Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 67
Helgarblað 25.–27. júlí 2015 Fólk Viðtal 23 að mínu mati. Mér finnst stundum eins og Samfylkingin hafi verið stofnuð í því skyni að vera Sjálfstæð­ isflokkurinn á vinstri vængnum. Hún átti að verða hinn turninn í pólitík­ inni gegn Sjálfstæðisflokknum. Póli­ tíkin átti síðan að snúast um átök þarna á milli. Þetta er svona tveggja póla pólitík sem ég skrifa ekki undir. Heimurinn er margpóla.“ Allt er undir Þú lítur ekki svo á að það sé í eðli Bjartrar framtíðar að vera á móti Sjálfstæðisflokknum? „Alls ekki. Mér finnst Sjálfstæð­ isflokkurinn stundum of hallur undir sérhagsmuni á kostnað al­ mannahagsmuna og innan hans er ýmis gamall farangur. Við erum á móti þannig pólitík. Það er í eðli okkar. En svo er Sjálfstæðisflokk­ urinn sem betur fer orðinn allt ann­ að fyrirbrigði en hann var. Hann er ekki lengur risastór. Hann er 22 pró­ senta flokkur, hefur ýmsa galla og ég myndi ekki vera í honum og ekki kjósa hann, en okkur hefur gengur ágætlega að starfa með honum. Það hafa komið upp mál í þinginu sem við í Bjartri framtíð erum miklu opnari fyrir en vinstri flokkarnir. Við erum opin fyrir fjölbreyttu rekstrar­ formi í heilbrigðisþjónustu, þótt við viljum alls ekki koma á kerfi þar sem aðilar græða á sjúkdómum annarra. Þar liggja mörkin. Við sjáum líka alls konar möguleika til einkareksturs og meira frelsis í menntakerfinu sem gætu orðið til framfara og aukið val­ möguleika fólks. Þarna er ákveðinn samhljómur með Sjálfstæðisflokkn­ um. Við erum frjálslyndur flokkur, við erum ekki sósíal demókratar. Það þýðir að við viljum sjá meiri samkeppni á markaði og al­ mennt minni ríkisafskipti. Í sjávar­ útvegskerfinu viljum við mark­ aðslausnir og uppboð á kvóta. Við tölum fyrir samkeppni og frelsi. Björt framtíð er ekki eins máls flokkur. Við erum alls kon­ ar. Við erum flokkur neytenda og heimila. Við erum á móti verndar­ tollastefnu og viljum uppstokkun í landbúnaðar kerfinu. Við höfum auglýst efir stefnu í gjaldmiðilsmál­ um og viljum lægri vexti. Við erum flokkur skóla og menntunar. Það þarf að skapa skólakerfi sem dregur fram hæfileika hvers og eins. Það er óþolandi að ung manneskja sem vill verða pípulagningamaður flosni kannski úr námi af því að hún er slök í íslensku. Þessu þarf að breyta. Við leggjum mikla áherslu á heil­ brigðismál og það er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að byggja upp al­ mennilega heilsugæslu á Íslandi og reka almenna opinbera lýðheilsu­ stefnu, svo ekki sé talað um það verk efni að byggja upp almenni­ legan þjóðarspítala, sem vonandi er þó komið á rekspöl núna. Svo getur maður orðið foxillur yfir því hvernig við höfum verið að umgangast orkuauðlindir okkar, selt orkuna á gjafvirði og síðan horft upp á það að stór álfyrirtæki fari með hagn­ aðinn úr landi með skattabrell­ um. Ef við á annað borð ætlum að virkja – í sátt við náttúruna, sem er grundvallar atriði – þá eigum við að reyna að fá almennilegt verð fyrir afurðina. Það er í raun­ inni ótrúlegt hversu erfiðlega það hefur gengið fyrir Íslendinga að skapa almennilegan arð af auð­ lindum þjóðarinnar og að skipta arðinum réttlátlega. Það skortir meiri fjölbreytni í atvinnulífið, það þarf að fjár­ festa í nýsköpun, skapandi greinum og grænum iðnaði og skapa þannig samfélag þar sem ungt fólk getur fundið starf við sitt hæfi. Þannig eykst velmegun. Það þarf líka að bæta lífskjör með því að ná niður verðlagi og auka stöðug leika. Svo eru það umhverfismál­ in. Umhverfismálin eru stærsta viðfangsefni 21. aldar og þýða breytingar á lífsstíl og breytingar á borgarmynstri. Stað­ setning Reykjavíkurflug­ vallar er til dæmis um­ hverfismál, snýst um að borgin vill breyta hegð­ unarmynstri borgarbúa í þágu umhverfisvernd­ ar og lýðheilsu. Og það er fleira og fleira sem Björt framtíð lætur sig varða. Allt er undir. Mannréttindamál eru okkur mjög hugleikin og virðast oft gleymast. Þar er pottur brotinn víða. Varðandi innflytjendamál til dæmis, þá skil ég ekki af hverju við tökum ekki við fleiri innflytjendum og mér finnst ömurlegt hvað við leggjum lítið til þróunarmála sem samfélag.“ „Ísland best í heimi“ póllinn Hvaða flokkur finnst þér standa fjærst ykkur í Bjartri framtíð? „Það finnst mér vera Fram­ sóknarflokkurinn.“ Hvernig finnst þér Framsóknar- flokkurinn vera undir forystu Sig- mundar Davíðs? „Í Framsóknarflokknum hafa alltaf verið tveir armar. Annars vegar armur þar sem ríkir mjög sterk þjóðernishyggja, eins konar „Ísland, best í heimi“ nálgun, sem við höfum séð í málflutningi for­ sætisráðherra og líka forseta Íslands. Og hins vegar frjálslyndur armur sem leggur áherslu á opnara sam­ félag og meira umburðarlyndi. Ég minni á að Framsóknarflokkurinn var til dæmis í fararbroddi varð­ andi réttindi samkynhneigðra á sín­ um tíma. Baráttunni milli þessara tveggja arma lauk með því að þessi „Ísland best í heimi“ póll varð ofan á. Þar eru fluttar ræður sem eru svo uppfullar af rembingi að ég gæti aldrei kennt mig við þær. Annars er ég ekki mikið að velta Framsóknar­ flokknum fyrir mér. Ég var þar í tvö ár og komst að því að þar á ég ekki heima.“ Þú varst líka í Samfylkingunni í smá tíma. Af hverju áttirðu erfitt með að fóta þig í þessum tveimur flokkum? „Ef ég á að vera í pólitík þá vil ég vera í pólitík sem mér finnst spennandi og í samstarfi við fólk sem er nokkurn veginn á sömu blaðsíðunni um nálgun á lífið og til­ veruna. Ég nenni ekki að taka þátt í einhverju sem ég hef ekki trú á. Ég er frjálslyndur stjórnmálamaður. Í góðu þjóðfélagi getur fólk nýtt hæfileika sína og fundið sinn stað. Hlutverk ríkisvaldsins á að vera að bjóða upp á góðan stuðning fyrir fólk, gott menntakerfi, trausta heil­ brigðisþjónustu og öryggisnet í vel­ ferðarkerfinu. Fallegt þjóðfélag er frjálst og fjölbreytt og þar er fólki treyst til að rækta sína hæfileika, læra af mistökum sínum og halda áfram. Alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum tillögu sem ég ásamt þing­ mönnum úr öllum flokkum lagði fram um að notendastýrð persónu­ leg aðstoð fyrir fatlað fólk skyldi verða lögfest þjónustuform. Úr urðu, í bili, 50 samningar sem gjör­ breyttu lífi fólks, færðu fötluðu fólki möguleika á sjálfstæðu lífi. Ég leiddi þetta verkefni á síðasta kjörtímabili og varði í þetta miklum tíma. Það er mannréttindamál að fatlað fólk fái að ráða sínu lífi og enn er langt í land. Maður hittir fólk sem er hrætt við þetta og spyr: Getur þetta fólk ráðið sér sjálft? Ég svara afdráttar­ laust: Já! Mínir mælikvarðar á pólitík eru klassískt frjálslyndir. Ég vil vera í þannig flokki. Flokki sem treystir fólki og metur það sem gæði og kost að fólk er alls konar, og jafnvel miklu meira alls konar en við gerum okkur almennt grein fyrir.