Gaukinn og þrjá aðra skemmti- og tónleikastaði í starf- semi sem tengdist ferðamönnum. Um svipað leyti bárust fréttir af því að eigendur hótels hefðu kvartað yfir hávaða frá nýuppgerðum tónleika- stað í Gamla Bíói, við Ingólfsstræti. Á samfélagsmiðlum bölvuðu lista- menn túristum og skapandi fólk var byrjað að teikna upp átakalínur: gras- rótin gegn ferðamannaiðnaðinum. Þó að ekki sé ljóst að nokkuð verði úr ómótuðum hugmyndum í kolli lóðareigandans eða hvernig hávaða- deilurnar verði leystar virtust frétt- irnar staðfesta þá tilfinningu margra að of hraður vöxtur í ferðamanna- iðnaði myndi óhjákvæmilega leiða til átaka við þá menningu sem fyrir er í borginni. Myndi gullgrafaraæði í ferðamannaiðnaði um leið grafa undan lífvænlegu umhverfi reyk- vísku grasrótarinnar í tónlist – gras- rót sem hefur getið af sér heimsfræga listamenn sem hafa hjálpað iðnaðin- um við að laða ferðamenn til lands- ins. En hver er þessi grasrót? Er henni raunverulega ógnað af ferðamanna- iðnaðinum, eða hefur hann þvert á móti aukin tækifæri í för með sér – eða kannski hvort tveggja? DV ræddi við nokkra aðila sem þekkja vel til senunnar og fékk álit þeirra á ástandinu. Nýsköpun og tilraunamennska í grasrótinni Þegar talað er um grasrót í listalífi er átt við sjálfsprottin samfélög og óformleg tengslanet skapandi einstaklinga með ákveðna listræna tjáningu sem miðpunkt. Slíkar senur verða til fyrir utan opinberar stofnanir og hefðbundin fyrirtæki, á jaðrinum og í glufun- um, þar sem fyrirfinnst meira frelsi til óheftrar tilraunamennsku bæði í list og lífsháttum. Sögulega hafa þær yfir leitt verið staðbundnar en fyrir tilstilli internetsins eru þær nú í rík- ara mæli bundnar við stafræna vefi frekar en landfræðilega staði. Það er yfirleitt í slíkum senum sem áhugaverðustu nýjungarnar í menningunni fæðast og mesta ný- sköpunin á sér yfirleitt stað. Gras- rótin er ekki bundin við ákveðna einstaklinga, staði eða hópa, og þegar listamenn úr senunni öðlast vinsældir fjarlægast þeir hana yfir- leitt smám saman og nýir koma í þeirra stað. Undanfarna áratugi hefur Ísland getið af sér óvenjulega marga vin- sæla popptónlistarmenn á heims- vísu miðað við hina alræmdu höfða- tölu. Ein af fjölmörgum kenningum um ástæður þess er virkni og um- hverfi íslensku tónlistarsenunnar, sem margir hafa nú áhyggjur af. Gróska í subbulegu skítapleisi Arnar Eggert Thoroddsen vinnur um þessar mundir að doktorsverkefni í popptónlistarfræðum um íslenskt tónlistarsamfélag og aðstæður til tónlistarsköpunar í landinu. Það liggur því beinast við að spyrja hann hvaða aðstæður hafi verið til staðar sem hafa gert íslensku grasrótina svo lífvænlega undanfarna áratugi? „Ísland græðir fyrst og fremst á fá- menninu. „Þorpsástandið“ hér er já- kvætt að því leytinu til að boðleiðir eru stuttar og greiðar, almennar reddingar á síðustu stundu, til dæm- is aðgangur að fjölmiðlum, og það auðveldar fólki að koma hlutum í verk á stuttum tíma. Þegar fólk sér árangur fljótt er það hvetjandi upp á fleiri verkefni. Fólk verður vart við þetta í nærumhverfinu og hermir eftir. Það útskýrir þessar tiltölulega stóru og virku senur miðað við fólks- fjölda. Það er erfiðara að segja til um þjóðarkarakter, hvort eitthvað sé í vatninu og svo framvegis. Það virðist þó vera