Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Side 78
34 Menning Helgarblað 25.–27. júlí 2015
V A R M A D Æ L U R
19 dBA
*Við ábyrgjumst lægsta eða sama verð og sambærileg
varmadæla frá öðrum söluaðilum. Smiðjuvegur 70 - gulgata - 200 Kópavogur
Gæði, þjónusta og gott verð.
Hámarks orkusparnaður.
sen
dum
frÍ
tt
Út
Á l
and
*
Þær bestu
í heimi
Í bókinni Fótbolti - Bestu
konurnar er sagt frá flinkustu
knattspyrnukonum heims. Rakin
eru helstu æviatriði þeirra og sagt
frá snilli þeirra og sterkustu hlið-
um. Bókin er vitanlega ríkulega
myndskreytt.
Öflugir
fótboltakappar
Fótbolti – Bestu karlarnir er bók
þar sem sagt er frá öflugustu
fótboltamönnum heims. Nóg er
af myndum af köppunum og
ýmiss konar staðreyndir og
fróðleikur fylgir vitaskuld með.
Hostelvæðing grasrótarinnar
n Er ferðamannaiðnaðurinn að gera út af við grasrótina? n Túristabylgjan
N
ýlega bárust fréttir af hug-
myndum lóðaeiganda um
að breyta húsaþyrpingunni
sem nú hýsir Húrra, Gamla
Gaukinn og þrjá aðra
skemmti- og tónleikastaði í starf-
semi sem tengdist ferðamönnum.
Um svipað leyti bárust fréttir af því
að eigendur hótels hefðu kvartað yfir
hávaða frá nýuppgerðum tónleika-
stað í Gamla Bíói, við Ingólfsstræti.
Á samfélagsmiðlum bölvuðu lista-
menn túristum og skapandi fólk var
byrjað að teikna upp átakalínur: gras-
rótin gegn ferðamannaiðnaðinum.
Þó að ekki sé ljóst að nokkuð verði
úr ómótuðum hugmyndum í kolli
lóðareigandans eða hvernig hávaða-
deilurnar verði leystar virtust frétt-
irnar staðfesta þá tilfinningu margra
að of hraður vöxtur í ferðamanna-
iðnaði myndi óhjákvæmilega leiða
til átaka við þá menningu sem fyrir
er í borginni. Myndi gullgrafaraæði
í ferðamannaiðnaði um leið grafa
undan lífvænlegu umhverfi reyk-
vísku grasrótarinnar í tónlist – gras-
rót sem hefur getið af sér heimsfræga
listamenn sem hafa hjálpað iðnaðin-
um við að laða ferðamenn til lands-
ins.
En hver er þessi grasrót? Er henni
raunverulega ógnað af ferðamanna-
iðnaðinum, eða hefur hann þvert
á móti aukin tækifæri í för með sér
– eða kannski hvort tveggja? DV
ræddi við nokkra aðila sem þekkja
vel til senunnar og fékk álit þeirra á
ástandinu.
Nýsköpun og tilraunamennska í
grasrótinni
Þegar talað er um grasrót í listalífi
er átt við sjálfsprottin samfélög
og óformleg tengslanet skapandi
einstaklinga með ákveðna listræna
tjáningu sem miðpunkt.
Slíkar senur verða til fyrir utan
opinberar stofnanir og hefðbundin
fyrirtæki, á jaðrinum og í glufun-
um, þar sem fyrirfinnst meira frelsi
til óheftrar tilraunamennsku bæði í
list og lífsháttum. Sögulega hafa þær
yfir leitt verið staðbundnar en fyrir
tilstilli internetsins eru þær nú í rík-
ara mæli bundnar við stafræna vefi
frekar en landfræðilega staði.
Það er yfirleitt í slíkum senum
sem áhugaverðustu nýjungarnar í
menningunni fæðast og mesta ný-
sköpunin á sér yfirleitt stað. Gras-
rótin er ekki bundin við ákveðna
einstaklinga, staði eða hópa, og
þegar listamenn úr senunni öðlast
vinsældir fjarlægast þeir hana yfir-
leitt smám saman og nýir koma í
þeirra stað.
Undanfarna áratugi hefur Ísland
getið af sér óvenjulega marga vin-
sæla popptónlistarmenn á heims-
vísu miðað við hina alræmdu höfða-
tölu. Ein af fjölmörgum kenningum
um ástæður þess er virkni og um-
hverfi íslensku tónlistarsenunnar,
sem margir hafa nú áhyggjur af.
Gróska í subbulegu skítapleisi
Arnar Eggert Thoroddsen vinnur um
þessar mundir að doktorsverkefni
í popptónlistarfræðum um íslenskt
tónlistarsamfélag og aðstæður til
tónlistarsköpunar í landinu. Það
liggur því beinast við að spyrja hann
hvaða aðstæður hafi verið til staðar
sem hafa gert íslensku grasrótina svo
lífvænlega undanfarna áratugi?
