Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 79
Menning 35Helgarblað 25.–27. júlí 2015
Hostelvæðing grasrótarinnar
n Er ferðamannaiðnaðurinn að gera út af við grasrótina? n Túristabylgjan
ekki á arðsemiskröfu fyrir hverja tón
leika.
Það er ómögulegt að halda ná
kvæmar tölur yfir tónleikastaði sem
þjóna grasrótinni, því þeir birtast í
raun hvar sem mögulegt er að koma
fyrir trommusetti og mögnurum
(eða tölvu og tveimur hátölurum).
En virkustu tónleikastaðir grasrót
arinnar um þessar mundir eru lík
lega Gamli Gaukurinn, Húrra, Bar
11, Dillon, KEX Hostel, Loft Hostel,
Mengi, Café Rosenberg og Gamla
bíó.
Enginn viðmælenda DV vill stað
hæfa nokkuð um raunverulega fækk
un tónleikastaða í miðborginni – en
tónleikastaðalandslagið hefur alltaf
verið óstöðugt. Grímur Atlason,
framkvæmdastjóri Iceland Airwaves,
bendir á að tónleikastaðir í Reykjavik
hafi oft átt stuttan líftíma og iðulega
þurft að víkja fyrir arðbærari fjár
festingum. Hann segir hins vegar að
skipuleggjendur Airwaves finni fyrir
því að erfiðara sé að finna smærri
tónleikastaði fyrir hátíðina nú en
áður.
Hann kallar eftir því að borgar
yfirvöld sýni meiri ákefð og taki skýr
ari pólitíska afstöðu um að halda
lífi í miðbænum. Hann segir að rétt
eins og sparkvellir séu nauðsynlegir
fyrir krakka sem stundi íþróttir þurfi
að vera fjölbreyttur vettvangur fyrir
ungt tónlistarfólk til að æfa sig og
þroskast. Hann nefnir til dæmis að
í Danmörku séu sérstakir tónleika
staðasjóðir sem geri það að verkum
að tónleikastaðir víða um landið geti
boðið minni hljómsveitum að spila
án þess að þurfa að hafa áhyggjur af
því að tapa peningum.
Húrra fyrir útlendingum
Neikvæð umræða um ferðamanna
iðnaðinn, eins og sú sem hefur átt
sér stað um ferðamenn á Íslandi
í sumar, á alltaf á hættu að þróast
yfir í útlendingaandúð. Flestir við
mælendur DV vilja leggja áherslur
á þær góðu afleiðingar sem aukinn
straumur útlendinga til landsins
hafi. Ferðamenn geri Reykjavík kleift
að halda út fjölbreyttari viðburðum
og skemmtanalífi.
„Nú er mjög neikvæð umræða
í gangi um túrista. En þessi bylgja
túrista hefur í raun breytt bænum
í eitthvað. Miðbærinn var grautfúll
staður þangað til fyrir nokkrum
árum. Það var ekkert um að vera og
enginn nennti að vera þar. Ég sakna
þess ekki neitt. Nú eru kaffihúsin og
veitingastaðirnir í blóma, grasrótin
er líka í blóma því það er fjöldi fólks í
bænum,“ segir Grímur.
Njörður Sigurjónsson, lektor í
menningarstjórnun við Háskólann
á Bifröst, vill heldur ekki einblína
á slæmar afleiðingar ferðamanna
iðnaðarins. „Túrisminn er það sem
gerir landið byggilegt í augnablikinu.
Ekki bara peningalega heldur and
lega, menningarlega. Við þurfum svo
sárlega á öðru fólki að halda, til að
fylla göturnar og kaffihúsin og búð
irnar,“ segir hann.
„Það er voða mikil nostalgía í
kringum þessa umræðu, allt var svo
frábært einu sinni og ef eitthvað
breytist fer allt til helvítis, en svo
einhvern veginn reddast hlutirnir
og nýjar kynslóðir finna sinn eigin
Glaumbæ og Sirkus. Við finnum
annað húsnæði ef þarf, betra og
skemmtilegra, og gerum eitthvað
ennþá áhugaverðara en það sem
er búið að gera. Eða þau, krakkarn
ir sem hafa eitthvað að segja – svona
lið eins og ég getur bara verið heima
hjá sér. En ef það á að setja einhvern
ramma utan um þetta, plan eða
reglugerð, þá legg ég til að við byrjum
á að banna trúbadorinn sem spilar á
English og öllum hinum stöðunum.
Þetta er komið gott hjá honum,“ segir
Njörður.
Jón Mýrdal, eigandi Húrra, tekur
undir að ferðamannaiðnaðurinn
og menningin séu ekki andstæður,
þvert á móti geti Húrra, í krafti er
lendra gesta, greitt djasstónlistar
mönnum fyrir að koma fram á viku
legum fríum tónleikum. Hann segir
að á milli tvö og þrjú hundruð manns
komi vikulega á tónleikana og um 60
prósent þeirra séu erlend.
breytir bænum n Græðum á fámenninu
Framhald á næstu síðu
Húrra fyrir túrista Þegar Stundin greindi frá óljósum hugmyndum lóðaeiganda um mögulegar
breytingar á skemmtistöðunum Húrra og Gamla gauknum létu viðbrögðin ekki á sér standa.