jákvætt hópefli hér sem skilar árangri. En svo eru neikvæðar hliðar á þessu líka: lítið samfélag getur ver- ið kæfandi, einsleitt og heftandi líka,“ segir Arnar Eggert. Í grein sem birtist í fræðitímaritið Cultural Sociology í mars á þessu ári kemst dr. Nick Prior, kennari við félags- og stjórnmálafræðiskor Edinborgarháskóla, að svipaðri niðurstöðu. Hún álítur að smæð Reykjavíkur skapi landfræðilegar kjöraðstæður fyrir líflega tónlistar- senu. Hún segir að miðbærinn ýti undir náin tengsl ólíkra listamanna og landfræðilega stuttar boðleiðir skapi virka og frjóa grasrótarsenu. Bob Cluness, tónleikahaldari og tónlistargagnrýnandi á Reykja- vík Grapevine, telur að minnsta kosti tvær nátengdar ástæður fyr- ir því að Reykjavík hafi náð að halda úti frjórri grasrótarsenu svo lengi. Annars vegar segir hann að Reykjavík hafi verið „ef við orðum hlutina umbúða laust, frekar subbu- legt skítapleis.“ Hann telur að út- hverfavæðing á áttunda áratugn- um hafi gefið listatýpum nóg pláss í miðborginni, vegna tiltölulega lágs leigu- og íbúðaverðs. „Ef maður skoðar sögu annarra grasrótarsena annars staðar í heiminum sér maður að þetta er þeim yfirleitt sameigin- legt. Ódýr staður til að búa, leika og skapa er yfirleitt ein af grunnstoðun- um.“ Hins vegar nefnir hann þá stað- reynd að fáir utan landsins hafi verið meðvitaðir um hvað væri í gangi í menningarlífi landsins. „Það átti sér ekki stað nein skipuleg eða strategísk kynning á íslenskri tónlist og menn- ingu erlendis plönuð ofan frá.“ Hann segir að á undanförnum árum hafi þetta breyst með Útflutningsskrif- stofu íslenskrar tónlistar, Íslands- stofu og meðvituðum tilraunum yfir- valda til að kynna þjóðina erlendis. Þörf fyrir minni óformlegan vettvang Á undanförnum árum hefur tón listarhúsið Harpa verið vítamínsprauta í ýmsa anga íslensks tónlistarlífs, Sinfóníuhljómsveitin og Íslenska óperan hafa dafnað í Eld- borg og reglulega er uppselt á ýmsa heiðurs- og „tribute“-tónleika. Allir viðmælendur DV eru þó sammála um að grasrótarsena geti aldrei þrif- ist innan slíkrar stofnunar, bæði vegna þess kostnaðar sem fylgir tón- leikahaldi í húsinu og einfaldlega vegna þess að slíkar senur þurfi á óformlegri og frjálslegri vettvangi að halda. Grasrótin þrífst oftar en ekki á litl- um og óformlegum vettvangi, sem er opinn fyrir óvæntum uppákomum án utanaðkomandi skipulags, gefur pláss fyrir sköpunarkraftinn utan sem flestra regluramma – og kannski umfram allt á stöðum sem byggja Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Miðbærinn var grautfúll staður þangað til fyrir nokkrum árum. Það var ekkert um að vera og enginn nennti að vera þar. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves „Ef það á að setja einhvern ramma utan um þetta, plan eða reglugerð, þá legg ég til að við byrjum á að banna trúbadorinn sem spilar á English og öllum hinum stöðunum. Njörður Sigurjónsson, lektor í menningarstjórnun Arðbærasta fjárfestingin Fjárfestar og fjárfestingarfyrir- tæki sem vilja skila sem mestum hagnaði, en upplifa sig ekki ábyrg gagnvart nærumhverfinu, munu ávallt reyna að hámarka gróða af hverjum fermetra sem þeir eign- ast og í dag virðist arðbærasta fjárfestingin vera hótelbygging. SAmSett myNd Nýjar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.