“ Var ungur að hlera stjórnarmyndunarviðræður Faðir Guðmundar, Steingrímur Her­ mannsson, var afar farsæll stjórn­ málamaður, formaður Framsóknar­ flokksins og forsætisráðherra, eins og faðir hans, Hermann Jónasson, afi Guðmundar. Guðmundur er spurð­ ur hvort þessi pólitíska arfleifð hafi haft áhrif á hann og hvort hann hafi einhvern tíma verið í uppreisn gegn henni. „Nei, aldrei neitt sérstaklega,“ segir hann. „Ég var bless­ unarlega alinn upp við það að ég ætti að taka mínar eigin ákvarðanir. Línan var kannski helst dregin við það að kjósa ekki Sjálfstæðis flokkinn. Ég ólst upp með stjórn­ málin inni á heimilinu og var á miklu mótunar­ skeiði á þeim tíma þegar pabbi var hvað mest í pólitíkinni. Mjög ungur var ég að hlera stjórnar­ myndunarviðræður og drakk pólitíkina í mig. Ég mun alltaf búa að því. Það að ræða við pabba um pólitík í gegnum tíð­ ina var oft mjög lærdómsríkt. Stundum tókumst við á, því okkur greindi á um marga hluti. Pabbi sagði að maður ætti ekki að missa svefn yfir pólitík en ég held samt að hann hafi gert það. Það eru svo miklar tilfinningar í pólitíkinni. En ég held að hann hafi haft gaman af því að starfa þar.“ Hefur hann að einhverju leyti ver- ið þér fyrirmynd sem stjórnmála- maður – hvað lærðirðu af honum? „Hann var mikill mannasættir. Oft sagði hann að það hefði komið sér á óvart hvað það að setjast nið­ ur og ræða málin bætti oft hlutina. Hann hefði kannski komið að borðinu með ákveðna skoðun en orðið beinlínis undrandi á því hvað málið batnaði mikið þegar aðrir, með aðrar skoðanir, höfðu lagt sitt innlegg í púkkið líka. Ég reyni að til­ einka mér þetta. Þetta er ákveðin trú, traust sem maður sýnir öðrum í líf­ inu. Að vera ekki þvermóðskufullur og stífur.“ Davíð eins og helstirni Hvernig kanntu þá við þig á þingi? „Ég kann vel við mig. Ég hef ástríðufullan áhuga á pólitík og póli­ tískri sögu, því hvernig stefnur og straumar birtast í pólitík og hver úr­ lausnarefnin eru. Ég mun alltaf hafa þennan áhuga, sama hvort ég er í pólitík eða geri eitthvað annað. Mér finnst til dæmis mjög gaman að lesa lög og velta fyrir mér hvernig er hægt að bæta þau. En svo er það hitinn, dómarnir, yfirlýsingarnar, athugasemdakerfin, allt þetta tekur maður stundum inn á sig. Mér finnst ekki gaman að lesa að ég sé bara í pólitík til að komast í mötuneytið eða vegna þess að ég vilji vera í þægilegri innivinnu. Og svo les maður bullið í Davíð Odds­ syni sem mér finnst hafa fullkomn­ að ósanngirni sem stílbragð og lífs­ viðhorf. Hann er eins og helstirni sem eys illsku yfir samfélagið. Maður sér fyrrverandi pólitíkusa rjúka fram á völlinn og segja að allir sem eru núna í pólitík séu ómögu­ legir. Í pólitíkinni er tekin við kyn­ slóð sem ég held að sé svo margfalt betri en þessir gömlu stjórnmála­ menn. Þessi kynslóð, x­kynslóðin, sem er að taka við er svo miklu praktískari og yfirvegaðri, með nokkrum veigamiklum undantekn­ ingum auðvitað. Hún er heldur ekki sífellt blindfull. Ég held að í gamla daga hafi stjórnmálamenn verið í allt of mikilli vitleysu og óreglu. Nú er komið á sjónarsviðið fólk sem er almennt samviskusamt, vill af ein­ lægni bæta samfélagið fyrir sig „Þessi kynslóð, x- kynslóðin, sem er að taka við er svo miklu praktískari og yfirvegaðri, með nokkrum veigamikl- um undantekningum auð- vitað. Hún er heldur ekki sífellt blindfull. Ég held að í gamla daga hafi stjórn- málamenn verið í allt of mikilli vitleysu og óreglu. Stjórnmálamaðurinn „Ég nenni ekki að taka þátt í einhverju sem ég hef ekki trú á.“ MynD ÞorMAr Vignir Með Alexíu Vinnudagur hjá tengdaforeldrunum í húsi þeirra í Selárdal. Smiðurinn Þessa dagana er hann að gera upp hús í vesturbænum. MynD ÞorMAr Vignir Fjölskyldan Í heimsókn í Lególandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.