Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 71

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 71
Helgarblað 25.–27. júlí 2015 Fólk Viðtal 27 eru svo miklar og einstaklingar von- ast til þess að það leysi flest þeirra vandamál. Það er bara óskhyggja – vandamálin verða mörg til staðar eftir sem áður. Leiðrétt kynútlit gerir mig ekki að sætustu stelpunni á ball- inu, eða vinsælustu, sem gæti ver- ið óskin í mörgum tilfellum. Fyrir utan það verðum við aldrei konur, við erum transkonur. Við fáum aldrei leg, og beinabygging okkar er alltaf karlkyns. Þegar fornleifafræðingar grafa mig og þig upp hlið við hlið munu þeir finna beinagrind karls og konu. Ég veit að ég er ekki kona, ég er kven-maður, og breytinga ferlið mun hjálpa mér, en ekki leysa öll mín vandamál.“ Hormónin eru tvíeggja „Hormónameðferðin er bara byrj- unin og svo sé ég til hver næstu skref verða. Ég er dálítið tvístígandi með þetta allt – ég hef áður próf- að hormónin og fann talsverðar breytingar, bæði jákvæðar og nei- kvæðar. Það slæma var að missa líkam legan styrk og upplifa óöryggi samfara því. Ég lendi í alls konar böggi þar sem ég hef ekki reynt að fela mig og lifað opinskátt sem trans- kona. Ég hef stundum þurft að nota hnefana til að verja mig, ég er vön því. Þarna var þessi vörn tekin af mér. Kyngeta og kynlöngun minnkar líka, sú staðreynd er hugsanlega annað tabú í transheiminum. Kostirnir voru til dæmis að brjóstin á mér urðu ótrúlega kynnæm, þarna vaknaði til- finning sem hafði ekki verið til staðar áður. Áhrifin á útlit mitt voru líka já- kvæð og gerðu mig kvenlegri – þar af leiðandi leið mér betur.“ Ekkert grín Það er alls ekki einfalt að koma út úr skápnum sem transmanneskja og það gerir enginn að gamni sínu. Tora hefur upplifað missi, misrétti og háð tengt því að taka ákvörðun um að lifa í sínu rétta kyni. „Þegar einstaklingur kemur út sem trans þá þarf hann eða hún að gera ráð fyrir því að missa flest allt. Þú missir marga vini, eða vina- sambönd breytast í það minnsta, þú missir stóran hluta af fjölskyldunni, þú missir virðinguna og þú missir vinnuna. Það er eðlilegt að þetta skapi óöryggi hjá fólki, þess vegna sækir það ef til vill minna í minn fé- lagsskap og á kannski í vandræðum með að umgangast mig. Þessu fylgir mikil félagsleg einangrun.“ Enginn bæklingur í póstinum Fjölskyldumeðlimir hafa tekið Toru misjafnlega eftir að hún byrjaði nýtt líf sem kona. „Mamma tók mér of- boðslega vel – hún var dálítið undr- andi fyrst, en svo kom í ljós að lík- lega hafði hún alltaf vitað þetta innst inni. Aðrir ættingjar virðast ekki geta sætt sig við að ég fari fram á að þau umgangist mig sem konu. Þau karl- gera mig stöðugt og líta á þetta sem vitleysu. Svo er þetta vandræðalegt fyrir suma ættingja. Þau detta í að karlgera mig, alveg óvart, en meina ekkert illt, og þess vegna þykir sum- um óþægilegt að umgangast mig. Persónufornöfnin flækjast endalaust fyrir. Eftir á að hyggja hefði ég get- að opinberað mitt innsta eðli á ann- an hátt fyrir fólkinu í kringum mig – hugsanlega og sennilega hefði ég átt að koma fyrr út úr skápnum. Að- ferðin sem ég beitti var vegna þess að ég vissi ekki betur og særði hugsan- lega suma. Ég fékk engan bækling í póstinum sem fjallaði um hvernig maður eigi að koma út sem trans.“ Heiðarleikinn mikilvægur Tora átti góða vini í uppvextinum en þegar hún kom út breyttist stað- an töluvert. „Strákavinir minir duttu sumir beint í hómófóbíuna, hugsan lega héldu þeir að ég hefði verið vinur þeirra vegna einhvers dulins ásetnings. Vinkonur mín- ar hafa frekar staðið með mér. Ég hef átt nokkrar kærustur, og ferlið hefur alltaf verið á sömu leið, þegar ég kom út úr skápnum gagnvart þeim, sem tók mismunandi langan tíma, spurðu þær mig hvers vegna ég hefði ekki sagt þeim þetta strax, því þú getur ekki stofnað til vina- sambanda eða ástarsambanda ef þú kemur ekki heiðarlega fram og ert með eitthvað óhreint í pokahorninu. Svarið hefur alltaf verið það sama, ef ég hefði komið til dyranna eins og ég er klædd hefði sambandið sennilega aldrei orðið. Þetta gæti hugsanlega verið ástæða þess að maður missir vini þegar maður kemur út – þeir upplifa að vinskapurinn hafi verið blekking.