Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 70
Helgarblað 25.–27. júlí 201526 Fólk Viðtal
E
inu sinni þekkti ég vöðva
stæltan og fallegan strák.
Ljóshærðan og sólbrúnan í
sumrinu 1995. Hann vann
við uppskipun og var einn
af strákunum sem við stelpurnar
djömmuðum með. Eina fallega sum
arnótt lentum við saman uppi í rúmi.
Það var ljómandi skemmtilegt en
hafði lítil eftirmál. Ég hafði ekki hug
mynd um það fyrr en mörgum árum
síðar að ég hefði varið nóttinni með
transkonu, og þegar ég hugsa til baka
finnst mér það bara dálítið fallegt.
Ég fylgdist með henni gegnum
árin úr fjarlægð en ákvað að hafa
samband eftir að ég sá hana tvo
daga í röð í bænum. Í annað skiptið
sá ég Toru, glæsilega konu sem stik
aði niður Bankastrætið bein í baki og
íklædd pilsi, en í hitt skiptið var hún
klædd í buxur og með hárið í tagli,
og þá fannst mér ég sjá strákinn sem
ég þekkti í gamla daga. Þarna upp
lifði ég fötin sem kynskiptandi, sem
er algjörlega dæmigert fyrir okkur
sem erum alin upp í samfélagi hinn
ar kynjuðu tvíhyggju. Hvers vegna
þurfti hún að vera í pilsi til að ég sæi
hana sem konu?
Eftir þetta leitaði ég Toru upp á
Facebook og við töluðum saman í
fyrsta sinn í 20 ár – hún var til í við
tal. Við mæltum okkur mót á kaffi
húsi í miðbænum eldsnemma á
ísköldum sumarmorgni. Ég stóð fyrir
utan þegar hún kom hjólandi á móti
mér, skælbrosandi, í leður stígvélum
og aðsniðnum jakka. Hárið í tagli og
með sólgleraugu sem huldu þó ekki
meira af andlitinu en svo að ég sá
brosið í augunum.
Kom út hægt og rólega
Tora Victoria fæddist árið 1967 en
lifði lengi vel undir fölsku flaggi.
Hægt og rólega leyfði hún sér að
koma út gagnvart heiminum, en stór
varða á þeirri leið var heimasíða sem
hún setti í loftið árið 1999 undir yf
irskriftinni „Hi mama, I’m a trans
vestite“. „Ég flutti til Kaupmanna
hafnar, burt frá litla Íslandi til að fela
mig í fjöldanum og geta verið ég.
Hægt og rólega hleypti ég fleira og
fleira fólki að mér.“
Tora segir erfitt að upplifa sig sem
algjöra konu á meðan hún er enn
þá í karlmannslíkama. „Ég var alin
upp sem strákur en fílaði mig alltaf
sem stelpu frá fyrstu tíð. Mér er
mjög minnisstætt þegar eldri mað
ur í fjölskyldunni tók af mér dúkku
sem ég var að leika með og sagði að
strákar léku sér ekki með dúkkur. Ég
hélt að ég hefði gert eitthvað af mér
og skömmin óx innra með mér. Ég
fór alltaf með mitt rétta eðli eins og
mannsmorð og reyndi alltaf að vera
töffari. Það mótaði mig mjög mikið í
uppvextinum.“
Typpi eða ekki
Toru fannst ekki rétt að þeir einstak
lingar sem gengu inn í kynleið
réttingarferli LSH þyrftu að hafa
óbeit á kynfærum sínum. Fjölmargar
transkonur velja að lifa áfram með
typpi, enda er typpi ekkert ann
að en stór snípur ef út í það er far
ið. „Þetta hefur sem betur fer breyst.
Ég var lengi í miklum mótþróa gagn
vart kynleiðréttingarferlinu. Það er
eiginlega bara minn karakter, ég er
vön að vera fiskurinn sem syndir á
móti straumnum. Skömmu eftir að
ég kom út var teymið á Landspítal
anum búið til og umræðan opnaðist.
Ég upplifði bara að þetta væri orðin
einhver tíska og leist ekkert á það. Ég
þarf alltaf að fara löngu leiðina.“
Blaðamaður misstígur sig
Ég spyr Toru hvort hún hafi verið
„píndur“ til að afplána tiltekinn tíma
áður en hægt er að ganga lengra í
kynleiðréttingarferlinu, til dæm
is að hefja hormónameðferð. „Æ,
ekki karlgera mig,“ segir hún. Ég sýp
hveljur og skammast mín skelfilega á
meðan ég bið hana innilegrar afsök
unar. Tora fyrirgefur mér en útskýrir
að í hvert sinn sem einhver í daglega
lífinu karlgerir hana sé til finningin
eins og hnífur í brjóstið.
Ég endurtek spurninguna, um
hvort hún hafi verið pínd til að lifa
tiltekinn tíma sem kona áður en
meðferðin komst á skrið. „Þetta er
auðvitað lítið land, þeir sem þekkja
mig vita að ég er búin að lifa sem
kona í fjölda ára, þannig að það er
tekið tillit til þess í mínu ferli. Ég veit
að það er mikilvægt skref fyrir mig að
leggja á bak við mig mitt gamla karl
mannsauðkenni, þá getur fólk ekki
lengur notað þjóðskrána sem afsök
un fyrir því að karlgera mig.“
Ferlið leysir ekki allan vanda
Tora segir að það sé alls ekki sjálf
sagður hlutur að kynleiðrétting sé
lausnin í lífi alls transfólks. Það eru
kostir og ókostir við að hefja það ferli.
„Í transheiminum er til nokk
uð sem heitir eftirsjá. Sumir sjá eftir
því að ganga í gegnum leiðréttingar
ferlið – það er reyndar mikið tabú í
okkar heimi. Væntingar til ferlisins
Tora Victoria
passar ekki inn í staðlaðar
hugmyndir samfélagsins
um karla og konur. Hún
kýs að láta ávarpa sig í
kvenkyni og tala um sig
sem konu – enda er hún
transkona. Hún leggur
áherslu á að transkonur
séu ekki það sama og aðr-
ar konur, og vill helst tala
um þriðja kynið. Tora er
dauðþreytt á fordómum
í samfélaginu sem hún
upplifir nánast daglega.
Nýlega hóf hún kynleið-
réttingarferli hjá teymi
Landspítalans sem heldur
utan um mál transfólks
í þeim sporum – en hún
segist gera það frekar fyrir
umhverfið en sjálfa sig.
„Ég er
ekki kona
ég er kven-maður“
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
Gítar og blúndur
Tora leikur listilega á
gítar á rúmstokknum.
myndiR þoRmaR viGniR