„Ísland græðir fyrst og fremst á fá-
menninu. „Þorpsástandið“ hér er já-
kvætt að því leytinu til að boðleiðir
eru stuttar og greiðar, almennar
reddingar á síðustu stundu, til dæm-
is aðgangur að fjölmiðlum, og það
auðveldar fólki að koma hlutum í
verk á stuttum tíma. Þegar fólk sér
árangur fljótt er það hvetjandi upp
á fleiri verkefni. Fólk verður vart við
þetta í nærumhverfinu og hermir
eftir. Það útskýrir þessar tiltölulega
stóru og virku senur miðað við fólks-
fjölda. Það er erfiðara að segja til um
þjóðarkarakter, hvort eitthvað sé í
vatninu og svo framvegis. Það virðist
þó vera jákvætt hópefli hér sem skilar
árangri. En svo eru neikvæðar hliðar
á þessu líka: lítið samfélag getur ver-
ið kæfandi, einsleitt og heftandi líka,“
segir Arnar Eggert.
Í grein sem birtist í fræðitímaritið
Cultural Sociology í mars á þessu
ári kemst dr. Nick Prior, kennari
við félags- og stjórnmálafræðiskor
Edinborgarháskóla, að svipaðri
niðurstöðu. Hún álítur að smæð
Reykjavíkur skapi landfræðilegar
kjöraðstæður fyrir líflega tónlistar-
senu. Hún segir að miðbærinn ýti
undir náin tengsl ólíkra listamanna
og landfræðilega stuttar boðleiðir
skapi virka og frjóa grasrótarsenu.
Bob Cluness, tónleikahaldari
og tónlistargagnrýnandi á Reykja-
vík Grapevine, telur að minnsta
kosti tvær nátengdar ástæður fyr-
ir því að Reykjavík hafi náð að
halda úti frjórri grasrótarsenu svo
lengi. Annars vegar segir hann að
Reykjavík hafi verið „ef við orðum
hlutina umbúða laust, frekar subbu-
legt skítapleis.“ Hann telur að út-
hverfavæðing á áttunda áratugn-
um hafi gefið listatýpum nóg pláss í
miðborginni, vegna tiltölulega lágs
leigu- og íbúðaverðs. „Ef maður
skoðar sögu annarra grasrótarsena
annars staðar í heiminum sér maður
að þetta er þeim yfirleitt sameigin-
legt. Ódýr staður til að búa, leika og
skapa er yfirleitt ein af grunnstoðun-
um.“ Hins vegar nefnir hann þá stað-
reynd að fáir utan landsins hafi verið
meðvitaðir um hvað væri í gangi í
menningarlífi landsins. „Það átti sér
ekki stað nein skipuleg eða strategísk
kynning á íslenskri tónlist og menn-
ingu erlendis plönuð ofan frá.“ Hann
segir að á undanförnum árum hafi
þetta breyst með Útflutningsskrif-
stofu íslenskrar tónlistar, Íslands-
stofu og meðvituðum tilraunum yfir-
valda til að kynna þjóðina erlendis.
Þörf fyrir minni
óformlegan vettvang
Á undanförnum árum hefur
tón listarhúsið Harpa verið
vítamínsprauta í ýmsa anga íslensks
tónlistarlífs, Sinfóníuhljómsveitin og
Íslenska óperan hafa dafnað í Eld-
borg og reglulega er uppselt á ýmsa
heiðurs- og „tribute“-tónleika. Allir
viðmælendur DV eru þó sammála
um að grasrótarsena geti aldrei þrif-
ist innan slíkrar stofnunar, bæði
vegna þess kostnaðar sem fylgir tón-
leikahaldi í húsinu og einfaldlega
vegna þess að slíkar senur þurfi á
óformlegri og frjálslegri vettvangi að
halda.
Grasrótin þrífst oftar en ekki á litl-
um og óformlegum vettvangi, sem er
opinn fyrir óvæntum uppákomum
án utanaðkomandi skipulags, gefur
pláss fyrir sköpunarkraftinn utan
sem flestra regluramma – og kannski
umfram allt á stöðum sem byggja
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
„Miðbærinn var
grautfúll staður
þangað til fyrir nokkrum
árum. Það var ekkert um
að vera og enginn nennti
að vera þar.
Grímur Atlason,
framkvæmdastjóri Iceland Airwaves
„Ef það á að setja
einhvern ramma
utan um þetta, plan eða
reglugerð, þá legg ég til
að við byrjum á að banna
trúbadorinn sem spilar á
English og öllum hinum
stöðunum.
Njörður Sigurjónsson,
lektor í menningarstjórnun
Arðbærasta fjárfestingin
Fjárfestar og fjárfestingarfyrir-
tæki sem vilja skila sem mestum
hagnaði, en upplifa sig ekki ábyrg
gagnvart nærumhverfinu, munu
ávallt reyna að hámarka gróða af
hverjum fermetra sem þeir eign-
ast og í dag virðist arðbærasta
fjárfestingin vera hótelbygging.
SAmSett myNd
Nýjar
bækur