“ „Það er svo mikilvægt að það komi fram að maður gerir þetta ekki að gamni sínu. Sumir halda að þetta sé val, eða einhver fasi. Ég var sjálf alltaf að vonast til að þetta mundi líða hjá. Þegar ég var unglingur fór ég reglulega með öll fötin mín og brenndi niðri í fjöru. Vildi losna við þetta allt og verða bara venjulegur ungur maður. Ég gat kannski í smá tíma leikið leikinn, reyndi að vera töff, en var mjög óhamingjusöm og það hafði hræðilegar afleiðingar fyrir mig og fólkið í kringum mig.“ Transfólk endar oft saman Í samskiptum lendir Tora gjarnan á milli heima. Konurnar sjá hana sem of karllega en strákarnir of kven- lega. „Ástarsambönd hafa verið í rugli út af þessu. Stelpur eiga erfitt með þetta. Í samböndum vilja þær gjarnan taka mig sem karl sem hefur kvenblæti. Þær líta á mig sem klæð- skipting með athyglisvert áhuga- mál. Þeir strákar sem eru spenntir fyrir mér eru oft gagnkynhneigðir, og forvitnir um samkynheigð – þeir vilja prófa að vera með mjög kvenlegum strák, eða stelpu með typpi. Trans- fólki gengur oft vel að vera í sam- böndum hvort með öðru, til lengri tíma. Við eigum svo margt sameig- inlegt. Þannig þurfum við ekki að leiðrétta einhvern kynrugling, getum bara horftst í augu og spáð í hvort við fílum hvort annað.“ Tora lýsir sér oft sem kynblindri manneskju og vorkennir eiginlega fólki sem lætur það sem er á milli fót- anna stoppa allt hitt. „Mér finnst það svo skrýtið. Kynlíf er fjölbreytt milli kynja, samkynja eða trans, og allt virkar fyrir mig. Þið sem hafnið hugs- anlega yndislegri upplifun einungis vegna þess að eitthvað er á milli fót- anna, eða vantar, eruð að missa af hluta af þeim upplifunum sem lífið býður upp á. Ég vorkenni ykkur. Fyrir utan að láta kyn koma í veg fyrir gott samband, finnst mér undarlegt. Eft- ir því sem maður verður eldri eykst vægi andlegra tengsla og þau skipta mestu máli.“ Þrátt fyrir mótbárur er Tora bjart- sýn. „Félagsleg staða mín er mikið að lagast núna, það er svo margt jákvætt að gerast í mínu lífi. Ákvörðunin um að fara í kynleiðréttingarferlið skipt- ir máli.“ Tvíhyggjan og fordómarnir Hvernig skyldi ganga fyrir transkon- una Toru að lifa lífinu í íslenskum hversdagsleika? Það hljóta að vera allnokkrir veggir sem hún rekst á í samfélagi þar sem tvíhyggja kynj- anna er allsráðandi. „Stundum hef ég valdið usla í lauginni. Ég verð að fara karlamegin og fer oft í Sundhöllina í sólbað á karlapallinum. Um daginn lá ég ein þarna, allsnakin, og einhver hafði kvartað yfir því að það væri kona mætt á pallinn. Vörðurinn ætlaði að vísa mér frá. „It made my day“,“ segir hún og brosir. Transfólk á Íslandi verður fyrir miklum fordómum í daglega lífinu að sögn Toru. „Flestir halda að hér sé lítið um fordóma – en þeir eru mjög mikl- ir, og á sama tíma lúmskir. Hér vill fólk líta út fyrir að vera pólitískt kórrétt þenkjandi og það þykir ekki smart að vera með fordóma út á við. Þeir eru hluti af mínu daglega lífi. Fólk tekur minna mark á mér sem manneskju.“ Þegar kosningar til stjórnlaga- þings voru boðaðar eftir hrun, var Tora ein þeirra sem gaf kost á sér til setu á þinginu. „Það var meira að segja gert grín að því í ára- mótaskaupinu. Mér fannst það mjög sárt. Þessir fordómar bera keim af einelti, fólk tekur ekki mark á mér og tekur mig ekki alvarlega. Ég er frekar umborin sem vesaling- ur. Þetta er minn daglegi veruleiki.“ Atvinnumöguleikar slæmir Tora hefur líka reynt á eigin skinni að fyrir transfólk er atvinna ekki sjálfsagður hlutur. „Eina leiðin fyr- ir mig til að finna vinnu var að stíga aðeins meira inn í mitt gamla sjálf. Ég ætla ekki aftur inn í skáp, en ég þurfti nánast að gera það. Ég hugsa og tala um mig í kvenkyni en er til dæmis ávörpuð sem karl í vinnunni, það er óþægilegt og meðal annars ástæða þess að ég ákvað að byrja formlega kynleiðréttingarferlið núna.“ „Ég fór eitt sinn til ráðgjafa hjá Vinnumálastofnun vegna þess að ég hafði opnað mig sem transkona og átti erfitt með að fá atvinnu. Ein staðan sem var laus var starf mark- aðsstjóra hjá banka. Ég er markaðs- fræðingur að mennt, hef unnið á auglýsingastofu og er mjög reynslu- mikil í þessum bransa. Ráðgjafinn sagði að ég gæti ekki búist við svona starfi í þessu lífi, að ég mundi aldrei fá vinnu þarna sem Tora. Ég fæ að vera til, það er ekki verið að sparka í mig eða hrækja á mig á götu, fólk vill vera pólitískt réttþenkjandi í dag, en glætan að ég fái einhverja góða stöðu eða að ég verði kosin á þing eða álíka, gleymdu því!“ Raddir eru mikilvægar Tora hefur áður komið fram í viðtölum um stöðu transfólks og eig- ið líf og er stolt af því að hafa átt þátt í að opna umræðuna í okkar sam- félagi. „Það skiptir máli að raddir transfólks heyrist í samfélaginu. Það er mjög langt í land. Þetta er ekkert komið og þó að ég megi vera til og það sé ekki verið að hlæja að mér opið, þá er verið að því bak við mig. Það veit ég og finn. Við njótum ekki sömu réttinda.“ „Það er stór munur á réttindum kynjanna. Ég hef notið forréttinda karlkynsins. Þeim réttindum hef ég ekki verið alveg tilbúin að sleppa, svona fyrst ég fæddist í þessum lík- ama. Ég viðurkenni að mér þyki svolítið þægilegt við ákveðnar að- stæður að nýta mér forréttindi karl- manna. Ég á það til að grípa til karl- mennskunnar þegar mér er ógnað. Þá breikka ég bringuna og dýpka röddina. Það er stórmerkilegt að fá að upplifa muninn. Í raun má samt segja að í þjóðfélaginu standi karl- arnir fremst, svo koma konurnar og þar á eftir transfólk.“ Öskrandi leigubílstjóri Ég bið Toru að gefa mér dæmi um bögg í daglega lífinu. Hún á heilan hafsjó af þeim. „Ég var til dæmis hjólandi síðasta vetur í skítakulda. Bara sæt, með uppsett hárið og á hælunum mínum. Ég var að bíða eftir umferðarljósi og leigubílstjóri sem beið eftir beygjuljósi svínaði fyrir mig og fannst ég í órétti. Hann byrjaði að öskra á eftir mér, ætlaði að skamma þessa óþekku stelpu, en ég sneri mér við og öskraði á hann eins karlmannlega og ég gat. Hann hrökklaðist undan, því hann hefði aldrei leyft sér svona framkomu við karlmann. Það eru smáu atriðin sem safnast upp. Ég á mjög erfitt með að díla við þetta og þess vegna hef ég verið svo tvístígandi með að ganga í gegnum kynleiðréttingarferli. Það kemur stundum upp mikil reiði í mér og mig langar oft að berja frá mér, því mér finnst þetta svo ósann- gjarnt. Núna er ég að fást við þetta með æðruleysi og framtíðin er björt.“ Að flest öllu leyti líður henni þó miklu betur í kvenhlutverki. „Þá er eins og allt stemmi. Bæði útlitslega og tilfinningalega. Svolítið eins og að losna úr álögum.“ Misskilningur útbreiddur Tora segir mikinn misskilning ríkja um transfólk í samfélaginu. „ Ferlega margir blanda saman og ruglast „Það er stór mun- ur á réttindum kynjanna. Ég hef notið forréttinda karlkynsins. Þeim réttindum hef ég ekki verið alveg tilbúin að sleppa, svona fyrst ég fæddist í þessum líkama. Vildi vera mýkri Tora er stælt og glæsileg en myndi, að eigin sögn, þiggja aðeins mýkri línur. BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin f PLANKAPARKET 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.